Í fyrsta skipti síðan makrílveiðar hófust af krafti hér við land veiddist meira en helmingur aflans utan íslenskrar lögsögu á nýlokinni vertíð, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, gerði þróun makrílveiða hér við land að umræðuefni á aðalfundi LS í síðustu viku og hvatti stjórnvöld til að gefa færaveiðar smábáta frjálsar, öll höft á veiðarnar við strendur landsins væru óþörf. Þar sem uppsjávarskipin þyrftu í vaxandi mæli að leita á mið utan landhelginnar til að ná heimildum sínum ætti að efla færaveiðar eins mikið og hægt væri, að því er segir á heimasíðu LS.
Alls veiddu smábátar 3.751 tonn af makríl á árinu 2018 og nam aflaverðmæti þess um 250 milljónum. Hlutdeild smábáta í því sem veiddist í landhelginni var 6%.
Í ályktun aðalfundar LS um makríl er lagt til að reglugerð sem gefin var út fyrir fjórum árum verði felld úr gildi og heildarúthlutun til smábáta verði 16% af heildinni. Ennfremur er lagt til að „leigupottur makríls (ráðherrapottur) verði festur í sessi og að ónýttar makrílveiðiheimildir umfram leyfilega tilfærslu milli ára verði færðar sem viðbót við leigupott næstu makrílvertíðar“.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 26.11.24 | 593,63 kr/kg |
Þorskur, slægður | 26.11.24 | 682,65 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 26.11.24 | 393,85 kr/kg |
Ýsa, slægð | 26.11.24 | 381,83 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 26.11.24 | 320,07 kr/kg |
Ufsi, slægður | 26.11.24 | 209,19 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 26.11.24 | 277,42 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
26.11.24 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.691 kg |
Ýsa | 694 kg |
Keila | 684 kg |
Hlýri | 22 kg |
Ufsi | 6 kg |
Karfi | 2 kg |
Samtals | 3.099 kg |
26.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.253 kg |
Þorskur | 765 kg |
Keila | 145 kg |
Hlýri | 71 kg |
Karfi | 15 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 2.259 kg |
26.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.019 kg |
Þykkvalúra | 138 kg |
Þorskur | 105 kg |
Ýsa | 58 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Samtals | 1.337 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 26.11.24 | 593,63 kr/kg |
Þorskur, slægður | 26.11.24 | 682,65 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 26.11.24 | 393,85 kr/kg |
Ýsa, slægð | 26.11.24 | 381,83 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 26.11.24 | 320,07 kr/kg |
Ufsi, slægður | 26.11.24 | 209,19 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 26.11.24 | 277,42 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
26.11.24 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.691 kg |
Ýsa | 694 kg |
Keila | 684 kg |
Hlýri | 22 kg |
Ufsi | 6 kg |
Karfi | 2 kg |
Samtals | 3.099 kg |
26.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.253 kg |
Þorskur | 765 kg |
Keila | 145 kg |
Hlýri | 71 kg |
Karfi | 15 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 2.259 kg |
26.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.019 kg |
Þykkvalúra | 138 kg |
Þorskur | 105 kg |
Ýsa | 58 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Samtals | 1.337 kg |