Sojabaunaframleiðendur sagðir stunda þrælkun

Norsku fiskeldisfyrirtækin segjast taka ásakanirnar alvarlega.
Norsku fiskeldisfyrirtækin segjast taka ásakanirnar alvarlega. AFP

Framleiðendur sojabauna eru sagðir stunda þrælkun og ólöglega eyðingu skóglendis, auk þess að notast við ólögleg skordýraeitur.

Frá þessu hefur verið greint í Dagbladet en málið hefur vakið töluverða athygli í Noregi, þar sem sojabaunir framleiðendanna eru sagðar notaðar til fóðurs hjá norskum fiskeldisfyirtækjum.

Umfjöllunin er unnin upp úr 42 síðna skýrslu, sem gerð var af norsku umhverfisverndarsamtökunum Framtiden i våre hender, eða Framtíðin í okkar höndum, og Rainforest Foundation, sem beitir sér fyrir verndun regnskóganna.

Sjónum er þar beint að starfsháttum þriggja brasilískra framleiðenda: Caramuru, Selecta og Imcopa, sem sagðir eru leika stórt hlutverk í öflun fiskeldisfóðurs fyrir norska laxeldisiðnaðinn.

Sojabaun í hendi. Fluttar voru inn til Noregs afurðir úr …
Sojabaun í hendi. Fluttar voru inn til Noregs afurðir úr 670 þúsund tonnum af sojabaunum árið 2015, til notkunar í fóður. AFP

Notist við ólögleg skordýraeitur

Munu þessir þrír framleiðendur vera þeir einu sem tryggja óerfðabreyttar sojabaunir og er talið að vegna þess hafi þeir orðið fyrir valinu hjá laxeldisfyrirtækjunum.

Fluttar voru inn til Noregs afurðir úr 670 þúsund tonnum af sojabaunum árið 2015, til notkunar í fóður. Níutíu og fjögur prósent þeirra komu frá Brasilíu.

Framleiðendurnir eru sakaðir um að notast við þrælavinnu, eiga í ofbeldisfullum deilum um landsvæði, stunda ólöglega eyðingu skóglendis, notast við ólögleg skordýraeitur og rækta sojabaunir á svæðum sem tilheyra innfæddu fólki.

Öll þessi vandamál eru svo sögð tengjast með beinum eða óbeinum hætti því viðskiptaneti sem framleiðendurnir hafa komið sér upp ásamt norskum fiskeldisfyrirtækjum.

Ekki er vitað til þess að íslensk fyrirtæki noti sojabaunir …
Ekki er vitað til þess að íslensk fyrirtæki noti sojabaunir frá framleiðendunum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Brýtur gegn reglum um framferði birgja

Dagbladet hafði samband við fyrirtækin Marine Harvest, Cargill, Polarfeed, Biomar og Skretting. Öll sögðust þau taka niðurstöður skýrslunnar mjög alvarlega. 

„Við tökum mjög alvarlega þær ásakanir sem kynntar eru í skýrslu samtakanna. Ef þetta er rétt þá er um að ræða klárt brot á þeim reglum sem við höfum sett um framferði birgja okkar, sem þeir verða allir að fylgja, og líka á fóðursstefnu okkar,“ segir Ola Helge Hjetland, upplýsingafulltrúi Marine Harvest, og bætir við að fyrirtækið muni skoða upplýsingarnar grandlega og fara yfir málið með framleiðendunum.

Í svari Landssambands fiskeldisstöðva við fyrirspurn 200 mílna kemur fram að ekki sé vitað til þess að íslensk fiskeldisfyrirtæki noti sojabaunir frá umræddum framleiðendum, en sambandið hafði samband við eldisfyrirtæki til að kanna málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 331,84 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,71 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,48 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.939 kg
Samtals 2.939 kg
4.5.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 8.773 kg
Skarkoli 851 kg
Ýsa 444 kg
Þorskur 156 kg
Samtals 10.224 kg
4.5.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Samtals 2.877 kg
4.5.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.166 kg
Steinbítur 137 kg
Þorskur 77 kg
Ýsa 69 kg
Sandkoli 48 kg
Þykkvalúra 17 kg
Samtals 4.514 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 331,84 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,71 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,48 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.939 kg
Samtals 2.939 kg
4.5.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 8.773 kg
Skarkoli 851 kg
Ýsa 444 kg
Þorskur 156 kg
Samtals 10.224 kg
4.5.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Samtals 2.877 kg
4.5.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.166 kg
Steinbítur 137 kg
Þorskur 77 kg
Ýsa 69 kg
Sandkoli 48 kg
Þykkvalúra 17 kg
Samtals 4.514 kg

Skoða allar landanir »