„Þetta getur varla staðist“

Auglýsing sjóðsins, sem fékk að vera uppi í komusalnum í …
Auglýsing sjóðsins, sem fékk að vera uppi í komusalnum í tíu daga. Ljósmynd/IWF

Synjun Isavia um birtingu auglýsingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem fullyrt er að stöðva þurfi áform fjölþjóðlegra stórfyrirtækja um laxeldi á Íslandi, felur í sér beina atlögu að tjáningarfrelsinu. Þetta segir talsmaður sjóðsins, Jón Kaldal, í samtali við 200 mílur.

„Þetta getur varla staðist, að Isavia, sem heimilar auglýsingar í sínu opinbera rými, geti takmarkað með þessum hætti hvaða efni fer þar upp. Ekki síst vegna þess að við teljum boðskap auglýsingarinnar mikilvægan og að hann eigi erindi við almenning.“

Málið á uppruna sinn að rekja til þeirrar ákvörðunar Isavia í júnímánuði að taka niður skilti sjóðsins úr komusal flugstöðvarinnar. Þá hafði skiltið aðeins fengið að vera uppi í tíu daga.

Í yfirskrift auglýsingarinnar sagði að Ísland væri síðasta vígi villta Atlantshafslaxastofnsins. Í framhaldinu var fullyrt að fjölþjóðleg stórfyrirtæki hygðust tífalda laxeldi í sjókvíum í íslenskum fjörðum. Áformin myndu menga firðina gífurlega og að sá eldislax sem slyppi myndi leiða til erfðablöndunar í villta íslenska laxastofninum og á endanum leiða til þess að stofninn dæi út.

„Þessi áform þarf að stöðva,“ sagði svo í niðurlagi textans.

Sjóðurinn skoðar nú hvernig bregðast skuli við synjun Isavia.
Sjóðurinn skoðar nú hvernig bregðast skuli við synjun Isavia. mbl.is/Helgi Bjarnason

Tvær fullyrðingar brutu gegn siðareglunum

Opinbera hlutafélagið sagði auglýsinguna brjóta í bága við siðareglur Sambands íslenskra auglýsingastofa, SÍA. Enn fremur hefði hún verið sett upp í leyfisleysi.

Sjóðurinn vísaði málinu til siðanefndar SÍA og gaf nefndin út álit sitt 26. september, eftir að hafa meðal annars farið yfir gögn sem sjóðurinn lagði fram til stuðnings fullyrðingum sínum. Kemst nefndin þar að þeirri niðurstöðu að framsetning auglýsingarinnar hafi ekki brotið gegn 12. grein siðareglna sambandsins, en í henni er kveðið á um að ekki megi „hallmæla neinum einstaklingi eða hópi einstaklinga, fyrirtæki, samtökum, iðnaðar- eða verslunarstarfsemi, starfsgrein eða vöru, með það fyrir augum að kalla fram opinbera fyrirlitningu eða hæðni“.

Nefndin mat það hins vegar svo að tvær fullyrðingar brytu gegn 8. grein siðareglnanna, en í henni er mælt fyrir um að þegar notaðar séu í auglýsingum „lýsingar, fullyrðingar eða teikningar sem eru sannanlegar staðreyndir ætti að vera hægt að ganga úr skugga um hvort þær séu réttar. Þannig staðfestingar eiga að vera aðgengilegar þannig að hægt sé að leggja fram sannanir tafarlaust samkvæmt beiðni hjá þeim sjálfseftirlitssamtökum sem bera ábyrgð á framkvæmd siðareglnanna“.

Annars vegar væri um að ræða þá fullyrðingu að Ísland væri síðasta vígi Atlantshafslaxins og hins vegar fullyrðingu um að aukning laxeldis í opnum sjókvíum myndi leiða til útrýmingar hinna einstöku villtu laxatofna Íslands.

Ný útgáfa auglýsingarinnar, sem Isavia hefur hafnað að setja upp …
Ný útgáfa auglýsingarinnar, sem Isavia hefur hafnað að setja upp í flugstöðinni. Teikning/IWF

„Deilumál í íslensku þjóðlífi“

Í kjölfar niðurstöðu nefndarinnar lét sjóðurinn gera nýja útgáfu af skiltinu, þar sem dregið var úr og settir fyrirvarar við þann hluta textans sem siðanefndin hafði fundið að. Óskaði Jón eftir því við Isavia hinn 5. október að fá samþykki fyrir birtingu þeirrar auglýsingar í flugstöðinni.

Í svari Isavia, sem sent var Jóni 24. október, er fullyrt að auglýsingin hafi verið tekin niður þar sem hún hafi farið upp í leyfisleysi á sínum tíma. Ljóst sé þá að auglýsing sjóðsins fjalli um „viðkvæmt málefni sem er mikið deilumál í íslensku þjóðlífi og stjórnmálum nú um stundir“.

Isavia muni því ekki heimila að auglýsingin verði sett upp í flugstöðinni.

„Það sama gildir um allar auglýsingar sama eðlis, algjörlega óháð málefnum eða þeirri afstöðu sem fram í þeim kemur.“

„Engin óskastaða“

Jón segist ósáttur við þessa niðurstöðu Isavia.

„Auglýsingin snýst um að laxeldi í sjókvíum sé mengandi iðnaður, sem ógnar bæði umhverfi og lífríki Íslands. Við teljum það varða almannahagsmuni, að flestir átti sig á þeirri stöðu.“

Sjóðurinn skoði nú hvernig bregðast skuli við synjun Isavia.

„Við reiknum frekar með því að við munum láta reyna á þessa ákvörðun Isavia með einhverjum hætti,“ segir Jón, og furðar sig einnig á því að félagið haldi því fram að skiltið hafi verið sett upp í leyfisleysi, enda hafi það verið sett upp undir handleiðslu starfsmanns Isavia á sínum tíma. Þá hafi beinlínis komið fram á fundi með fulltrúum Isavia að skiltið hafi verið tekið niður eftir að ábending barst sem sneri að efnistökum þess.

„En þetta er engin óskastaða. Isavia er enginn óvinur Icelandic Wildlife Fund. Við teljum þetta einfaldlega skjóta skökku við, þar sem alls kyns fyrirtæki hafa auglýst þarna með svipuðum hætti. Ég átta mig ekki á því af hverju þau kjósa að taka þetta mál svona upp gagnvart okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,64 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 374 kg
Ýsa 24 kg
Karfi 20 kg
Steinbítur 12 kg
Ufsi 4 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Samtals 440 kg
21.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.107 kg
Þorskur 105 kg
Steinbítur 48 kg
Langa 31 kg
Keila 8 kg
Sandkoli 4 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.306 kg
21.11.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 6.267 kg
Ýsa 4.110 kg
Keila 24 kg
Samtals 10.401 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,64 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 374 kg
Ýsa 24 kg
Karfi 20 kg
Steinbítur 12 kg
Ufsi 4 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Samtals 440 kg
21.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.107 kg
Þorskur 105 kg
Steinbítur 48 kg
Langa 31 kg
Keila 8 kg
Sandkoli 4 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.306 kg
21.11.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 6.267 kg
Ýsa 4.110 kg
Keila 24 kg
Samtals 10.401 kg

Skoða allar landanir »