Með óbreyttu ástandi er hætt við að óafturkræft tjón verði fyrir fjölda samfélaga hringinn í kringum landið, en margir eru uggandi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár, þar sem útgerðir hafa verið nauðbeygðar til að draga seglin saman vegna hárra veiðigjalda.
Þetta kemur fram í umsögn bæjarstjórnar Grindavíkur við nýtt frumvarp til laga um veiðigjöld.
Í umsögninni, sem send hefur verið atvinnuveganefnd Alþingis, segir að sjávarútvegur sé undirstöðuatvinnuvegur í Grindavík. Því sé fjöldi fjölskyldna og fyrirtækja sem leggi allt sitt traust á að rekstur útgerðafyrirtækja sé stöðugur.
„Á síðastliðnu kvótaári greiddu félög í Grindavík yfir 1,1 milljarð króna í veiðigjöld. Það liggur fyrir að þessir fjármunir verða þá ekki nýttir í rekstri þeirra, sem annars hefðu verið þeim og bæjarfélaginu til hagsbóta,“ segir í umsögninni.
„Með hóflegu veiðigjaldi myndi skapast grundvöllur til uppbyggingar og endurnýjunar á búnaði og skipaflota Grindavíkur, sem við teljum sérstaklega mikilvægt, til dœmis með tilliti til aðbúnaðar og öryggis sjómanna.“
Fullyrt er að mikilvægt sé að Alþingi merki alvarleika málsins og bregðist við á trúverðugan hátt, til að draga úr þeirri óvissu sem heilu bæjarfélögin búi við, eins og það hafi jafnan gert fyrir aðrar atvinnugreinar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 530,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 345,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 199,50 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 232,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.225 kg |
Samtals | 1.225 kg |
22.11.24 Lilja SH 16 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.651 kg |
Þorskur | 789 kg |
Langa | 156 kg |
Steinbítur | 56 kg |
Keila | 33 kg |
Sandkoli | 5 kg |
Samtals | 2.690 kg |
22.11.24 Kvika SH 23 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.575 kg |
Þorskur | 153 kg |
Steinbítur | 58 kg |
Langa | 47 kg |
Keila | 10 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Samtals | 2.845 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 530,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 345,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 199,50 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 232,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.225 kg |
Samtals | 1.225 kg |
22.11.24 Lilja SH 16 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.651 kg |
Þorskur | 789 kg |
Langa | 156 kg |
Steinbítur | 56 kg |
Keila | 33 kg |
Sandkoli | 5 kg |
Samtals | 2.690 kg |
22.11.24 Kvika SH 23 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.575 kg |
Þorskur | 153 kg |
Steinbítur | 58 kg |
Langa | 47 kg |
Keila | 10 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Samtals | 2.845 kg |