Hefja flutningasiglingar frá Bíldudal

Skálafell, skip Samskipa, kom í sína fyrstu ferð til Bíldudals …
Skálafell, skip Samskipa, kom í sína fyrstu ferð til Bíldudals í gær. Ljósmynd/Samskip

Sam­skip og Arn­ar­lax hafa skrifað und­ir sam­starfs­samn­ing um að Sam­skip ann­ist út­flutn­ing á afurðum Arn­ar­lax frá Bíldu­dal og inn­flutn­ing á aðföng­um fyr­ir fyr­ir­tækið. Sigl­ing­arn­ar hóf­ust í gær, þegar Skála­fell kom í sína fyrstu ferð til Bíldu­dals. Langt er um liðið síðan þaðan hafa verið bein­ar milli­landa­sigl­ing­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sam­skip­um, en sam­kvæmt henni mun flutn­ing­ur fyr­ir Arn­ar­lax fara inn á svo­nefnda Suður­leið í nýju sigl­inga­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins.

Flutn­inga­skip Sam­skipa muni þar með hafa viku­lega viðkomu á Bíldu­dal á miðviku­dög­um. Þaðan verði siglt um Reykja­vík og komið til Hull í Bretlandi á sunnu­dög­um. Þaðan verði svo siglt áfram til Rotter­dam og komið þangað á mánu­degi.

Binda mikl­ar von­ir við nýju þjón­ust­una

Suður­leið Sam­skipa er sögð falla vel að þörf­um Arn­ar­lax og annarra sem flytja vilja fersk­ar afurðir til og frá Bretlandi og meg­in­landi Evr­ópu.

„Við bind­um mikl­ar von­ir við þessa nýju þjón­ustu sem við get­um nú boðið út­flytj­end­um á fersk­um fiski,“ er haft eft­ir Birki Hólm Guðna­syni, for­stjóra Sam­skipa á Íslandi.

„Við fögn­um því sér­stak­lega að fá Arn­ar­lax í viðskipti og að geta nú boðið fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörðum af­burðateng­ingu við mik­il­væga markaði í Evr­ópu og þaðan áfram um all­an heim í viku hverri.“

Fersk vara á kröfu­h­arða markaði

Kristian Matth­ías­son, for­stjóri Arn­ar­lax, seg­ir samn­ing­inn mik­il­væg­an þátt í áfram­hald­andi upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

„Við af­hend­um ferska hágæðavöru inn á kröfu­h­arða markaði og erum þar að keppa við fyr­ir­tæki sem eru stærri og nær markaðnum. Þá er gríðarlega mik­il­vægt að flutn­ings­leiðin sé bæði ör­ugg, fag­leg og hag­kvæm.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »