Biðin lengist eftir stórum árgangi þorsks

Ljósafell SU, togari Loðnuvinnslunnar, tók þátt í haustralli Hafrannsóknarstofnunar og …
Ljósafell SU, togari Loðnuvinnslunnar, tók þátt í haustralli Hafrannsóknarstofnunar og er hér á siglingu inn Eyjafjörð. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Þetta er fyrsta vísbendingin sem við fáum um klakið sem var í vor. Við höfum beðið eftir því undanfarin ár að fá stóran og góðan árgang í þorski. Biðin verður líklega eitthvað lengri, miðað við það sem við höfum séð af þessum árgangi,“ segir Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun.

Niðurstöður árlegs haustleiðangurs stofnunarinnar, sem gerður var frá 1. október til 12. nóvember, voru birtar í gær.

„Stofnvísitalan er að lækka talsvert mikið frá síðasta ári, en hún rauk líka mikið upp á síðasta ári og núna er hún komin á svipaðan stað og hún var áður, miðað við tímabilið frá árinu 2013,“ segir Guðmundur í samtali við 200 mílur.

Sterkari grundvöllur skilaboða

Inn í vísitöluna kemur nú árgangurinn frá árinu 2013, sem er lélegur að sögn Guðmundar og veldur tilkoma hans meðal annars þessari lækkun stofnvísitölunnar.

Hann segir þessar niðurstöður mynda sterkari grundvöll undir þau skilaboð sem stofnunin hafi sent frá sér undanfarin misseri:

„Ef ekki kemur meiri nýliðun en raun ber vitni, þá er þess ekki að vænta að ráðlagður afli aukist neitt að ráði. Við erum eiginlega komin í ákveðið jafnvægi, þar sem aukning undanfarinna ára hefur verið vegna þess að fiskurinn hefur náð að stækka og lifa lengur.“

Að sama skapi megi ekki endilega búast við að aflaráðgjöf minnki. „Við vonum að svo verði ekki. Við erum samt að sjá minnkun bæði í haust- og vorralli á þessu ári. Rétt er þó að halda því til haga að árið 2017 var ansi óvenjulegt ár hvað þetta varðar, þar sem háar vísitölur fengust þá. Stofnmatið byggist svo á þessum tveimur mælingum auk gagna frá veiðunum.“

Ítarlegra viðtal við Guðmund má lesa í ViðskiptaMogganum sem fylgdi Morgunblaðinu í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »