Sameining sjómannafélaga á lokametrunum

Kjarasamningar sjómanna verða lausir í desember 2019, en eftir erfiðar …
Kjarasamningar sjómanna verða lausir í desember 2019, en eftir erfiðar viðræður og um tíu vikna verkfall voru samningar undirritaðir í febrúar 2017. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Þing Sjómannasambands Íslands í vikunni var haldið í skugga viðræðna fimm af stærstu sjómannafélögum landsins um sameiningu í eitt stórt stéttarfélag sjómanna. Verði af slíkri sameiningu er úrsögn þriggja félaga úr Sjómannasambandinu ráðgerð, en í lögum SSÍ segir að sambandið sé heildarsamtök sjómanna í landinu. Þeir sem standa fyrir viðræðunum telja að með sameiningu verði til sterkt afl í viðræðum við útgerðina og öðrum hagsmunamálum sjómanna.

Félögin sem eiga nú í viðræðum um sameiningu eru Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Sjómannafélag Hafnarfjarðar og Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum. Þegar greint var frá viðræðunum í vikubyrjun var sagt að mögulega yrðu félögin enn fleiri. Sjómannafélag Ólafsfjarðar stendur utan þessara viðræðna, en síðan eru mörg blönduð félög innan SSÍ með bæði sjómenn og verkafólk í landi innan sinna vébanda.

Um viðræðurnar sagði m.a. svo á heimasíðu Sjómannafélags Íslands í vikunni: „Markmið sameiningar er að búa til stórt og öflugt félag til að standa að baki sjómönnum þessa lands. Með þessu móti getum við sameinað krafta okkar og þannig skapað grundvöll til að setja gríðarlega innspýtingu í allt okkar starf, ekki síst þær kjarasamningsviðræður sem fram undan eru.“

„Umræðan er ekki ný, en núna er landslagið þannig að …
„Umræðan er ekki ný, en núna er landslagið þannig að þetta getur orðið að veruleika,“ segir Bergur. Ljósmynd/Borgar Björgvinsson

Frágengið fyrir áramót

Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, segir að viðræðurnar séu á lokametrunum og á von á að sameining verði samþykkt á aðalfundum félaganna fyrir áramót. „Umræðan er ekki ný, en núna er landslagið þannig að þetta getur orðið að veruleika,“ segir Bergur. Hann segir að rætt sé um að fá nýtt blóð til forystu og þá helst starfandi sjómann til formennsku, en ekki einn af núverandi formönnum félaganna fimm.

Kjarasamningar sjómanna verða lausir í desember 2019, en eftir erfiðar viðræður og um tíu vikna verkfall voru samningar undirritaðir í febrúar 2017. Fjórir aðilar stóðu að þeim samningum fyrir hönd sjómanna: Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands, Vélstjóra- og sjómannafélag Grindavíkur, sem tekið hafði umboðið heim, og Verkalýðsfélag Vestfirðinga.

Samkvæmt lögum Sjómannasambands Íslands er úrsögn félags úr sambandinu því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt með 2/3 atkvæða að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu. Atkvæðagreiðslan skuli fara fram ef tillaga þar um hefur verið samþykkt á lögmætum félagsfundi.

Flest sjómannafélög halda aðalfundi sína milli jóla og nýárs. Í tengslum við þá fundi er líklegt að kosið verði um úrsögn úr SSÍ og Alþýðusambandi Íslands og síðan um sameiningu félaganna.

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Stór félög utan sambandsins

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hefur leitt viðræður félaganna fimm um sameiningu. Félagið hefur vaxið síðustu ár og aðild að félaginu eiga nú yfir 500 sjómenn og farmenn á flutningaskipum, fiskiskipum, rannsóknaskipum, varðskipum og ferjum.

Á heimasíðu félagsins er upphaf þess rakið aftur til ársins 1915 er Hásetafélag Reykjavíkur var stofnað. Í ársbyrjun 1920 var nafni félagsins breytt í Sjómannafélag Reykjavíkur og er leið á öldina voru farmenn stærsti hluti félaga. Félagið varð landsfélag 2007 er það sameinaðist Matsveinafélagi Íslands og nafninu var þá breytt í Sjómannafélag Íslands. Félagið hefur ekki verið aðili að Sjómannasambandinu.

Vélstjóra- og sjómannafélag Grindavíkur var lengi vel stærsta félagið innan Sjómannasambandsins og eru félagsmenn þess einnig yfir 500. Úrsögn félagsins úr sambandinu og ASÍ var samþykkt um síðustu áramót. Í allsherjaratkvæðagreiðslu innan félagsins voru 541 á kjörskrá og af þeim greiddu 114 atkvæði um úrsögn eða 21%. Af þeim sem tóku afstöðu samþykktu 107 úrsögn eða 94% þeirra sem greiddu atkvæði, þrír greiddu atkvæði gegn úrsögn og fjórir seðlar voru auðir eða ógildir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 6.259 kg
Ýsa 323 kg
Keila 178 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 6.771 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 6.259 kg
Ýsa 323 kg
Keila 178 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 6.771 kg

Skoða allar landanir »