„Búin að taka um tíu skref af tíu þúsund“

Norska systurfyrirtækið AkvaFuture AS rekur lokaðar sjókvíar í Nordlandfylki og …
Norska systurfyrirtækið AkvaFuture AS rekur lokaðar sjókvíar í Nordlandfylki og hefur fengist af því góð reynsla.

Fyrirtækið AkvaFuture, sem hyggur á tuttugu þúsund tonna laxeldi í lokuðum sjókvíum í Eyjafirði, hefur fengið staðfestingu Skipulagsstofnunar á að tillaga fyrirtækisins að matsáætlun sé góð og gild.

„Við erum því byrjuð á umhverfismati, en það tekur tíma,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture, í samtali við 200 mílur.

Algengasta aðferðin sem viðmið

„Við erum með straum- og hitamæla úti í firðinum á þeim stöðum sem við gerum ráð fyrir að nýta og bíðum nú eftir burðarþolsmati frá Hafrannsóknastofnun sem við búumst við að verði klárt í febrúar eða mars á næsta ári.“

AkvaFuture er dótturfélag norska fiskeldisfyrirtækisins AkvaDesign AS, sem hannar lokaðar sjókvíar. Systurfyrirtæki þess rekur laxeldi í slíkum kvíum í Brønnøysund í Nordlandfylki. Spurður hvort í burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar sé tekið tillit til þeirrar staðreyndar að eldið verður í lokuðum kvíum í stað opinna svarar Rögnvaldur neitandi.

„Sú er ekki raunin, því miður. Burðarþolið gerir ráð fyrir þeirri aðferð sem algengust er í fiskeldi. Með okkar tækni ættum við nefnilega að geta nýtt burðarþolið mun betur, það er framleitt meira en sem því nemur án þess að áhrifin á umhverfið verði í sama mæli,“ segir Rögnvaldur.

Geti hafið framkvæmdir 2021

„Við tökum upp úrganginn úr kvíunum og ákoman í lífríki fjarðarins ætti því að vera mun minni en almennt í opnum kerfum. Við eigum að losna við botnfallið undan kvíunum þó að léttara efni geti enn sloppið út. Samt sem áður erum við að vinna að því að ná meiri úrgangi upp, til dæmis með því að rækta beltisþara eða kræklinga í kringum kvíarnar.“

Rögnvaldur segist vonast til að geta fyrst látið seiði út í kvíarnar árið 2021. „Ég reikna með því að þá getum við hafið framkvæmdir. Við verðum væntanlega búin með umhverfismatið næsta haust, eftir að hafa þá verið í því ferli í rúmt ár, og þá eigum við ef til vill að vera tilbúin með frummatsskýrslu fyrir jólin á næsta ári. Sú skýrsla á þá eftir að fara þennan klassíska hring, í Skipulagsstofnun og þaðan til umfjöllunar stofnana og hagsmunaaðila, og svo framvegis.“

Fyrst aflað leyfa í Noregi

Á vef Skipulagsstofnunar er fjallað um ferli leyfisveitinga til fiskeldis og segir Rögnvaldur að þar sé gert ráð fyrir um einu og hálfu ári í ferlið.

„En við erum þegar búin að vera að þessu í rúmt ár og ekki komin lengra,“ segir hann og bætir við að munur sé á Íslandi og Noregi í þessum efnum, þar sem þar í landi sé fyrst aflað leyfa og síðan kannað hvar hentugt svæði finnist fyrir fiskeldið.

Þá hafi sveitarfélögin skipulagsrétt á hafsvæðum sínum, en á Íslandi fer ríkisvaldið með skipulagsvald utan svokallaðra netalaga, sem eru 115 metra frá stórstraumsfjöruborði.

AkvaFuture hefur einnig beint sjónum að Ísafjarðardjúpi, þar sem til skoðunar er að hefja eldi í Álftafirði, Seyðisfirði, Skötufirði og Mjóafirði.

„Við höfum lagt fram tillögu að matsáætlun fyrir allt að sex þúsund tonna fiskeldi í Djúpinu og höfum gefið almenningi tækifæri á að segja álit sitt á þeim áformum með auglýsingu. Nú er boltinn hjá Skipulagsstofnun og næsta skref er að fá þeirra álit, áður en áætlunin getur svo farið í umsagnir hjá Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun, auk viðkomandi sveitarfélaga.“

Þau áform eru því talsvert skemmra á veg komin en áætlanir um laxeldi í Eyjafirði.

„Við erum bara í fyrsta skrefinu í Djúpinu á meðan segja má að í Eyjafirðinum séum við búin að taka um tíu skref af tíu þúsund.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 369,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 369,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »