Sameiningarviðræðum fimm sjómannafélaga, sem 200 mílur greindu frá fyrr í mánuðinum, hefur verið slitið. Þetta staðfestir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.
„Við hefðum aldrei farið í sameiningu nema öll fimm félögin væru saman í þessu,“ segir Einar, en auk SVG er um að ræða Sjómannafélag Íslands, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Sjómannafélag Hafnarfjarðar og Sjómannafélagið Jötun.
„Ég held við verðum bara að leyfa þessu máli innan Sjómannafélags Íslands að klárast áður en við tökum ákvörðun um framhaldið,“ segir hann og bætir við að hann ætli sér ekki að skipta sér af formannskjöri í öðru félagi.
Samræður félaganna segir hann hafa hafist skömmu eftir áramót, en formlegar viðræður með fundum hafi byrjað nú í haust. Sameining félaganna var enda sögð á lokametrunum í síðustu viku.
„Þetta gekk ágætlega þangað til þetta mál kom upp og nú er bara að bíða átekta og leyfa því að ganga yfir. Þetta er búið í bili.“
Einar vísar þar til deilna á milli stjórnar Sjómannafélags Íslands annars vegar og Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hins vegar, en hún hefur tilkynnt framboð til formanns félagsins.
Heiðveig sagði vinnubrögð stjórnar félagsins óboðleg með öllu í samtali við 200 mílur í gær. Finnur hún að lagabreytingum sem fram komu á vef félagsins um síðustu mánaðamót og segir hún að þær virðist að mestu leyti ekki eiga sér stoð í fundargerðum eða öðrum lögum félagsins.
Þar áður hafði stjórn Sjómannafélagsins lýst því yfir að hún harmaði ásakanir Heiðveigar í sinn garð, auk þess sem Jónas Garðarsson, formaður félagsins upplýsti í aðsendri grein í Morgunblaðinu að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 585,36 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 698,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 468,39 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 280,78 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,20 kr/kg |
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 12.752 kg |
Ýsa | 840 kg |
Keila | 84 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Langa | 14 kg |
Samtals | 13.705 kg |
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.537 kg |
Ýsa | 3.288 kg |
Langa | 366 kg |
Steinbítur | 327 kg |
Keila | 113 kg |
Karfi | 26 kg |
Hlýri | 22 kg |
Samtals | 12.679 kg |
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.015 kg |
Þorskur | 729 kg |
Ýsa | 278 kg |
Steinbítur | 154 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 4 kg |
Samtals | 2.224 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 585,36 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 698,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 468,39 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 280,78 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,20 kr/kg |
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 12.752 kg |
Ýsa | 840 kg |
Keila | 84 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Langa | 14 kg |
Samtals | 13.705 kg |
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.537 kg |
Ýsa | 3.288 kg |
Langa | 366 kg |
Steinbítur | 327 kg |
Keila | 113 kg |
Karfi | 26 kg |
Hlýri | 22 kg |
Samtals | 12.679 kg |
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.015 kg |
Þorskur | 729 kg |
Ýsa | 278 kg |
Steinbítur | 154 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 4 kg |
Samtals | 2.224 kg |