Heiðveig hafi valdið viðræðuslitum

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Hari

Heiðveig María Einarsdóttir, sem tilkynnt hafði framboð til embættis formanns Sjómannafélags Íslands, vann á alvarlegan hátt gegn hagsmunum félagsins, á sama tíma og sameining félagsins við fjögur önnur félög stóð fyrir dyrum. Þetta segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélagsins.

„Þessi sameiningaráform runnu út í sandinn og það er runnið undan hennar rifjum,“ segir Jónas, en spurður hvort hann telji Heiðveigu hafa spillt fyrir sameiningu félaganna af ásettu ráði segist hann ekki vita hvort sú sé raunin.

„En það liggur fyrir að þessar ávirðingar Heiðveigar valda því að upp úr viðræðunum slitnar. Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn sendu okkur tilkynningu um slit á viðræðunum vegna hennar ávirðinga í okkar garð. Það er eins einfalt og það getur verið.“

Enginn fótur sé fyrir fullyrðingum Heiðveigar

Vegna þessa hafi Heiðveigu verið vikið úr félaginu samkvæmt ákvörðun trúnaðarmannaráðs félagsins 25. október. Eins og fram hefur komið í viðtölum Heiðveigar við 200 mílur hefur hún sakað stjórn félagsins um að viðhafa „óboðleg vinnubrögð“ og um leið sagst vilja að stjórnin segi af sér.

Jónas segir í samtali við 200 mílur að enginn fótur sé fyrir því sem Heiðveig hefur haldið fram.

„Að við höfum verið hér rífandi blaðsíður úr fundargerðabókum og hvaðeina – þetta er náttúrlega algjörlega fáránlegt. Og að við höfum ekki boðað löglega til aðalfundar - ég á nú bara úrklippu hér úr Morgunblaðinu frá 20. desember á síðasta ári, þar sem fundurinn 28. desember er auglýstur með tilhlýðilegum fyrirvara,“ segir Jónas og bætir við að þar sé þess getið að lagabreytingar verði til umræðu.

„Við höfum verið í vandræðum með þessa orðræðu sem frá henni kemur. Okkur finnst ekki vera glóra í einu eða neinu sem hún segir – það er eitt í dag og annað á morgun,“ segir hann og bendir á að hún hafi til dæmis dregið í land ásakanir um skjalafals og haldi því nú fram að hún hafi aldrei sakað stjórnina um slíkt. „Við náum aldrei sambandi við hana.“

Samþykktar samhljóða á aðalfundi

Jónas viðurkennir að félagið hafi ekki staðið sig í að uppfæra heimasíðu félagsins, en Heiðveig hefur bent á að aðeins nokkrum dögum eftir að hún tilkynnti framboð sitt til formanns, hafi lögum á vef félagsins verið breytt á þann veg að hún sé ekki lengur kjörgeng, þar sem hún hefur ekki tilheyrt félaginu undangengin þrjú ár.

„Við höfum ekki staðið okkur hvað það varðar, og það er alveg ljóst,“ segir Jónas. „En heimasíðan hefur aftur á móti ekkert að gera með gildi laga félagsins hverju sinni. Eftir stendur að þessar breytingar voru samþykktar samhljóða á 45 manna – 10% félagsmanna – aðalfundi félagsins í desember 2017 og þar við situr.“

Spurður hverju sæti, að lögin á vef félagsins séu uppfærð með þessum hætti mörgum mánuðum eftir aðalfund, en fáeinum dögum eftir framboðstilkynningu Heiðveigar, segir Jónas:

„Ég vissi ekki annað en að heimasíðan væri í lagi. Annað kom á daginn svo vissulega var þar brotalöm en að fara út í að ásaka Sjómannafélagið um að falsa fundargerðir aðalfundar er fullkomlega ábyrgðarlaust. Við gerðum mistök en að úthrópa okkur sem lögbrjóta eru ærumeiðingar.“

Ítarlegra viðtal við Jónas má lesa í ViðskiptaMogganum sem fylgir Morgunblaðinu á morgun, fimmtudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »