Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

Fiskistofa veitti Löxum fiskeldi ehf. rekstrarleyfi þann 15. mars 2012, …
Fiskistofa veitti Löxum fiskeldi ehf. rekstrarleyfi þann 15. mars 2012, til reksturs sjókvíaeldis á laxi í Reyðarfirði. mbl.is/Golli

Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Krefst stefnandi þess að ógilt verði með dómi rekstrarleyfi sem Fiskistofa veitti Löxum fiskeldi ehf. 15. mars 2012 til reksturs sjókvíaeldis á laxi í Reyðarfirði.

Upphaflega fóru Matvælastofnun og Laxar fiskeldi ehf. fram á að málinu yrði vísað frá. Í samtali við blaðamann segir Konráð Jónsson, lögmaður Náttúruverndar 2, að frávísunarkrafan hafi byggst á að ekki væri hægt að sýna fram á lögvarða hagsmuni, en að þeirri kröfu hafi verið hrundið.

Deilt um rekstrarleyfi

Hann segir málið „byggjast meðal annars á því að þessi starfsemi sem slík brjóti gegn náttúruverndarlögum, en svo snýr þetta einnig að málsmeðferðinni, sem sagt að rekstrarleyfið hafi runnið út“. Þá kemur fram í stefnu málsóknarfélagsins að það telji að rekstrarleyfið sem var veitt 2012 væri samkvæmt þágildandi lögum skilyrt við að rekstur yrði hafinn innan tveggja ára. Einnig kemur fram að Matvælastofnun var heimilt að lengja þann frest um eitt ár sem myndi þýða að rekstrarleyfið ætti að hafa runnið út árið 2015.

Í greinargerð Laxa fiskeldis ehf. segir hins vegar að þegar fyrirtækið afhenti Skipulagsstofnun greinargerð árið 2011 vegna fyrirhugaðs fiskeldis hafi komið fram að fyrirætlanir fyrirtækisins hafi ávallt miðað við að „framleiðsla yrði komin á fullan skrið á árinu 2018“.

Einnig segir að Fiskistofu hafi verið kunnugt um þetta þar sem stofnuninni hafi verið veittar allar upplýsingar þegar hún veitti umsögn um matsskyldu verksins ásamt því að rekstrarleyfið hafi verið veitt til tíu ára. Í stefnu Náttúruverndar 2 er talið að framkvæmdir og rekstur hefðu átt að fara í umhverfismat, en fram kemur í greinargerð Matvælastofnunar að Skipulagsstofnun hafi árið 2011 ekki talið slíkt mat nauðsynlegt fyrir fyrirhugað 6 þúsund tonna laxeldi í Reyðarfirði. Vísaði Skipulagsstofnun til umhverfismats sem var gert árið 2002 vegna fiskeldis Samherja hf. í Reyðarfirði.

Á þetta fallast málshefjendur ekki og segja það mat að miklu leyti úrelt þar sem fram hafa komið nýjar rannsóknir sem sýna hættu sem fylgir sjókvíaeldi og áhrifum strokfiska á stofna villtra laxa. Bent er á að Norðmenn telji að einn eldislax sleppi fyrir hvert tonn sem framleitt er og er vísað til erlendra rannsókna sem málshefjendur segja sýna mikla hættu.

Fjallað er ítarlegar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.225 kg
Samtals 1.225 kg
22.11.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Ufsi 673 kg
Þorskur 57 kg
Samtals 730 kg
22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.225 kg
Samtals 1.225 kg
22.11.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Ufsi 673 kg
Þorskur 57 kg
Samtals 730 kg
22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »

Loka