Bætt umgengni við hafið

Mengunarmál og plastmengun í hafi er eitt meginsviða sjóðsins.
Mengunarmál og plastmengun í hafi er eitt meginsviða sjóðsins. AFP

Ísland mun veita 400.000 banda­ríkja­dali (49,2 millj­ón­ir ISK) á ári næstu ár til sjóðs Alþjóðabank­ans sem styður við nýt­ingu sjáv­ar­auðlinda.

ProBlue heit­ir nýr sjóður um sjálf­bæra nýt­ingu sjáv­ar­auðlinda og bláa hag­kerfið. Ísland gerðist stofnaðili að sjóðnum fyrr í haust og hef­ur skuld­bundið sig til að leggja í hann fjár­magn og mun ut­an­rík­is­ráðuneytið veita ár­lega 200.000 banda­ríkja­dali í sjóðinn á tíma­bil­inu 2018-2021. Sveinn H. Guðmars­son, fjöl­miðlafull­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, seg­ir að fjár­mun­um úr sjóðnum verði varið til verk­efna sem Alþjóðabank­inn vinn­ur að í þró­un­ar­lönd­um, en bank­inn vinn­ur einkum að þró­un­ar­sam­vinnu.

Starf­semi þessa nýja sjóðs skipt­ist í fjög­ur meg­in­svið. Þau eru: 1. Bætt fisk­veiðistjórn­un fyr­ir sjálf­bæra nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar. 2. Meng­un­ar­mál og plast­meng­un í hafi. 3. Áhersla á að gera hefðbundna sjáv­ar­geira um­hverf­i­s­vænni og stuðning­ur við nýja at­vinnu­starf­semi. 4. Samþætt nálg­un á haf- og strandsvæðum fyr­ir sjálf­bæra þróun líf­ríkja hafs­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

Fisk­veiðistjórn og meng­un

Sjóður­inn ProFish, sem Ísland tók áður þátt í varðandi fisk­veiðimál hjá Alþjóðabank­an­um, hef­ur verið sam­einaður nýja ProBlue-sjóðnum. Árlegt 200.000 banda­ríkja­dala fram­lag Íslands í ProFish-sjóðinn til árs­ins 2021 mun því renna til ProBlue-sjóðsins með áherslu á það svið sem snýr að bættri fisk­veiðistjórn­un. Ísland mun einnig styrkja verk­efni sem snýr að meng­un­ar­mál­um í hafi. Sam­tals mun Ísland því leggja fram 400.000 banda­ríkja­dali á ári til ProBlue-sjóðsins til árs­ins 2021.

Aðild Íslands að sjóðnum er í sam­ræmi við annað þeirra tveggja meg­in­mark­miða sem sett eru fram í þings­álykt­un­ar­til­lögu um stefnu um alþjóðlega þró­un­ar­sam­vinnu Íslands (2019-2023). Bú­ist er við að þings­álykt­un­ar­til­lag­an verði lögð fyr­ir Alþingi á næst­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 558,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 442,41 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 229,08 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 263,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 227,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg
2.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 3.830 kg
Ýsa 627 kg
Þorskur 566 kg
Sandkoli 77 kg
Skarkoli 56 kg
Grásleppa 24 kg
Samtals 5.180 kg
2.4.25 Jökla ST 200 Grásleppunet
Grásleppa 2.566 kg
Þorskur 364 kg
Steinbítur 19 kg
Skarkoli 19 kg
Samtals 2.968 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 558,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 442,41 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 229,08 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 263,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 227,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg
2.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 3.830 kg
Ýsa 627 kg
Þorskur 566 kg
Sandkoli 77 kg
Skarkoli 56 kg
Grásleppa 24 kg
Samtals 5.180 kg
2.4.25 Jökla ST 200 Grásleppunet
Grásleppa 2.566 kg
Þorskur 364 kg
Steinbítur 19 kg
Skarkoli 19 kg
Samtals 2.968 kg

Skoða allar landanir »