Hyggst láta af störfum formanns

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili, í desember 2019. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“.

Í grein sem Jónas ritar í Morgunblaðið í dag segir hann Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sjómann á Engey RE sem boðað hefur framboð til formanns félagsins, hafa gefið honum og félögum hans þessar einkunnir.

„Alvarleg ásökun“

„Ég fagna áhuga hennar og dáist að einbeittum vilja. Hún, kannski skiljanlega, færir í stílinn til þess að vekja áhuga fjölmiðla. Það er hluti leiksins,“ segir Jónas.

„En ásakanir um valdagræðgi eru vondar en jafnvel vont versnar. Heiðveig María segir að við viljum losa okkur við hana með „klækjum og fantaskap“. Heiðveig María segir að forysta SÍ hafi falsað fundargerðir til þess að koma í veg fyrir framboð hennar. Það er alvarleg ásökun sem við hvorki getum né munum sitja undir.“

Bendir hann á að í viðtali við Vísi 2. október hafi Heiðveig María kvaðst hafa sent spurningar um framboð, kjörgengi, lista yfir félaga og ársreikninga til Sjómannafélagsins 24. maí, en „ekki verið virt svars“, og bætt við að hún eigi í höggi við mafíu.

„Af þessu tilefni er rétt að upplýsa að Heiðveig María kom til fundar við Berg Þorkelsson, gjaldkera félagsins, tveimur dögum eftir að hún hafði sent spurningar sínar. Hinn 26. maí leitaðist Bergur við að svara spurningum hennar á skrifstofu Sjómannafélags Íslands,“ segir Jónas.

Jónas bendir á að hugmyndin sé að fá nýtt blóð …
Jónas bendir á að hugmyndin sé að fá nýtt blóð til forystu. mbl.is/Eggert

Geti vart talist til valdagræðgi

Þá bendir hann á að í öðru viðtali við Vísi 11. október hafi Heiðveig María sakað Jónas og hans félaga um að kynna „[...] klikkaðar tilraunir um sameiningu. Sem sé ekki sameining heldur stofnun nýs félags.“

„Heiðveig María á ekki orð til þess að lýsa „aðförunum gegn sér“. Af þessu tilefni er rétt að upplýsa að Heiðveig María hafði þremur dögum áður í færslu á Facebook eignað sjálfri sér hugmynd að sameiningu SÍ við sjómenn við Eyjafjörð, í Eyjum og Grindavík: „Ég viðraði þessa hugmynd við formenn nokkurra sjómannafélaga í seinasta verkfalli og það gleður hjarta mitt að sjá að ég hafi ekki talað fyrir daufum eyrum heldur að menn hafi tekið til við að skoða málið og sett það í farveg sem er í dag að skila árangri,“ hefur Jónas eftir Heiðveigu og bætir við: „Já, sæl.“

Jónas bendir enn fremur á að hugmyndin sé að fá nýtt blóð til forystu og þá helst starfandi sjómann en ekki einn af núverandi formönnum félaganna fimm, eins og Bergur Þorkelsson, gjaldkeri félagsins, hafi þegar upplýst í samtali við Morgunblaðið.

„Vart getur þetta talist til valdagræðgi núverandi forystu félaganna sem eiga í viðræðum um sameiningu.“

Uppfært 14.13:

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.11.24 486,61 kr/kg
Þorskur, slægður 3.11.24 582,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.11.24 308,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.11.24 317,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.11.24 239,71 kr/kg
Ufsi, slægður 3.11.24 283,32 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 3.11.24 364,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 367 kg
Þorskur 311 kg
Ýsa 107 kg
Keila 100 kg
Karfi 18 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 907 kg
2.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 8.088 kg
Skarkoli 7.293 kg
Þorskur 1.889 kg
Steinbítur 217 kg
Sandkoli 72 kg
Samtals 17.559 kg
2.11.24 Björn EA 220 Þorskfisknet
Ufsi 3.925 kg
Karfi 285 kg
Þorskur 250 kg
Samtals 4.460 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.11.24 486,61 kr/kg
Þorskur, slægður 3.11.24 582,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.11.24 308,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.11.24 317,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.11.24 239,71 kr/kg
Ufsi, slægður 3.11.24 283,32 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 3.11.24 364,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 367 kg
Þorskur 311 kg
Ýsa 107 kg
Keila 100 kg
Karfi 18 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 907 kg
2.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 8.088 kg
Skarkoli 7.293 kg
Þorskur 1.889 kg
Steinbítur 217 kg
Sandkoli 72 kg
Samtals 17.559 kg
2.11.24 Björn EA 220 Þorskfisknet
Ufsi 3.925 kg
Karfi 285 kg
Þorskur 250 kg
Samtals 4.460 kg

Skoða allar landanir »