Sætti sig ekki við „blóðmjólkun“

Venus, skip HB Granda, siglir inn Vopnafjörð.
Venus, skip HB Granda, siglir inn Vopnafjörð. mbl.is/Jón Sigurðsson

„Ef menn eru að kaupa fyrirtæki í skuldsettum yfirtökum, og ætla sér síðan að blóðmjólka þau í framhaldinu til að greiða kaupverðið – það er eitthvað sem ég get ekki séð að við í lífeyrissjóðunum munum sætta okkur við.“

Þetta segir Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags, um uppsagnir 11 starfsmanna HB Granda á Vopnafirði sem tilkynntar voru í dag.

Hann segir að þeir sem sitji í stjórnum lífeyrissjóða fyrir verkalýðsfélögin eigi að beita sér harðar fyrir því að fyrirtæki og stjórnendur þeirra axli meiri ábyrgð.

„Lífeyrissjóðir fólksins, sem vinnur þessi störf, eiga orðið stóran hlut í þessum fyrirtækjum. Þess vegna er alveg ljóst að við munum krefjast skýrra svara,“ segir Sverrir í samtali við 200 mílur.

„Við munum beita okkur innan stjórna lífeyrissjóðanna um að setja auknar kröfur á fyrirtækin um að þau axli samfélagslega ábyrgð.“

Hús bolfiskvinnslu HB Granda á Vopnafirði.
Hús bolfiskvinnslu HB Granda á Vopnafirði. Ljósmynd/HB Grandi

„Eiga fyrirtækin að borga kaupverðið sjálf?“

Skammt er síðan Útgerðarfélag Reykjavíkur, þá Brim, keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB Granda og varð með því stærsti hluthafi félagsins. Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur, er forstjóri HB Granda.

„Ef að þessar uppsagnir eru gerðar í hagræðingarskyni til að hámarka hagnað eigenda, þá hlýtur maður að doka við og spyrja; eiga menn að kaupa þessi fyrirtæki fyrir eigið fé eða eiga fyrirtækin að borga upp kaupverðið sjálf?“ segir Sverrir og bendir á að hann sitji í stjórn lífeyrissjóðsins Stapa. Þar muni hann taka málið upp.

„Við eigum þar hlut í HB Granda og væntanlega munum við kanna hvort við getum kallað eftir svörum sem hluthafi, hverju þessar uppsagnir sæti.“

Lög um fjöldauppsagnir gildi

Samkvæmt upplýsingum frá Afli eru flestir þeirra sem sagt hefur verið upp af erlendum uppruna og búa á Bakkafirði. Heimildir félagsins eru þá sagðar herma að hætt hafi verið við frekari uppbyggingu HB Granda á Vopnafirði.

„Mér sýnist samkvæmt okkar tölum að um það bil hundrað manns starfi í frystihúsinu. Við viljum meina að lög um fjöldauppsagnir gildi í þessu tilviki en það er eitthvað sem þarf að fara yfir, því lögin fjalla um fyrirtæki en við viljum horfa á þetta út frá starfsstöðvum,“ segir Sverrir.

HB Grandi tapaði 252 þúsund­um evra á öðrum árs­fjórðungi, sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri sem gert var op­in­bert á vef fyr­ir­tæk­is­ins í lok ágúst. Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Granda, sagði tapið, sem nam um 30 millj­ón­um króna, „óviðun­andi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 331,84 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,71 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,48 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.939 kg
Samtals 2.939 kg
4.5.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 8.773 kg
Skarkoli 851 kg
Ýsa 444 kg
Þorskur 156 kg
Samtals 10.224 kg
4.5.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Samtals 2.877 kg
4.5.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.166 kg
Steinbítur 137 kg
Þorskur 77 kg
Ýsa 69 kg
Sandkoli 48 kg
Þykkvalúra 17 kg
Samtals 4.514 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 331,84 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,71 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,48 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.939 kg
Samtals 2.939 kg
4.5.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 8.773 kg
Skarkoli 851 kg
Ýsa 444 kg
Þorskur 156 kg
Samtals 10.224 kg
4.5.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Samtals 2.877 kg
4.5.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.166 kg
Steinbítur 137 kg
Þorskur 77 kg
Ýsa 69 kg
Sandkoli 48 kg
Þykkvalúra 17 kg
Samtals 4.514 kg

Skoða allar landanir »