Áhyggjur af framtíð sléttbaks

Sléttbakurinn vakti mikla athygli í Faxaflóa í sumar. Á myndinni …
Sléttbakurinn vakti mikla athygli í Faxaflóa í sumar. Á myndinni sést haus sléttbaksins, blástursopin tvö hægra megin og grá-gulleit hrúðrin sem eru búsvæði krabbadýra, ofan á hausnum. Ljósmynd/Guðlaugur Ottesen Karlsson

Sléttbakur er talinn í bráðri útrýmingarhættu og er eina hvalategundin sem á eða hefur átt heimkynni við Ísland, sem þannig er flokkuð. Alls eru sléttbakar í heiminum aðeins taldir vera um 450 talsins og eru heimkynni þeirra að mestu við austurströnd Norður-Ameríku. Við flokkun á nýútkomnum válista spendýra fyrir Ísland var sléttbakurinn upphaflega talinn til flækinga við Ísland.

Þessi flokkun hefur nú verið endurskoðuð með það í huga að fyrr á öldum voru helstu heimkynni í kringum Ísland og dýrið hefur einnig gengið undir heitinu Íslands-sléttbakur var ákveðið að festa lögheimili hans og telja sléttbakinn með dýrum við Ísland.

Nú orðið sést sléttbakur ekki oft við landið, en einn slíkur dvaldi í nokkra daga í Faxaflóa í sumar og hafði sléttbakur þá ekki sést hér við land í fimm ár. Ferðamenn í hvalaskoðun fengu að fylgjast með ferðum og blæstri dýrsins í nokkrum ferðum í júlí í sumar og það var myndað í bak og fyrir.

Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, gerði nokkrar tilraunir til að sjá sléttbakinn í Faxaflóa, en án árangurs. Hann hafði síðan samstarf við hvalaskoðunarfyrirtækið Eldingu um að senda myndir af dýrinu til Bandaríkjanna þar sem margir hafa miklar áhyggjur af framtíð stofnsins og náið er fylgst með hverju einasta dýri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 581,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 375,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 29.371 kg
Samtals 29.371 kg
12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 581,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 375,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 29.371 kg
Samtals 29.371 kg
12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Loka