Kaupin hagfelld, séu forsendur raunhæfar

Makríll dreginn um borð í Vigra, skip Ögurvíkur.
Makríll dreginn um borð í Vigra, skip Ögurvíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Séu forsendur stjórnenda HB Granda raunhæfar, fyrir kaupum félagsins á útgerðinni Ögurvík, eru kaupin hagfelld fyrir félagið. Þetta er niðurstaða fyrirtækjaráðgjafar Kviku, sem fengin var til að meta kaupin samkvæmt tillögu lífeyrissjóðsins Gildis.

Lífeyrissjóðurinn, sem stór hluthafi í útgerðinni, taldi mikilvægt að ákvörðun­ar­taka um kaupin yrði haf­in yfir all­an vafa, vegna tengsla HB Granda og Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur, sem á Ögurvík. Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur, er forstjóri HB Granda og um leið stærsti hluthafi útgerðarinnar í gegnum ÚR.

Fram kemur í tilkynningu sem HB Grandi hefur sent kauphöllinni að fyrirtækjaráðgjöf Kviku hafi farið yfir verðmötin sem unnin voru í aðdraganda kauptilboðsins, og því mati sem kauptilboðið byggir á.

„Samkvæmt þeim er kaupverð HB Granda á Ögurvík lægra en markaðsvirði eigna Ögurvíkur,“ segir í samantekt fyrirtækjaráðgjafarinnar. Jafnframt hafi hún haft til hliðsjónar önnur viðskipti með aflaheimildir og eignarhluti í félögum með aflaheimildir, sem styðji þessa niðurstöðu.

Lífeyrissjóðurinn Gildi kallaði eftir óháðu mati á því hvort kaupin …
Lífeyrissjóðurinn Gildi kallaði eftir óháðu mati á því hvort kaupin gætu talist hagfelld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki lagt mat á hvort forsendurnar séu raunhæfar

Í samantektinni er bent á að til að meta hagkvæmni kaupanna sé nauðsynlegt að leggja mat á áhrif samþættingar félaganna tveggja.

Stjórnendur HB Granda eru þá sagðir telja að EBITDA-framlegð á hvert kíló aflaheimilda batni milli ára vegna hagfelldari markaðsaðstæðna og ytri skilyrða ásamt lækkun kostnaðar vegna samþættingar og hagfelldari nýtingar eigna samþætts félags.

„Að því gefnu að forsendur stjórnenda HB Granda um samþættingu séu raunhæfar telur FRK að um hagfelld viðskipti sé að ræða, en ekki er lagt mat á hvort forsendur stjórnenda séu raunhæfar,“ segir í samantektinni.

Ávinningurinn 19,4%-38,6% af kaupverðinu

„Væri miðað við EBITDA-framlegð á hvert kíló aflaheimilda, án samþættingar, og ekki tekið tillit til annarra þátta samlegðar gæti FRK ekki fullyrt að um hagfeld viðskipti væri að ræða, þar sem FRK hefur ekki forsendur til þess að meta rekstrarvirði Ögurvíkur, án tillits til samþættingar við HB Granda, og hvort það standi undir virði eigna þess eða kaupverði.“

Niðurstaða verðmatslíkans fyrirtækjaráðgjafarinnar, að teknu tilliti til mats stjórnenda HB Granda á væntum samlegðaráhrifum í kjölfar kaupanna, er að áætlaður ávinningur HB Granda af viðskiptunum, sé miðað við gengi evrunnar við gerð kaupsamningsins, á bilinu 19,2-38,2 milljónir, evra eða sem nemur 19,4% - 38,6% af kaupverði Ögurvíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »