Lagabreytingin ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi

Frá fiskeldi á Vestfjörðum. Mynd úr safni.
Frá fiskeldi á Vestfjörðum. Mynd úr safni. Mbl.is/Helgi Bjarnason

Sú ákvörðun stjórnvalda og Alþingis að breyta lögum í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála felur í sér misbeitingu valds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Landverndar vegna breytinga sem gerðar voru á fiskeldislögum í kjölfar þess að úrskurðanefndin felldi úr gildi rekstr­ar­leyfi Arn­ar­laxs og Arctic Fish Farm í Pat­reks­firði og Tálknafirði.

„Takmarkaðir möguleikar umhverfisverndarsamtaka til þess að tryggja að farið sé að lögum í málefnum umhverfisins hafa verið að engu gerðir í þessu máli. Verði þetta málalok er ljóst að fordæmi er komið sem löggjafinn getur nýtt sér í framtíðinni til að snúa við úrskurðum hinnar óháðu úrskurðarnefndar, sé þrýstingur annarra hagsmuna nógu mikill,“ segir í yfirlýsingunni.

Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafi verið sett á í kjölfar innleiðingar Árósasamningsins og hún eigi að tryggja almenningi og samtökum þeirra skýlausan kærurétt í málefnum umhverfisins. Nefndinni sé ætlað að vera „sjálfstæð og óháð stjórnvöldum“ og kæruleiðin eigi að koma í stað dómstólaleiðar.

„Nýjasta útspil ríkisstjórnar Íslands og Alþingis að breyta lögum í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndarinnar er klár misbeiting valds. Lögum er breytt vegna hagsmuna tveggja fyrirtækja í miklum flýti án nokkurrar umræðu eða möguleika til umsagna. Með þeim gjörningi eru tvær stoðir Árósarsamningsins brotnar: réttur almennings til þátttöku í undirbúningi ákvarðana og skylda ríkja til að tryggja almenningi réttláta málsmeðferð í málum sem varða umhverfið,“ segir í yfirlýsingunni.

Kominn sé tími til þess á 100 afmæli fullveldisins að Íslendingar taki náttúru- og umhverfisvernd alvarlega. „Ein mesta ábyrgð fullvalda ríkja er að viðhalda og vernda eigin náttúru og auðlindir til þess að komandi kynslóðir geti notið ávaxta þeirra eins og þær sem nú ráða. Lágmark er að bera virðingu fyrir  þeim lögum og reglum sem þó eru við lýði.“ 

Vísa samtökin því næst til orða Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindarráðherra, árið 2016 vegna sambærilegs máls, en Guðmundur Ingi var þá framkvæmdastjóri Landverndar. „Það sem forsætisráðherra boðaði í gær, er í rauninni að fikta í löggjöfinni eftir á þannig að niðurstaða þessa óháða úrskurðaraðila sé líklegri til að henta málstað ríkisstjórnarinnar. Þetta er náttúrulega að okkar mati með öllu ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi,” sagði Guðmundur Ingi árið 2016.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg
25.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 376 kg
Ýsa 156 kg
Langa 149 kg
Keila 33 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 743 kg
25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.418 kg
Ýsa 4.229 kg
Keila 422 kg
Langa 311 kg
Karfi 57 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 12.453 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg
25.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 376 kg
Ýsa 156 kg
Langa 149 kg
Keila 33 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 743 kg
25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.418 kg
Ýsa 4.229 kg
Keila 422 kg
Langa 311 kg
Karfi 57 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 12.453 kg

Skoða allar landanir »