„Þetta er nánast að hverfa, það er bara þannig. Ætli það séu ekki átta starfsmenn eftir í verksmiðjunni, ef þeir eru þá svo margir,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur staðfestir í samtali við 200 mílur að fjórum starfsmönnum í bræðslu HB Granda á Akranesi hafi verið sagt upp störfum í gær. Einn þeirra hefur starfað hjá fyrirtækinu í 22 ár að hans sögn.
Þessar fregnir koma í kjölfar frétta af uppsögnum ellefu starfsmanna útgerðarinnar á Vopnafirði. Þá er um eitt og hálft ár síðan HB Grandi sagði upp 86 starfsmönnum á Akranesi.
„Þeir eru að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi eftir að hún hefur verið í bænum í rúmlega hundrað ár. Það getur ekki verið nema á einn veg, það er virkilega sorglegt,“ sagði Vilhjálmur við það tækifæri.
Aðspurður segir Vilhjálmur að um tvö til þrjú hundruð manns hafi starfað hjá HB Granda á Akranesi þegar mest lét. Nú séu í kringum átta eftir, eins og áður sagði.
„Útgerðin á auðvitað tvö dótturfélög hér í bænum sem hafa verið keypt, en af gamla fyrirtækinu má eiginlega segja það, að það séu ekki fleiri eftir. Þetta er bara að verða búið, ef þannig má að orði komast.“
„Fyrst og fremst held ég að þessar uppsagnir séu vegna hagræðingar, en það hefur verið einhver samdráttur í bræðslunni. Ég held að menn ætli að fara að heilfrysta karfann frekar en að bræða hann. Það er skýringin, skilst mér,“ segir Vilhjálmur.
„Þetta eru því einhverjar hagræðingaraðgerðir sem greinilega er verið að grípa til víða á starfsstöðvum.“
Segja má að Akranes hafi orðið fyrir hverju högginu á eftir öðru undanfarin misseri.
„Þetta hefur verið frekar slæmt,“ segir Vilhjálmur. „En það hafa verið jákvæðir punktar líka. Ísfiskur er að byrja núna um mánaðamótin og mér skilst að þar verði fimmtíu starfsmenn. Nú er bara að halda áfram og horfa fram á veginn.“
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, vildi ekki tjá sig um uppsagnir útgerðarinnar þegar eftir því var leitað fyrr í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 209,66 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 209,66 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |