Búa nemendur undir störf við fiskeldi

Grundarfjörður. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er í forgrunni og bæjarfjallið, Kirkjufell, vakir …
Grundarfjörður. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er í forgrunni og bæjarfjallið, Kirkjufell, vakir yfir bænum. Ljósmynd/FSN

Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði býður nú upp á nám í fiskeldisfræðum á framhaldsskólastigi. Byrjað var í haust en skólameistarinn segir að fáir nemendur séu byrjaðir enda sé eftir að fá verknámshlutann samþykktan. Vonast hún til að kennsla hefjist fyrir alvöru eftir áramót.

Fjölbrautaskólinn er með framhaldsdeild á Patreksfirði og það var að áeggjan Vesturbyggðar og Arnarlax, stærsta laxeldisfyrirtækis landsins, að farið var að huga að fiskeldisbraut. Samstarf er einnig við Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað um þróun námsins en þar er annað framtíðarfiskeldissvæði. Þessir tveir skólar starfa saman að fjarkennslu ásamt fleiri minni framhaldsskólum.

Nám á fiskeldisbraut er tveggja ára nám, 120 eininga, með námslokum á öðru hæfnisþrepi. Meginmarkmið námsins er, samkvæmt upplýsingum Sólrúnar Guðjónsdóttur aðstoðarskólameistara, að undirbúa nemendur undir sérhæfð störf á sviði fiskeldis og er lögð áhersla á að þjálfa nákvæmni í vinnubrögðum, áreiðanleika og hæfni til að vinna sjálfstætt undir stjórn yfirmanns.

Að loknu námi á nemandi að geta skipulagt og forgangsraðað störfum sínum, veitt jafningjum ráðgjöf og leiðbeiningar í samvinnu við yfirmann. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari segir að skólinn muni útskrifa sérhæfða fiskeldisstarfsmenn sem geti hafið störf við eldið eða haldið áfram námi til stúdentsprófs og farið í háskólanám í fiskeldi við Háskólann á Hólum.

Hugað að fisktækninámi

Fjölbrautaskólinn er einnig að huga að fisktækninámi í samvinnu við fiskvinnslufyrirtæki á Snæfellsnesi. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari segir að nú sé að rísa glæsileg fiskverkun í Grundarfirði. Verið er að stækka fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar og á hún að verða ein fullkomnasta fiskvinnsla í Evrópu.

Verið er að byggja nýtt hús sem verður 2.430 fermetrar á fyrstu hæð og 275 fermetrar á annarri hæð en auk þess verður núverandi fiskvinnsluhúsi breytt. Hrafnhildur vonast til að samstarf takist við fyrirtækið um uppbyggingu fisktæknináms við skólann.

„Það væri draumurinn ef hægt væri að koma þessu á næsta haust. Við þurfum að mennta fólk í þessum greinum, fara að hugsa öðruvísi. Fólk hefur verið með staðlaðar hugmyndir um vinnu í fiski. Setur það í samband við erfiða vinnu og vonda lykt. Það er allt að breytast.“

Ítarlegri umfjöllun má lesa á bls. 22 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 469,84 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 397,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 367,07 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 230,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 606 kg
Þorskur 349 kg
Karfi 264 kg
Samtals 1.219 kg
22.7.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 93 kg
Samtals 93 kg
22.7.24 Áki Í Brekku SU 760 Handfæri
Þorskur 3.342 kg
Ufsi 1.247 kg
Keila 74 kg
Karfi 29 kg
Langa 29 kg
Samtals 4.721 kg
22.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Steinbítur 5 kg
Samtals 5 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 469,84 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 397,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 367,07 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 230,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 606 kg
Þorskur 349 kg
Karfi 264 kg
Samtals 1.219 kg
22.7.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 93 kg
Samtals 93 kg
22.7.24 Áki Í Brekku SU 760 Handfæri
Þorskur 3.342 kg
Ufsi 1.247 kg
Keila 74 kg
Karfi 29 kg
Langa 29 kg
Samtals 4.721 kg
22.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Steinbítur 5 kg
Samtals 5 kg

Skoða allar landanir »