Vill sjá meiri samvinnu Hafró og útgerða

„Auðvitað eigum við að vinna saman. Mér þykir mun skynsamlegra …
„Auðvitað eigum við að vinna saman. Mér þykir mun skynsamlegra að hjá Hafró sé virkur samráðsvettvangur,“ segir Binni.

„Öðru fremur hefur það verið pólitíkin og þessi pólitíski rétttrúnaður um það að aldrei megi leita að neinu úr smiðju útvegsmanna, sem hefur verið til skaða,“ segir Binni í Vinnslustöðinni.

200 mílur tóku hann tali í vikunni vegna fyrirhugaðrar loðnuleitar, en enginn kvóti hefur verið gefinn út fyrir loðnuvertíðina eftir að ekki fannst nægt magn af loðnu í loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar.

„Útgerðirnar hafa talað sig saman og við munum fara yfir það með Hafró hvernig þessu verður háttað. Við verðum að kanna rækilega hvernig við stöndum að loðnuleitinni, líkt og við höfum áður gert. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við 200 mílur.

Útgerðirnar munu skipa hóp sem vinna á í samvinnu við Hafró við að fara yfir hvernig best verði staðið að leitinni.

„Taka þarf tillit til veðurs, hafíss og annarra þátta til að finna út hvaða tími er líklegastur til árangurs. Það er meðal þess sem við ræðum við Hafró,“ segir Binni og bendir á að undanfarin ár hafi útgerðirnar farið í leitir með stofnuninni.

„Þetta er fyrirmyndarsamvinna. Við höfum átt mjög gott og ánægjulegt samstarf við Hafró um leitirnar.“

Lýsir það ástandi eins og best verður á kosið, að útgerðir neyðist til að taka þátt í aðgerðum stofnunar vegna fjárskorts hjá hinu opinbera?

„Nei, það er ekki svo, auðvitað viljum við sjá ríkið verja meiri fjármunum til hafrannsókna, en í rauninni held ég að ekki væri skynsamlegt af Hafró að gera út heilan flota skipa til rannsókna. Útgerðirnar eiga auðvitað sjálfar fjölda skipa og það má gera hlutina miklu einfaldari og skilvirkari með samvinnu einkaaðila og opinberra aðila,“ segir Binni.

Binni segir það skjóta skökku við að útgerðir greiði há …
Binni segir það skjóta skökku við að útgerðir greiði há veiðigjöld til viðbótar við hefðbundna skatta, á sama tíma og ríkið geri stundum lítið til að halda verðmætasköpuninni við. mbl.is/Sigurður Bogi

Með tæki í rekstri allt árið

„Svo má benda á að eitt af þeim skipum sem nýlega hafa komið til landsins, Aðalsteinn Jónsson, áður Libas, var hannað með það í huga að taka þátt í rannsóknarleiðöngrum með Hafrannsóknastofnun Noregs og var nýtt sem slíkt ásamt veiðum. Ef menn hugsa fyrir slíku strax á smíðatíma skipa má breyta fyrirkomulaginu við fiskileit og rannsóknir að hluta.

Ég er ekki sannfærður um að rétta leiðin sé að ríkið eigi og reki hafrannsóknir alveg á eigin forsendum. Skynsamlegra og hagkvæmara væri að gera þetta í samvinnu við atvinnugreinina sem er með öll tæki og útbúnað í rekstri allt árið.“

Skipstjórar og sjómenn hafi þá yfirgripsmikla þekkingu á hegðun loðnu sem kæmi þarna að góðum notum.

„Ef fiskifræðingar eru svo um borð með áhöfninni er það mjög líklegt til árangurs, frekar en að hver sé að vinna í sínu horni. Þetta á ekki að vera „við“ og „þið“.“

Binni bendir í þessu samhengi á togararöll, þar sem rannsökuð er staða botnfisktegunda. Þá hafa farið tveir eða þrír togarar út ásamt eigin skipum stofnunarinnar.

„Á togurunum er líka unnið að hafrannsóknum þar sem fiskifræðingar eru um borð til að meta aflann. Það leiðir til miklu hagkvæmari niðurstöðu fyrir alla aðila. Mælingarnar eru öruggari og fyrirkomulagið hefur í för með sér mikinn sparnað fyrir ríkið.“

Auðvitað viljum við sjá ríkið verja meiri fjármunum til hafrannsókna, …
Auðvitað viljum við sjá ríkið verja meiri fjármunum til hafrannsókna, segir Binni. mbl.is/Ófeigur

Tvær milljónir fyrir milljarða

Binni segir það skjóta skökku við að útgerðir greiði há veiðigjöld til viðbótar við hefðbundna skatta, á sama tíma og ríkið geri stundum lítið til að halda verðmætasköpuninni við. Rifjar hann upp þegar tveimur loðnuleiðöngrum lauk og lítið sem ekkert hafði fundist af fiski í ráðherratíð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

„Enginn kvóti hafði verið gefinn út og því vildu útgerðirnar leggja í þriðja leiðangurinn. Vitað var að hann myndi kosta þrjátíu til fjörutíu milljónir og var ráðherrann reiðubúinn að leggja fram tvær milljónir frá ríkinu! Nú, leiðangurinn var farinn og útgerðirnar borguðu það sem upp á vantaði.“

Í leiðangrinum fannst talsvert af loðnu og í framhaldinu var gefinn út kvóti sem síðar meir átti eftir að gefa ríkissjóði á bilinu sex til níu milljarða króna í formi skatta, þar með talinna veiðigjalda, að sögn Binna.

„Þarna var Þorgerður ráðherra ekki betur að sér um hlutina en svo að hún var aðeins reiðubúin að veðja tveimur milljónum á að ríkið fengi þarna í sinn hlut sex til níu milljarða króna! Það sýnir ekkert annað en þekkingarskort á því hvernig hagsmunir útgerðar, sjómanna, ríkis og um leið þjóðarinnar allrar fara saman. Þetta gengur ekki upp.“

Binni bendir á umræðu og gagnrýni þess efnis að útgerðarmenn eða aðrir hagsmunaaðilar eigi helst hvergi að koma að, þegar um málefni þeirra er vélað í stjórnkerfinu.

„Auðvitað eigum við að vinna saman. Mér þykir mun skynsamlegra að hjá Hafró sé virkur samráðsvettvangur, eins og reynst hefur vel hingað til. Samstarf starfsmanna Hafrannsóknastofnunar annars vegar og útvegsmanna hins vegar hefur verið mjög gott,“ segir hann.

„Öðru fremur hefur það verið pólitíkin og þessi pólitíski rétttrúnaður um það að aldrei megi leita að neinu úr smiðju útvegsmanna, sem hefur verið til skaða. Hugsunin er þá sú að útgerðirnar séu óvinur númer eitt, og að ef þær fái kvóta græði þær svo mikið að betur sé heima setið en af stað farið, eins og í tilfelli loðnuleitarinnar sem ég lýsti áður. Þetta lýsir mikilli vanþekkingu, eins og dæmin sanna.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 581,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 375,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 29.371 kg
Samtals 29.371 kg
12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 581,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 375,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 29.371 kg
Samtals 29.371 kg
12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Loka