Jan Mayen-þorskur líklega frá Íslandi

Guðmundur segir það þekkt að þorskur finnist á þessu svæði …
Guðmundur segir það þekkt að þorskur finnist á þessu svæði og þá meðal annars frá Bjarna Sæmundssyni fyrir um einni öld. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Góð þorskveiði norska línubátsins Loran í norskri lögsögu við Jan Mayen síðsumars og í haust hefur vakið athygli og spurningar um hvaðan þorskurinn komi. Í Noregi hafa menn velt fyrir sér hvort hann komi úr Barentshafi, frá Íslandi eða Austur-Grænlandi eða hvort þarna sé hugsanlega á ferðinni sérstakur Jan Mayen-stofn. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkis á Hafrannsóknastofnun, segir líklegast að þorskurinn hafi gengið frá Íslandi og þar kunni breytingar á hitastigi sjávar að eiga þátt.

Guðmundur segir það þekkt að þorskur finnist á þessu svæði og þá meðal annars frá Bjarna Sæmundssyni fyrir um einni öld. Fleiri dæmi séu þekkt um að þorskur hafi veiðst þarna, en aldrei í miklu magni. Við Jan Mayen sé mikið dýpi og lítið landgrunn þannig að ekki sé líklegt að mikið sé þar af þorski.

Meðfram Kolbeinseyjarhrygg

„Mér finnst ólíklegt að um sérstakan stofn sé að ræða og ekki líklegt að þorskurinn sé ættaður úr Barentshafi vegna þess hversu langt er á milli svæðanna og mikið dýpi á leiðinni. Þá er spurning um Austur-Grænland og Ísland og mér finnst líklegast að þessi fiskur sé kominn frá Íslandi og hafi gengið meðfram Kolbeinseyjarhryggnum og yfir til Jan Mayen,“ segir Guðmundur.

Hann segir að Norska hafrannsóknastofnunin hafi haft samband við systurstofnunina á Íslandi og fengið erfðasýni til að bera saman við erfðaefni úr Jan Mayen-þorskinum, en einnig eru kvarnir og fleiri sýni í rannsókn. Hvorki Norðmenn né Íslendingar hafa verið með sérstaka stofnmælingar á botnfiski við Jan Mayen. Norskir línubátar hafa hins vegar sótt í grálúðu þarna og það var í slíkum túr sem skipverjar á Loran fengu þennan óvænta þorskafla auk grálúðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 548,11 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 374,09 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 362,27 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 548,11 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 374,09 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 362,27 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »