„Klárum okkar kvóta og bindum þá vel“

Vigfús Vigfússon við bát sinn Dögg SU 118 í höfn …
Vigfús Vigfússon við bát sinn Dögg SU 118 í höfn á Höfn í Hornafirði í vikunni. mbl.is/Albert Eymundsson

Nóvembermánuður var gjöfull fyrir áhöfn Daggar SU, en þessi tólf tonna línubátur frá Hornafirði landaði rúmlega 200 tonnum úr 21 róðri. Mest komu þeir með rúm 14 tonn eftir daginn, sem Vigfús Vigfússon, skipstjóri og útgerðarmaður, segir að hafi verið helst til mikið því þeir geti komið 13,5 tonnum fyrir með góðu móti í körum.

Þeir reru lengst af mánuðinum frá Stöðvarfirði þar sem oft var líflegt við bryggjuna síðdegis þegar fimm línubátar komu inn til löndunar. Aflanum var hins vegar öllum keyrt til vinnslu annars staðar.

Mikið róið í nóvember

„Það var hægt að róa mikið í nóvember og venju samkvæmt var víða kominn fiskur hérna fyrir austan. Oft keyrðum við rúmlega 30 mílur í austur, norður eða suður eftir atvikum og þetta voru oft langir túrar þegar sótt var alveg út í kanta, en þegar líður á fer vertíðarfiskurinn að ganga upp á grunnið. Verðið fyrir stóra þorskinn var gott fram eftir mánuðinum, en gaf eftir í blíðskaparkaflanum undir lok mánaðar,“ segir Vigfús.

Döggin landaði að mestu á Stöðvarfirði, en þaðan reru líka Gísli Súrsson, Auður Vésteinsdóttir og Vésteinn frá Einhamri í Grindavík, Kristján frá Grunni í Hafnarfirði og Sandfellið frá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Döggin seldi sinn afla á fiskmarkaði, en afla hinna var landað í eigin vinnslu. Stóru línuskipin hafa ýmist verið að veiðum fyrir norðan eða austan land í haust og sjá má á aflatölum að miklu hefur verið landað á Siglufirði, Sauðárkróki og Djúpavogi.

Vinnslan og kvótinn stjórna

Samkvæmt upplýsingum á aflafrettir.is var Döggin með mestan afla í flokki línubáta undir 15 tonnum í nóvember og ofarlega í flokki báta yfir 15 tonnum, en stórum og kröftugum bátum í þeim flokki hefur fjölgað síðustu ár. Vigfús viðurkennir að menn fylgist með aflatölum hver hjá öðrum, en segir að tímarnir séu breyttir.

„Metingurinn sem áður var er ekki lengur til staðar því núna er þessu öllu stjórnað af vinnslunni í landi og kvótanum. Sumir þurfa að stoppa tvo daga í viku vegna vinnslunnar eða að þeir verða að veiða ákveðna tegund þannig að aflatölur segja ekki neitt einar og sér. Ef menn fiska vel einn mánuðinn verða þeir kannski að vera á damli í þeim næsta. Nú byggist þetta sem betur fer á góðri meðferð á fiski frekar en kapphlaupi, sem er miklu heilbrigðara,“ segir Vigfús.

Fjórir eru í áhöfn Daggar og er beitt um borð. Hann segir að sama áhöfn hafi að mestu verið á bátnum í mörg ár, menn sem vinni vel saman. Rúmlega 700 þorskígildistonn eru skráð á Döggina og segir Vigfús að áfram verði róið.

Kallarnir hver í sína áttina

„Við klárum okkar kvóta og bindum þá vel, væntanlega í mars-apríl. Kallarnir fara þá hver í sína áttina og finna sér eitthvað við að vera í nokkra mánuði og svo byrjum við aftur að róa september-október næsta haust. Hugsanlega fer ég á makríl í ágúst, en ég hef alls ekki verið sáttur við verðið sem við höfum fengið fyrir hann,“ segir Fúsi á Dögginni að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 474,47 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 365,15 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,16 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 1.241 kg
Keila 166 kg
Þorskur 115 kg
Skarkoli 8 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.540 kg
22.7.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Keila 575 kg
Karfi 477 kg
Þorskur 302 kg
Hlýri 140 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.501 kg
22.7.24 Djúpey BA 151 Grásleppunet
Grásleppa 745 kg
Samtals 745 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 474,47 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 365,15 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,16 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 1.241 kg
Keila 166 kg
Þorskur 115 kg
Skarkoli 8 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.540 kg
22.7.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Keila 575 kg
Karfi 477 kg
Þorskur 302 kg
Hlýri 140 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.501 kg
22.7.24 Djúpey BA 151 Grásleppunet
Grásleppa 745 kg
Samtals 745 kg

Skoða allar landanir »