Aðgerðaleysi stjórnarinnar um að kenna

Heiðveig María er sjómaður á Engey hjá HB Granda.
Heiðveig María er sjómaður á Engey hjá HB Granda. mbl.is/Eggert

Heiðveig María Einarsdóttir segir ekki koma til greina hún geri stjórnendum Sjómannafélags Íslands þann greiða að ganga úr félaginu. Hún er þó þakklát þeim félögum sem hafi boðið henni aðild að undanförnu.

Heiðveig María og Drífa Snædal, nýkjörinn formaður Alþýðusambands Íslands, voru gestir Páls Magnússonar í þættinum Þingvellir á útvarpsstöðinni K100 í morgun. Þær voru þangað komnar til að ræða stöðu Heiðveigar og stöðuna í Sjómannafélaginu almennt.

Hátt í 200 félagsmenn Sjómannafélags Íslands hafa óskað eftir félagsfundi í kjölfar brottrekstar Heiðveigar úr félaginu og gagnrýnt aðgerða- og svaraleysi stjórnar félagsins. Þá hafa formenn annarra verkalýðsfélaga blandað sér í umræðuna og fordæmt brottrekstur Heiðveigar, sem undirbýr stefnu til Félagsdóms og stendur föst á því að hún ætli í framboð til formanns.

Meiri skrípaleikur eftir því sem líður á

Í þættinum sagði Heiðveig það ótrúlegt að stjórn félagsins sæi ekki að aldrei hafi verið eins mikil þörf á félagsfundi og nú, en stjórnin hefur ekki svarað ósk félagsmanna um fund né staðfest móttöku beiðninnar. „Þetta verður meiri skrípaleikur eftir því sem líður á,“ sagði Heiðveig, og að staðan sem upp væri komin væri aðgerðaleysi stjórnarinnar að kenna.

Sjómannafélagið tilheyrir hvorki Alþýðusambandi Íslands né öðrum heildarsamtökum verkalýðsfélaga. „Ég er bara að skipta mér að af því ég hef áhuga á því að fólk eigi skjól í sínum verkalýðsfélögum og að þau séu vel rekin,“ sagði Drífa og að vandræðagangur sem þessi hefði áhrif á öll stéttarfélög.

Drífa vill að fólk eigi skjól í sínu stéttarfélagi.
Drífa vill að fólk eigi skjól í sínu stéttarfélagi. mbl.is/Valli

Í lýðræðislegu starfi væri venjan að liðka fyrir því að fólk geti boðið sig fram og kosið. Drífa sagði muninn á kjörgengi og kosningarétti innan Sjómannafélagsins athyglisverðan.

Áhyggjuefni að fólki sé meinað að bjóða sig fram

„Hjá megni félaga innan ASÍ ertu orðinn fullgildur félagsmaður eftir þrjá mánuði og reynt hefur verið að haga því þannig að fólki sé auðvelt að bjóða sig fram, sama hvað manni finnst um fólk þannig að þetta er áhyggjuefni,“ sagði Drífa. Hún hefur bent sjómönnum á að stéttarfélög eigi að vinna fyrir sitt fólk og að í tilvikum sem þessum geti heildarsamtök á borð við ASÍ gripið í taumana. „Sjómenn geta gengið í önnur sjómannafélög  sem eru innan ASÍ, vilji þeir fá skjól í sínu félagi.“

Hún skildi þó sjónarmið Heiðveigar, sem sagðist ekki vilja gera stjórnarmönnum Sjómannafélagsins, sem haldið hefði verið í gíslingu, þann greiða að ganga úr félaginu og losna þannig við „óþekku krakkana“.

Aðspurð sagðist Heiðveig þó myndu skoða það að Sjómannafélagið gengi í heildarsamtök, til dæmis ASÍ eða Sjómannasambandið, yrði hún formaður þess. „En ég myndi aldrei gera þetta ein. Ég myndi taka umræðuna, þetta yrði ekki ákvörðun mín eða einhverra stjórnarmanna heldur þyrfti að taka þetta frá botni og upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.10.24 575,56 kr/kg
Þorskur, slægður 1.10.24 414,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.10.24 273,93 kr/kg
Ýsa, slægð 1.10.24 257,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.10.24 262,30 kr/kg
Ufsi, slægður 1.10.24 280,90 kr/kg
Djúpkarfi 27.9.24 251,00 kr/kg
Gullkarfi 1.10.24 289,89 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.9.24 302,69 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.10.24 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 5.309 kg
Ýsa 369 kg
Keila 249 kg
Karfi 33 kg
Samtals 5.960 kg
2.10.24 Natalia NS 90 Handfæri
Ufsi 27 kg
Þorskur 27 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 60 kg
2.10.24 Vonin NS 41 Handfæri
Þorskur 82 kg
Samtals 82 kg
2.10.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 686 kg
Keila 216 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 60 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.060 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.10.24 575,56 kr/kg
Þorskur, slægður 1.10.24 414,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.10.24 273,93 kr/kg
Ýsa, slægð 1.10.24 257,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.10.24 262,30 kr/kg
Ufsi, slægður 1.10.24 280,90 kr/kg
Djúpkarfi 27.9.24 251,00 kr/kg
Gullkarfi 1.10.24 289,89 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.9.24 302,69 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.10.24 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 5.309 kg
Ýsa 369 kg
Keila 249 kg
Karfi 33 kg
Samtals 5.960 kg
2.10.24 Natalia NS 90 Handfæri
Ufsi 27 kg
Þorskur 27 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 60 kg
2.10.24 Vonin NS 41 Handfæri
Þorskur 82 kg
Samtals 82 kg
2.10.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 686 kg
Keila 216 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 60 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.060 kg

Skoða allar landanir »