Repja knýi allan flotann

Verðlaun. Frá vinstri: Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, Sandra Rán Ásgrímsdóttir …
Verðlaun. Frá vinstri: Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, Sandra Rán Ásgrímsdóttir Mannviti, Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Jón Bernódusson Samgöngustofu og Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar.

Skinney-Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku.

Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að fyrirtækið hafi haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt og sýnt frumkvæði með nýjum verkefnum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, til dæmis með rafvæðingu fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess og með tilraun til að framleiða nýja orkugjafa á skip félagsins.

Skinney-Þinganes á og rekur eitt stærsta kúabú landsins í Flatey á Mýrum, nokkuð fyrir vestan Hornafjörð. Á ökrum þar er ræktuð repja sem er góð fyrir kýrnar, búið sjálft og útgerðina. Repjan nýtist á búinu en Skinney mun einnig nýta hana til að hefja framleiðslu á umhverfisvænni skipaolíu. Er framleiðsla á henni nú að hefjast.

„Repjan er mjög áhugavert verkefni. Við höfum nægt landrými í Flatey og þann möguleika að geta nýtt afurðir repjunnar ýmist sem orkugjafa fyrir skipin okkar eða fóður fyrir kýrnar,“ segir Hjalti Vignisson, framkvæmdastjóri sölumála hjá Skinney-Þinganesi.

Ásgrímur Halldórsson er annað tveggja uppsjávarskipa Skinneyjar-Þinganess.
Ásgrímur Halldórsson er annað tveggja uppsjávarskipa Skinneyjar-Þinganess. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Krafturinn á við olíu

Repjuverkefnið er unnið í samstarfi við Samgöngustofu og verkfræðistofuna Mannvit. Repjuolíu má nota sem íblöndunarefni á allar olíuvélar. Krafturinn er sá sami og úr jarðefnaolíu. Útblásturinn sem verður til við brennsluna er hins vegar hreinni og loftslagið græðir.

Á landsvísu hefur tekist hefur að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til sjávarútvegs. Hefur notkun minnkað um 43% frá 1990 með fjárfestingu í nýjum skipum og tækni. Með því að nýta repjuolíu getur staðan orðið enn betri. Þeir bjartsýnustu telja að hægt væri að rækta næga repju á Íslandi til að framleiða olíu til að knýja allan fiskiskipaflotann.

Litfagur repjuakur.
Litfagur repjuakur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Fjósið gangi fyrir mykju

Stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess tók við verðlaununum ásamt Jóni Bernódussyni frá Samgöngustofu og Söndru Rán Ásgrímsdóttur frá Mannviti, en þau áttu frumkvæði að verkefninu.

„Það hefur verið sérstaklega gott samstarf á milli okkar, Samgöngustofu og Mannvits í þessu verkefni og eiga þau mikið hrós skilið fyrir sína aðkomu. Í raun og veru má segja að við höfum fengið að stökkva upp á vagninn þegar þau voru búin að koma honum á ferðina,“ sagði Gunnar sem nefndi enn fremur að til skoðunar væri í Flatey að framleiða þar rafmagn úr metani frá kúamykjunni.

Repjan er orkugjafi, segir Hjalti Þór Vignisson.
Repjan er orkugjafi, segir Hjalti Þór Vignisson. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 566,43 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 375,58 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,13 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 391,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 4.724 kg
Þorskur 322 kg
Samtals 5.046 kg
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 13 kg
Samtals 13 kg
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.596 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.624 kg
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Skrápflúra 865 kg
Ýsa 704 kg
Þorskur 471 kg
Sandkoli 216 kg
Skarkoli 126 kg
Steinbítur 76 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.462 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 566,43 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 375,58 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,13 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 391,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 4.724 kg
Þorskur 322 kg
Samtals 5.046 kg
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 13 kg
Samtals 13 kg
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.596 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.624 kg
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Skrápflúra 865 kg
Ýsa 704 kg
Þorskur 471 kg
Sandkoli 216 kg
Skarkoli 126 kg
Steinbítur 76 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.462 kg

Skoða allar landanir »