„Hvert höggið á fætur öðru“

Um borð í Engey, nýjum ísfisktogara HB Granda.
Um borð í Engey, nýjum ísfisktogara HB Granda. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

„Það er miður að þetta sé að gerast. Við erum orðnir öllu vanir hér á Skaganum, ef svo má að orði komast. En það er skelfilegt þegar fólk er að missa lífsviðurværi sitt, í sumum tilfellum eftir áratuga starf,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um uppsagnir um borð í Helgu Maríu AK, togara HB Granda.

200 mílur greindu frá því fyrr í dag að nítján skipverjum af togaranum hefði verið sagt upp. Helga María er skráð til hafnar á Akranesi og þaðan er meðal annars skipað í áhöfn togarans, þó þeim hafi farið fækkandi um borð sem kalli Akranes sinn heimabæ.

„Vissulega hefur Skagamönnum fækkað um borð á liðnum árum, en þeir eru þó nokkrir enn í áhöfninni. Það er þá hægt að vonast til að sem flestir fái endurráðningu á önnur skip fyrirtækisins. En það verður bara að koma í ljós.“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Er að verða rústir einar“

Ekki er liðinn mánuður síðan HB Grandi sagði upp fjór­um starfs­mönn­um í bræðslunni á Akranesi. Þá er um eitt og hálft ár síðan útgerðin sagði þar upp 86 starfs­mönn­um.

„Þetta er hvert höggið á fætur öðru og þessi gamli góði sjávarútvegsbær er að verða rústir einar, alla vega hvað varðar vinnslu sjávarafurða – svo mikið er víst,“ segir Vilhjálmur.

„Hér var, árið 1997, þriðja stærsta verstöð landsins. Núna bregður manni bara ef maður sér fiskiskip nálgast hafnarkjaftinn hjá okkur, sem gerist orðið mjög sjaldan.“

Vilhjálmur segir þessa þróun vera afleiðingu þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem nú er í gildi.

„Þar sem auðlindir hafsins eru í yfirráðum fárra einstaklinga, sem geta tekið ákvarðanir sem þessar; að svipta fólk lífsviðurværi með skömmum fyrirvara. Þetta er kerfi sem ég aðhyllist ekki.“

Háar arðsemiskröfur lífeyrissjóða

Hann segist enn fremur hugsi yfir þeirri staðreynd, að HB Grandi sé næstum í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða.

„Ég velti því mikið fyrir mér hvort hagræðingar af þessum toga endurspegli arðsemiskröfur lífeyrissjóðanna, þar sem þeir æpa á fyrirtækin daginn út og inn um arðgreiðslur. Hvort það þurfi að mæta þeim kröfum með því að reiða hátt til höggs þegar kemur svo að starfsfólkinu.

Ég held það sé mjög víða í íslensku samfélagi sem lífeyrissjóðirnir eigi stóran hlut í fyrirtækjum, og hafi uppi miklar arðsemiskröfur. Þetta er ein birtingarmynd þess, að mínum dómi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.449 kg
Þorskur 919 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.375 kg
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Ýsa 577 kg
Skarkoli 303 kg
Þorskur 97 kg
Sandkoli 12 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.007 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.449 kg
Þorskur 919 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.375 kg
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Ýsa 577 kg
Skarkoli 303 kg
Þorskur 97 kg
Sandkoli 12 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.007 kg

Skoða allar landanir »