Hækka frítekjumark veiðigjalda

Meirihluti atvinnuveganefndar segist leggja til breytingar við frumvarp um veiðigjöld …
Meirihluti atvinnuveganefndar segist leggja til breytingar við frumvarp um veiðigjöld til þess að koma til móts við smærri og meðalstórar útgerðir. mbl.is/Sigurður Bogi

Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að hækka frítekjumark til þess að koma til móts við smærri og meðalstórar útgerðir, einnig leggur meirihlutinn til að nytjastofnar sem mynda lítið aflaverðmæti verði undanþegnir veiðigjöldum. Þetta kemur fram í tilkynningu um breytingartillögur meirihluta nefndarinnar við frumvarp um veiðigjöld.

Lagt er til að „frítekjumark nemi 40% af fyrstu 6 milljónum króna álagningar hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila, en núverandi frítekjumark hefur verið 20% af fyrstu 4,5 milljónum króna.

„Með þessu leitast nefndin við að koma sérstaklega til móts við litlar og meðalstórar útgerðir vítt og breitt um landið,“ kemur fram í tilkynningunni. Þá segir að umrædd breyting sé í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla „hinar dreifðu sjávarbyggðir“.

Nytjastofnar sem mynda aflaverðmæti sem er lægra en 100 milljónir króna á grundvelli meðaltals undangenginna þriggja ára munu ekki mynda stofn til veiðigjalds. Er breytingin rökstudd með því að vísa til að þessir tilteknu stofnar eru veiddir í litlum mæli og eru oftast meðafli.

„Af þeim sökum er erfitt að meta sérstaklega raunverulega afkomu af veiðum þeirra. Jafnframt vísar nefndin til þess að gjaldtaka á þessar tegundir getur dregið að nauðsynjalausu úr sókn í þær og aukið hættu á brottkasti.“

Meirihluti atvinnuveganefndar staðhæfir að frumvarpið mun tryggja að álagning veiðigjalda verði meira í takt við afkomu greinarinnar og verði innbyggður hvati til endurnýjunar fiskiskipa og búnaðar, sem um sinn mun stuðla að minnkun umhverfisspors við nýtingu sjávarauðlindarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.449 kg
Þorskur 919 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.375 kg
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Ýsa 577 kg
Skarkoli 303 kg
Þorskur 97 kg
Sandkoli 12 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.007 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.449 kg
Þorskur 919 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.375 kg
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Ýsa 577 kg
Skarkoli 303 kg
Þorskur 97 kg
Sandkoli 12 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.007 kg

Skoða allar landanir »