Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að útreikningur veiðigjalds og …
Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að útreikningur veiðigjalds og álagning verði færð til Ríkisskattstjóra. mbl.is/Ófeigur

Um tveir tugir umsagna hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjónarmið um efni frumvarpsins.

Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að útreikningur veiðigjalds og álagning verði færð til Ríkisskattstjóra. Ákvörðun veiðigjalds verði byggð á ársgömlum gögnum um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja í stað um tveggja ára líkt og verið hefur.

Það er mat ríkisskattstjóra að sú einföldun á útreikningi veiðigjalds sem frumvarpið gerir ráð fyrir sé til verulegra bóta og einföldunin líkleg til að spara vinnu og auka gagnsæi, segir í umsögn embættisins. Þar kemur einnig fram að tímaramminn sem ætlaður sé til úrvinnslu gagna geti verið knappur.

Bent er á að vinna við ákvörðun og útreikning veiðigjalds muni verða töluverð og með tilheyrandi kostnaði, bæði í formi stofnkostnaðar og síðan rekstrarkostnaðar á hverju ári. „Er því nauðsynlegt miðað við þá hagsmuni sem í húfi eru að tryggt verði að verkefnið verði að fullu fjármagnað til að framkvæmd við vinnslu þessara upplýsinga og útreikning gjaldsins geti orðið með sem öruggustum hætti,“ segir í umsögninni. Þá segir að hugsanlega hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til kostnaðar við áhættugreiningu við kostnaðarmat.

Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði.
Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði.

SSÍ á móti veiðigjaldi

Í umsögn Sjómannasambands Íslands er meðal annars ítrekað að sambandið er mótfallið veiðigjaldi á útgerðina. „Þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa stutt þá pólitík að útgerðin greiði hóflegt veiðigjald er erfitt fyrir samtök sjómanna að leggjast gegn skoðun þeirra enda gert ráð fyrir því að það sé útgerðin en ekki sjómennimir sem greiði þessi gjöld til hins opinbera.

Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, segir að frumvarpið tryggi í sessi ofurskattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki og sé engan veginn hóflegt.

„Frumvarpið tekur ekki tillit til afleitrar samkeppnisstöðu minni fyrirtækja, sérstaklega á landsbyggðinni, sem bera þurfi ein ýmsan kostnað s.s. flutningsgjöld af aðföngum og afurðum, auk þess að bera sérstaka skatta opinberra aðila s.s. kolefnisgjald, olíugjald o.fl. Frumvarpið ívilnar því þeim sem hafa betri aðstöðu til að nýta ódýrari flutningaleiðir og njóta annarrar samkeppnisaðstöðu,“ segir í umsögn Skjaldar.

Ítarlegri umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 565,62 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,71 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 4.724 kg
Þorskur 322 kg
Samtals 5.046 kg
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 13 kg
Samtals 13 kg
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.596 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.624 kg
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Skrápflúra 865 kg
Ýsa 704 kg
Þorskur 471 kg
Sandkoli 216 kg
Skarkoli 126 kg
Steinbítur 76 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.462 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 565,62 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,71 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 4.724 kg
Þorskur 322 kg
Samtals 5.046 kg
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 13 kg
Samtals 13 kg
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.596 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.624 kg
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Skrápflúra 865 kg
Ýsa 704 kg
Þorskur 471 kg
Sandkoli 216 kg
Skarkoli 126 kg
Steinbítur 76 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.462 kg

Skoða allar landanir »