Lagabreytingin ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi

Frá fiskeldi á Vestfjörðum. Mynd úr safni.
Frá fiskeldi á Vestfjörðum. Mynd úr safni. Mbl.is/Helgi Bjarnason

Sú ákvörðun stjórn­valda og Alþing­is að breyta lög­um í kjöl­far niður­stöðu úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála fel­ur í sér mis­beit­ingu valds. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn Land­vernd­ar vegna breyt­inga sem gerðar voru á fisk­eld­is­lög­um í kjöl­far þess að úr­sk­urðanefnd­in felldi úr gildi rekstr­ar­leyfi Arn­ar­laxs og Arctic Fish Farm í Pat­reks­firði og Tálknafirði.

„Tak­markaðir mögu­leik­ar um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka til þess að tryggja að farið sé að lög­um í mál­efn­um um­hverf­is­ins hafa verið að engu gerðir í þessu máli. Verði þetta mála­lok er ljóst að for­dæmi er komið sem lög­gjaf­inn get­ur nýtt sér í framtíðinni til að snúa við úr­sk­urðum hinn­ar óháðu úr­sk­urðar­nefnd­ar, sé þrýst­ing­ur annarra hags­muna nógu mik­ill,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Úrsk­urðanefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hafi verið sett á í kjöl­far inn­leiðing­ar Árósa­samn­ings­ins og hún eigi að tryggja al­menn­ingi og sam­tök­um þeirra ský­laus­an kæru­rétt í mál­efn­um um­hverf­is­ins. Nefnd­inni sé ætlað að vera „sjálf­stæð og óháð stjórn­völd­um“ og kæru­leiðin eigi að koma í stað dóm­stóla­leiðar.

„Nýj­asta út­spil rík­is­stjórn­ar Íslands og Alþing­is að breyta lög­um í kjöl­far niður­stöðu úr­sk­urðanefnd­ar­inn­ar er klár mis­beit­ing valds. Lög­um er breytt vegna hags­muna tveggja fyr­ir­tækja í mikl­um flýti án nokk­urr­ar umræðu eða mögu­leika til um­sagna. Með þeim gjörn­ingi eru tvær stoðir Árós­ar­samn­ings­ins brotn­ar: rétt­ur al­menn­ings til þátt­töku í und­ir­bún­ingi ákv­arðana og skylda ríkja til að tryggja al­menn­ingi rétt­láta málsmeðferð í mál­um sem varða um­hverfið,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Kom­inn sé tími til þess á 100 af­mæli full­veld­is­ins að Íslend­ing­ar taki nátt­úru- og um­hverf­is­vernd al­var­lega. „Ein mesta ábyrgð full­valda ríkja er að viðhalda og vernda eig­in nátt­úru og auðlind­ir til þess að kom­andi kyn­slóðir geti notið ávaxta þeirra eins og þær sem nú ráða. Lág­mark er að bera virðingu fyr­ir  þeim lög­um og regl­um sem þó eru við lýði.“ 

Vísa sam­tök­in því næst til orða Guðmund­ar Inga Guðbrands­son­ar, um­hverf­is- og auðlind­ar­ráðherra, árið 2016 vegna sam­bæri­legs máls, en Guðmund­ur Ingi var þá fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar. „Það sem for­sæt­is­ráðherra boðaði í gær, er í raun­inni að fikta í lög­gjöf­inni eft­ir á þannig að niðurstaða þessa óháða úr­sk­urðaraðila sé lík­legri til að henta málstað rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta er nátt­úru­lega að okk­ar mati með öllu ólíðandi í lýðræðisþjóðfé­lagi,” sagði Guðmund­ur Ingi árið 2016.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »