„Lögfræðilegt stórslys“

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra eftir að hann kynnti frumvarpið fyrir …
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra eftir að hann kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórn á mánudag. Það var samþykkt án mótatkvæða þá um kvöldið. mbl.is/​Hari

Jón Þór Ólason, formaður Stang­veiðifé­lags Reykja­vík­ur og lektor við laga­deild Há­skóla Íslands, sagði at­b­urði liðinn­ar viku lög­fræðilega séð vera stór­slys í viðtalsþætt­in­um Þing­vell­ir á K100 í morg­un. Jón var gest­ur þátt­ar­ins ásamt Sif Kon­ráðsdótt­ur, lög­manni og fyrr­ver­andi aðstoðar­manni um­hverf­is­ráðherra, og þau ræddu um fisk­eld­is­mál­in við Björt Ólafs­dótt­ur, þátta­stjórn­anda og fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráðherra.

Farið var um víðan völl og voru um­hverf­is­vernd­ar­sjón­ar­mið Jóni Þór og Sif of­ar­lega í huga. Þá var þeim einnig tíðrætt um alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar ís­lenska rík­is­ins og nefndu í því sam­hengi þriðju stoð Árós­ar­samn­ings­ins, sem á að tryggja al­menn­ingi aðgang að rétt­látri málsmeðferð í um­hverf­is­mál­um, en eins og víða hef­ur komið fram var frum­varp Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um breyt­ingu á lög­um um fisk­eldi af­greitt með sér­stak­lega hröðum hætti á tólfta tím­an­um á mánu­dags­kvöld.

Gagn­rýndu stjórn­sýsl­una

Jón Þór og Sif gagn­rýndu bæði alla málsmeðferð og sagði Sif m.a.: „Það sem vek­ur ugg hjá mér er það að ekki bara þing­menn­irn­ir, ekki bara ráðherr­arn­ir, held­ur líka sér­fræðing­arn­ir og stofn­an­irn­ar, grafa und­an [úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála]. Grafa und­an henn­ar sjálf­stæði, og því að hún sé óháður aðili. Ef þú mynd­ir setja dóm­stól í stað nefnd­ar­inn­ar, sæir þú ís­lenskt sam­fé­lag tala svona um dóma héraðsdóm­stóla eða Lands­rétt­ar? Nei. Al­var­leg­ast þykir mér að horfa á hvernig stjórn­sýslu­stofn­an­irn­ar, skipu­lags­stofn­un og um­hverf­is­stofn­un, grafa líka und­an þess­ari nefnd [með því að segja] þú hef­ur ekki rétt fyr­ir þér.“

Jón Þór Ólason, formaður SVFR, var í viðtali á K100 …
Jón Þór Ólason, formaður SVFR, var í viðtali á K100 í morg­un.

Jón Þór tók við bolt­an­um af Sif og sagði: „Lög­fræðilega séð þá er þetta stór­slys.“ Hann sagðist einnig telja ástæðuna fyr­ir því að málið var af­greitt með svo ógn­ar­hröðum hætti að ekki hefði verið unnt að rétt­læta þessa laga­breyt­ingu ef al­menn­ing­ur og um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök hefðu haft tæki­færi til að segja sitt um málið. 

Nátt­úr­an á ekki séns á Alþingi 

Sif Konráðsdóttir, gagnrýndi stjórnsýsluna, í Þingvöllum í morgun.
Sif Kon­ráðsdótt­ir, gagn­rýndi stjórn­sýsl­una, í Þing­völl­um í morg­un.

Sif gagn­rýndi einnig Um­hverf­is­stofn­un harðlega og sagði á ein­um tíma­punkti að Um­hverf­is­stofn­un yrði að skilja að henni bæri ekki skylda til að gefa út leyfi.

Þá ræddu Jón Þór og Sif einnig mun­inn á um­hverfi fyr­ir lax­eld­is­fyr­ir­tæki hér­lend­is og í Nor­egi og bentu á að gjöld væru mun hærri í Nor­egi, og eft­ir­lit mikl­um mun meira.  

Jón Þór gagn­rýndi að síðustu Vinstri græna sér­stak­lega, sem hann sagði að hefðu bar­ist fyr­ir því að Árós­ar­samn­ing­ur­inn yrði full­gilt­ur, og benti á að flokks­menn VG hefðu ekki reynt að minnsta kosti að tryggja fleiri daga við meðferð máls­ins. „Nátt­úr­an á ekki séns á Alþingi,“ sagði Jón Þór.

Björt bauð þing­mönn­um frá Vinstri græn­um að koma í þátt­inn en þeir komust ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 560,93 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 444,31 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 231,48 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 263,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 227,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.378 kg
Þorskur 86 kg
Rauðmagi 27 kg
Skarkoli 1 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 1.493 kg
2.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Keila 453 kg
Þorskur 220 kg
Ýsa 171 kg
Hlýri 62 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 2 kg
Samtals 916 kg
2.4.25 Fengsæll HU 56 Grásleppunet
Grásleppa 541 kg
Þorskur 188 kg
Skarkoli 14 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 744 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 560,93 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 444,31 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 231,48 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 263,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 227,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.378 kg
Þorskur 86 kg
Rauðmagi 27 kg
Skarkoli 1 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 1.493 kg
2.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Keila 453 kg
Þorskur 220 kg
Ýsa 171 kg
Hlýri 62 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 2 kg
Samtals 916 kg
2.4.25 Fengsæll HU 56 Grásleppunet
Grásleppa 541 kg
Þorskur 188 kg
Skarkoli 14 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 744 kg

Skoða allar landanir »