Japanir segja sig úr hvalveiðiráðinu

Hnúfubakur í Kyrrahafinu. Mynd úr safni.
Hnúfubakur í Kyrrahafinu. Mynd úr safni. AFP

Japanir ætla að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC) á næsta ári og hefja hvalveiðar að nýju. Yoshihide Suga, talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar staðfesti þetta á fundi með fréttamönnum. Úrsögnin tekur gildi 30. júní 2019 og gera japönsk stjórnvöld ráð fyrir að hefja strax næsta dag atvinnuveiðar í japanskri lögsögu, en IWC bannaði hvalveiðar í atvinnuskyni árið 1986.   

BBC segir þessa ákvörðun japanskra stjórnvalda líklega til að sæta mikillar gagnrýni alþjóðasamfélagsins.

Hvalveiðar hafa verið hluti japanskrar menningar um aldaskeið og er neysla hvalkjöts einnig hluti þeirrar menningar. Japan hefur hins vegar verið meðlimur að IWC frá árinu 1951og hafa því undanfarna áratugi eingöngu stundað hvalveiðar í vísindaskyni.

Hafa japönsk stjórnvöld ítrekað, en án árangurs, reynt að fá IWC til að samþykkja að Japan fái að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Hafa japönsk stjórnvöld líka ítrekað hótað að segja skilið við hvalveiðiráðið og kemur úrsögn þeirra nú því ekki á óvart.

Sala á því kjöti sem Japanir hafa hingað til veitt í vísindaskyni hefur verið harðlega gagnrýnd af hópum umhverfisverndarsinna, sem einnig vara nú við afleiðingum af úrsögn Japans úr IWC.  Benda þau m.a. á að eftir úrsögnina geti Japanir til að mynda hafið hrefnuveiðar á ný, en hrefnan er meðal þeirra hvaltegunda sem bann IWC nær yfir.

Segir AFP japönsk hvalveiðiskip þar með bætast í hóp norskra og íslenskra hvalveiðiskipa sem ekki virði bann hvalveiðiráðsins við veiðum í atvinnuskyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 302,00 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 364,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 111,15 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg
21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 105.873 kg
Karfi 49.259 kg
Ufsi 3.805 kg
Ýsa 1.580 kg
Hlýri 880 kg
Langa 586 kg
Grálúða 386 kg
Blálanga 368 kg
Steinbítur 363 kg
Keila 56 kg
Þykkvalúra 30 kg
Skarkoli 22 kg
Samtals 163.208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 302,00 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 364,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 111,15 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg
21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 105.873 kg
Karfi 49.259 kg
Ufsi 3.805 kg
Ýsa 1.580 kg
Hlýri 880 kg
Langa 586 kg
Grálúða 386 kg
Blálanga 368 kg
Steinbítur 363 kg
Keila 56 kg
Þykkvalúra 30 kg
Skarkoli 22 kg
Samtals 163.208 kg

Skoða allar landanir »