Líklegt er talið að í slysasleppingunni, sem átti sér stað í sjókví Fjarðalax í Tálknafirði í júlí, hafi færri en 4.981 fiskur sloppið. Þetta er áætlun Matvælastofnunar í kjölfar þess að sláturtölur fyrirtækisins bárust stofnuninni.
Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að alls hafi verið áætlað að 152.916 eldislaxar væru í sjókví Fjarðalax í Tálknafirði áður en slysasleppingin átti sér stað. Samkvæmt sláturtölum sem stofnuninni hafi borist hafi 143.284 fiskum verið slátrað, og ef frá séu talin skráð afföll sé misræmi í tölum fyrirtækisins upp á 4.981 fisk.
Matvælastofnun geti þó ekki áætlað hve margir fiskar hafi raunverulega sloppið vegna ýmissa óvissuþátta í eldisferlinu. Ekki sé allur dauður fiskur talinn og því líklegt að slysasleppingin hafi verið umfangsminni en ofangreind tala upp á 4.981 fisk gefur til kynna.
Fjarðalax, sem er í eigu Arnarlax, metur það svo að um 300 fiskar hafi sloppið og er matið byggt á tölum um endurveiði, skekkju í talningarbúnaði, fóðurnýtingu á eldistímanum og stærri afföllum.
Matvælastofnun tekur fram í tilkynningu sinni að hún geti ekki sannreynt niðurstöður fyrirtækisins. Ljóst sé að slysaslepping átti sér stað en vegna óvissuþátta geti stofnunin ekki fullyrt um nákvæman fjölda fiska sem sluppu.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 530,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 345,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 199,50 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 232,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.225 kg |
Samtals | 1.225 kg |
22.11.24 Sigrún EA 52 Handfæri | |
---|---|
Ufsi | 673 kg |
Þorskur | 57 kg |
Samtals | 730 kg |
22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.657 kg |
Ýsa | 1.454 kg |
Ufsi | 9 kg |
Hlýri | 4 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 3.126 kg |
22.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Ýsa | 132 kg |
Þorskur | 123 kg |
Keila | 27 kg |
Ufsi | 13 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 302 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 530,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 345,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 199,50 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 232,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.225 kg |
Samtals | 1.225 kg |
22.11.24 Sigrún EA 52 Handfæri | |
---|---|
Ufsi | 673 kg |
Þorskur | 57 kg |
Samtals | 730 kg |
22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.657 kg |
Ýsa | 1.454 kg |
Ufsi | 9 kg |
Hlýri | 4 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 3.126 kg |
22.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Ýsa | 132 kg |
Þorskur | 123 kg |
Keila | 27 kg |
Ufsi | 13 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 302 kg |