Aldrei meiri fjárfesting í sjávarútvegi

Afli dreginn um borð í Engey. Undanfarin ár hafa fjárfestingar …
Afli dreginn um borð í Engey. Undanfarin ár hafa fjárfestingar tekið verulega við sér, segir í skýrslu Arion banka. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Síðasta ár var metár hvað varðar fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi, en teikn eru á lofti um að fjármögnunarkostnaður sjávarútvegsfyrirtækja muni hækka á næstu misserum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka. Bent er á að tækniframfarir undanfarinna ára skapi meðal annars þrýsting á auknar fjárfestingar í sjávarútvegi, til að tryggja samkeppnishæfni.

Að staðaldri sé fjármunaeign í íslenskri fiskvinnslu afskrifuð um um það bil fimm milljarða króna á ári, sem skilja megi sem lágmarksfjárfestingu til að viðhalda virði eigna. Sterk króna undanfarið hafi haft neikvæðari áhrif á framlegð í vinnslu en veiðum vegna launakostnaðar. Horfur á sterkri krónu auki því hvatann til sjálfvirknivæðingar í vinnslu.

Súlurit/Arion Banki

Hreinar skuldir hækka

Þá segir að svo virðist sem góð afkoma sjávarútvegs á árunum 2008 til 2015 hafi fyrst um sinn farið í niðurgreiðslu skulda, en að undanfarin ár hafi fjárfestingar tekið allverulega við sér.

„Fjárfestingar í sjávarútvegi voru umfram EBITDA í fyrsta skipti í fyrra sem leiðir til þess að hreinar skuldir hækka. Afkoma af rekstri eins og hún var í fyrra dugir ekki ein til að standa straum af svo miklum fjárfestingum en bætt fjárhagsstaða hefur hins vegar skapað svigrúm til aukinnar lántöku,“ segir í skýrslunni.

Í því samhengi megi benda á að fjármögnunarkostnaður sjávarútvegsfyrirtækja virðist hafa farið lækkandi fram til 2017 en teikn séu á lofti um að hann muni hækka á næstu misserum. Hækkandi fjármagnskostnaður og mikil fjárfestingarþörf leiði til þess að þörf gæti víða skapast fyrir aukna stærðarhagkvæmni til að tryggja arðsemi fjárfestinganna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 472,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 397,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,87 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 230,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 608,07 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Beta SU 161 Handfæri
Þorskur 439 kg
Ufsi 116 kg
Samtals 555 kg
22.7.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 1.879 kg
Samtals 1.879 kg
22.7.24 Tóki ST 100 Handfæri
Þorskur 159 kg
Ufsi 13 kg
Karfi 13 kg
Samtals 185 kg
22.7.24 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 606 kg
Þorskur 349 kg
Karfi 264 kg
Samtals 1.219 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 472,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 397,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,87 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 230,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 608,07 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Beta SU 161 Handfæri
Þorskur 439 kg
Ufsi 116 kg
Samtals 555 kg
22.7.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 1.879 kg
Samtals 1.879 kg
22.7.24 Tóki ST 100 Handfæri
Þorskur 159 kg
Ufsi 13 kg
Karfi 13 kg
Samtals 185 kg
22.7.24 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 606 kg
Þorskur 349 kg
Karfi 264 kg
Samtals 1.219 kg

Skoða allar landanir »