Tvær loðnuvertíðir gætu verið í uppnámi

Loðnan tekin um borð í skip. Nýliðun í stofninum hefur …
Loðnan tekin um borð í skip. Nýliðun í stofninum hefur yfirleitt verið slök síðustu fimmtán ár. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þrátt fyrir að loðnuleiðangur í síðasta mánuði hafi verið umfangsmeiri heldur en í áratugi var niðurstaðan sú að lítið fannst af loðnu. Nýliðun í stofninum hefur yfirleitt verið slök síðustu fimmtán ár, en á sama tíma hefur hitastig sjávar hækkað. Breytingar hafa orðið á útbreiðslu loðnunnar allt æviskeiðið og í auknum mæli er hún farin að hrygna fyrir norðan land. Hvaða áhrif það hefur á ungviði loðnunnar er ekki vitað, en unnið er að rannsóknum á áhrifum breyttrar hrygningar.

Eins og staðan er núna verður ekki gefinn út loðnukvóti fyrir vertíðina, sem annars hefði átt að byrja í janúar. Því til viðbótar fannst lítið af ungloðnu, sem þýðir að óvissa er um vertíðina í byrjun árs 2020.

„Í leiðangrinum í september var bæði farið norður og suður úr dreifingu loðnunnar, við Grænland var nánast farið upp í harða land og einnig langt austur á bóginn. Sannast sagna veit ég ekki hvar við ættum að leita ef ekki á þessu svæði,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsóknastofnunar. Í skýrslu um leiðangurinn segir að almennt hafi fundist lítið af loðnu á leitarsvæðinu og engin loðna austanvert í Íslandshafi eða við Jan Mayen. Talið er að tekist hafi að fara yfir þekkt útbreiðslusvæði stofnsins.

Spurður hvort það kæmi honum á óvart ef loðna gysi upp fyrir norðan land í janúar segir Þorsteinn að í leiðangrinum í haust hafi fundist 238 þúsund tonn af loðnu úr veiðistofni, sem komi þá til hrygningar í vetur. Vistkerfið fái því einhverja innspýtingu, en hann segist telja allar líkur á að hrygningarstofninn verði undir varúðarmörkum eða 150 þúsund tonnum.

Fátt sem kemur á óvart

„Annars er það orðið fátt, sem kemur okkur orðið á óvart þegar kemur að loðnunni, en við byggjum okkar ráðgjöf á þeim mælingum sem við teljum áreiðanlegastar hverju sinni,“ segir Þorsteinn. „Haustið 2015 mældum við mjög lítið af ungloðnu og þess vegna var viðbúið að lítið fyndist af fullorðinni loðnu ári síðar. Þegar kom fram yfir áramótin 2017 fannst hins vegar talsvert af loðnu og úr varð vertíð.“

Þorsteinn segir aðspurður að hann telji ekki að gengið hafi verið of nærri stofninum með veiðum. Með nýrri aflareglu hafi meiri varfærni verið gætt síðustu ár heldur en áður og meira hefði verið veitt ef eldri aflaregla væri enn notuð.

Greinin í heild birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 469,84 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 397,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 367,07 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 230,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 606 kg
Þorskur 349 kg
Karfi 264 kg
Samtals 1.219 kg
22.7.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 93 kg
Samtals 93 kg
22.7.24 Áki Í Brekku SU 760 Handfæri
Þorskur 3.342 kg
Ufsi 1.247 kg
Keila 74 kg
Karfi 29 kg
Langa 29 kg
Samtals 4.721 kg
22.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Steinbítur 5 kg
Samtals 5 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 469,84 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 397,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 367,07 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 230,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 606 kg
Þorskur 349 kg
Karfi 264 kg
Samtals 1.219 kg
22.7.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 93 kg
Samtals 93 kg
22.7.24 Áki Í Brekku SU 760 Handfæri
Þorskur 3.342 kg
Ufsi 1.247 kg
Keila 74 kg
Karfi 29 kg
Langa 29 kg
Samtals 4.721 kg
22.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Steinbítur 5 kg
Samtals 5 kg

Skoða allar landanir »