Uppbyggingu lóðar á Miðbakka hafnað

Ocean Diamond, eitt þeirra leiðangursskipa sem leggjast að Miðbakka þar …
Ocean Diamond, eitt þeirra leiðangursskipa sem leggjast að Miðbakka þar sem farþegaskipti fara fram. Það siglir allt sumarið. mbl.is/Styrmir Kári

Á lóðinni Geirsgötu 11, á besta stað á Miðbakka við Gömlu höfnina Reykjavík, stendur gömul vöruskemma, að mestu ónotuð. Lóðarhafar hafa á undanförnum árum kynnt hugmyndir um niðurrif hússins og uppbyggingu á lóðinni en ekki haft erindi sem erfiði.

Á síðasta fundi stjórnar Faxaflóahafna var samþykkt, að tillögu skipulagsfulltrúa hafnarinnar, að bíða með framkvæmdir og uppbyggingu á Miðbakka þar til framkvæmdum við Austurhöfn lýkur og ljóst með hvaða hætti skipulag umferðar um Austurbakka og starfsemi á jarðhæð verði. Á því svæði sé nú mikið álag vegna byggingarframkvæmda. Þá megi einnig vænta þess að framkvæmdir hefjist norðan Mýrargötu í Vesturbugt, sem einnig kunna að hafa áhrif á umhverfi og starfsemi í Gömlu höfninni.

Í minnisblaði Halldóru Hrólfsdóttur skipulagsfulltrúa kemur fram að lóðarhafinn, sem er Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður, kenndur við Brim, nú forstjóri HB Granda, hafi fengið PKdM arkitekta til að vinna hugmyndir að uppbyggingu lóðarinnar.

Tillagan gerir ráð fyrir allt að 20 þús. fm. byggingum.
Tillagan gerir ráð fyrir allt að 20 þús. fm. byggingum. Teikning/PKdM arkitektar

Byggingar verða 1-6 hæðir

Nýr Miðbakki muni taka mið af sögulegu samhengi við gamla hafnarsvæðið, gömul pakkhús, vöruhús og fiskvinnslu. Einnig við samhengi nýrrar byggðar framúrstefnulegrar byggingarlistar og verði því órjúfanleg heild miðborgarinnar. Gert er ráð fyrir 1-6 hæða byggingum á lóðinni Geirsgötu 11. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir mjög miklu byggingarmagni á lóðinni eða allt að 14.500 fermetrum ofanjarðar (nýtingarhlutfall 3,0) og 4.805 fermetrum neðanjarðar. Lóðin Geirsgata 11 er alls 4.805 fermetrar og byggingarmagn í dag 2.573 fermetrar (nýtingarhlutfall 0,5).

Ítarlega er fjallað um málið á síðu 26 í Morgunblaðinu í dag.

Húsið við Geirsgötu 11 var byggt 1982 og er nú …
Húsið við Geirsgötu 11 var byggt 1982 og er nú að mestu ónotað.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 154,00 kr/kg
Þorskur, slægður 6.5.24 551,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.5.24 216,19 kr/kg
Ýsa, slægð 6.5.24 180,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.5.24 179,63 kr/kg
Ufsi, slægður 6.5.24 147,50 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 6.5.24 187,77 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Albatros ÍS 111 Handfæri
Ufsi 10 kg
Samtals 10 kg
7.5.24 Pálmi ÍS 24 Handfæri
Þorskur 748 kg
Samtals 748 kg
7.5.24 Gunnþór ÞH 75 Handfæri
Grásleppa 1.213 kg
Þorskur 27 kg
Ufsi 9 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.250 kg
7.5.24 Anna ÓF 83 Handfæri
Þorskur 802 kg
Karfi 3 kg
Samtals 805 kg
7.5.24 Skarpur BA 373 Handfæri
Þorskur 837 kg
Samtals 837 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 154,00 kr/kg
Þorskur, slægður 6.5.24 551,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.5.24 216,19 kr/kg
Ýsa, slægð 6.5.24 180,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.5.24 179,63 kr/kg
Ufsi, slægður 6.5.24 147,50 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 6.5.24 187,77 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Albatros ÍS 111 Handfæri
Ufsi 10 kg
Samtals 10 kg
7.5.24 Pálmi ÍS 24 Handfæri
Þorskur 748 kg
Samtals 748 kg
7.5.24 Gunnþór ÞH 75 Handfæri
Grásleppa 1.213 kg
Þorskur 27 kg
Ufsi 9 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.250 kg
7.5.24 Anna ÓF 83 Handfæri
Þorskur 802 kg
Karfi 3 kg
Samtals 805 kg
7.5.24 Skarpur BA 373 Handfæri
Þorskur 837 kg
Samtals 837 kg

Skoða allar landanir »