Helgi Bjarnason
Laxeldisfyrirtækin hafa sótt um bráðabirgðaleyfi til viðkomandi ráðuneyta til að stunda áfram laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði, þrátt fyrir ógildingu úrskurðarnefndar á leyfunum. Jafnframt vinna þau að úrbótum á umhverfismati og undirbúa það að bera úrskurði úrskurðarnefndarinnar undir dómstóla.
Stjórnarfrumvarp um heimild til sjávarútvegsráðherra að gefa út rekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða, þegar brýna nauðsyn ber til, var samþykkt á Alþingi þriðjudaginn 9. október. Frumvarpið snerist um að veita ráðherra sambærilega heimild varðandi rekstrarleyfi og umhverfisráðherra hefur til að veita tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi.
Arnarlax (móðurfélag Fjarðalax) og Arctic Fish (móðurfélag Arctic Sea Farm) sóttu um undanþáguleyfi til beggja ráðuneytanna strax daginn eftir að frumvarpið var samþykkt. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir að ekki hafi þótt ástæða til að sækja fyrr um undanþágu til umhverfisráðherra því bæði leyfin séu nauðsynleg til þess að hægt sé að halda starfseminni áfram. Fyrirtækin hefðu ekki verið betur sett með annað leyfið ef hitt vantaði. Vonast Sigurður til að leyfin fáist sem fyrst.
Ítarlegri umfjöllun um málið má lesa í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 566,43 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 375,58 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,13 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 391,91 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 4.724 kg |
Þorskur | 322 kg |
Samtals | 5.046 kg |
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra | |
---|---|
Þorskur - Noregi | 13 kg |
Samtals | 13 kg |
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.596 kg |
Ýsa | 28 kg |
Samtals | 1.624 kg |
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót | |
---|---|
Skrápflúra | 865 kg |
Ýsa | 704 kg |
Þorskur | 471 kg |
Sandkoli | 216 kg |
Skarkoli | 126 kg |
Steinbítur | 76 kg |
Þykkvalúra | 4 kg |
Samtals | 2.462 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 566,43 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 375,58 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,13 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 391,91 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 4.724 kg |
Þorskur | 322 kg |
Samtals | 5.046 kg |
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra | |
---|---|
Þorskur - Noregi | 13 kg |
Samtals | 13 kg |
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.596 kg |
Ýsa | 28 kg |
Samtals | 1.624 kg |
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót | |
---|---|
Skrápflúra | 865 kg |
Ýsa | 704 kg |
Þorskur | 471 kg |
Sandkoli | 216 kg |
Skarkoli | 126 kg |
Steinbítur | 76 kg |
Þykkvalúra | 4 kg |
Samtals | 2.462 kg |