Fleiri uppsagnir hjá HB Granda

Um eitt og hálft ár er síðan HB Grandi sagði …
Um eitt og hálft ár er síðan HB Grandi sagði upp 86 starfsmönnum á Akranesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er nánast að hverfa, það er bara þannig. Ætli það séu ekki átta starfsmenn eftir í verksmiðjunni, ef þeir eru þá svo margir,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vilhjálmur staðfestir í samtali við 200 mílur að fjórum starfsmönnum í bræðslu HB Granda á Akranesi hafi verið sagt upp störfum í gær. Einn þeirra hefur starfað hjá fyrirtækinu í 22 ár að hans sögn.

Þessar fregnir koma í kjölfar frétta af uppsögnum ellefu starfsmanna útgerðarinnar á Vopnafirði. Þá er um eitt og hálft ár síðan HB Grandi sagði upp 86 starfsmönnum á Akranesi. 

„Þeir eru að hætta botn­fisk­vinnslu á Akra­nesi eft­ir að hún hef­ur verið í bæn­um í rúm­lega hundrað ár. Það get­ur ekki verið nema á einn veg, það er virki­lega sorg­legt,“ sagði Vilhjálmur við það tækifæri.

Tvö til þrjú hundruð starfsmenn þegar mest lét

Aðspurður segir Vilhjálmur að um tvö til þrjú hundruð manns hafi starfað hjá HB Granda á Akranesi þegar mest lét. Nú séu í kringum átta eftir, eins og áður sagði. 

„Útgerðin á auðvitað tvö dótturfélög hér í bænum sem hafa verið keypt, en af gamla fyrirtækinu má eiginlega segja það, að það séu ekki fleiri eftir. Þetta er bara að verða búið, ef þannig má að orði komast.“

„Þetta hefur verið frekar slæmt,“ segir Vilhjálmur.
„Þetta hefur verið frekar slæmt,“ segir Vilhjálmur. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Ísfiskur að byrja um mánaðamótin

„Fyrst og fremst held ég að þessar uppsagnir séu vegna hagræðingar, en það hefur verið einhver samdráttur í bræðslunni. Ég held að menn ætli að fara að heilfrysta karfann frekar en að bræða hann. Það er skýringin, skilst mér,“ segir Vilhjálmur.

„Þetta eru því einhverjar hagræðingaraðgerðir sem greinilega er verið að grípa til víða á starfsstöðvum.“

Segja má að Akranes hafi orðið fyrir hverju högginu á eftir öðru undanfarin misseri.

„Þetta hefur verið frekar slæmt,“ segir Vilhjálmur. „En það hafa verið jákvæðir punktar líka. Ísfiskur er að byrja núna um mánaðamótin og mér skilst að þar verði fimmtíu starfsmenn. Nú er bara að halda áfram og horfa fram á veginn.“

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, vildi ekki tjá sig um uppsagnir útgerðarinnar þegar eftir því var leitað fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 369,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 369,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »