Samstarf um loðnuleit

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson. mbl.is/Þorgeir

Verið er að und­ir­búa rann­sókn­ar­leiðang­ur þar sem 2-4 fiski­skip munu taka þátt í loðnu­mæl­ing­um ásamt rann­sókna­skip­inu Árna Friðriks­syni nú í janú­ar. 

Fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar, að samstarf upp­sjáv­ar­út­gerða og Haf­rann­sókna­stofn­un­ar varðandi loðnu­rann­sókn­ir hafi verið mjög gott und­an­far­in ár.  Sam­starfið snústi um fram­kvæmd loðnu­mæl­inga og það sé ljóst að þetta sam­starf hafi skilað góðum ár­angri und­an­far­in ár.

Þá kem­ur fram, að stjórn­völd hafi árið 2015 samþykkt nýja afla­reglu fyr­ir loðnu sem nú hafi verið notuð í nokk­ur ár við út­hlut­un afla­marks. Með nýju regl­unni sé tekið til­lit til þátta sem ekki hafi verið gert með sama hætti áður. „Þeir eru óvissa í berg­máls­mæl­ing­um ásamt afráni á loðnu frá mæl­ingu að hrygn­ingu og er regl­unni ætlað að tryggja með 95% vissu að hrygn­ing­ar­stofn­inn fari ekki und­ir 150 þúsund tonn.“

Enn­frem­ur seg­ir, að með þess­ari nýju afla­reglu hafi strax verið ljóst að stór­auka þyrfti fjár­magn til loðnu­rann­sókna. 

Þær rann­sókn­ir þurfa að snúa ann­ar­s­veg­ar að loðnu­stofn­in­um og hins veg­ar að því afráni sem metið er á stofn­in­um. Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur verið fjár­svelt und­an­far­in ár og ekki hef­ur fylgt með fjár­magn til að mæta þörf fyr­ir aukn­ar rann­sókn­ir.  Nú­ver­andi ráðherra jók fjár­magn til loðnu­rann­sókna um 150 millj­ón­ir króna á næsta ári sem er já­kvætt og er það  í fyrsta skipti í mörg ár sem mál­inu er sýnd­ur skiln­ing­ur.

Það er ljóst að sam­stillt átak út­gerða og Haf­rann­sókna­stofn­un­ar þarf til að ná utan um þess­ar mæl­ing­ar. Útgerðir hafa leit­ast við að koma upp mæli­búnaði í sín­um skip­um sam­bæri­leg­um þeim búnaði sem skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar eru með til að nýta megi þau til mæl­inga.  Haf­rann­sókna­stofn­um kvarðar mæl­ana og er með vís­inda­fólk um borð í fiski­skip­un­um við mæl­ing­ar,“ seg­ir á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Núna er í und­ir­bún­ingi rann­sókn­ar­leiðang­ur í janú­ar þar sem 2-4 fiski­skip munu taka þátt í loðnu­mæl­ing­um ásamt rann­sókna­skip­inu Árna Friðriks­syni.  Menn munu vakta veður­spár og fara af stað þegar aðstæður leyfa.

Verk­efnið vegna  kom­andi vertíðar hófst í des­em­ber með leiðangri sem Heima­ey VE fór í, og varð þá vart við tölu­vert af loðnu á hefðbundn­um slóðum norður af Húna­flóa og út af Vest­fjörðum. Auk þess hef­ur borist tölu­vert af loðnu­frétt­um frá tog­ur­um bæði af Digra­nes­flaki og Vest­fjarðamiðum.“

<a href="http://svn.is/index.php?option=com_content&amp;view=article&amp;id=1479:samstarf-um-lodhnuleit-skiptir-miklu-mali-bjartsyni-fyrir-komandi-vertidh&amp;catid=111&amp;Itemid=101" target="_blank">Nánar á vef Síldarvinnslunnar. </a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 544,64 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 405,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.25 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.306 kg
Þorskur 64 kg
Samtals 1.370 kg
16.4.25 Elías Magnússon ÍS 9 Grásleppunet
Grásleppa 958 kg
Skarkoli 293 kg
Þorskur 285 kg
Samtals 1.536 kg
16.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 6.024 kg
Skarkoli 1.229 kg
Þorskur 581 kg
Sandkoli 168 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 8.030 kg
16.4.25 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 666 kg
Þorskur 13 kg
Samtals 679 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 544,64 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 405,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.25 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.306 kg
Þorskur 64 kg
Samtals 1.370 kg
16.4.25 Elías Magnússon ÍS 9 Grásleppunet
Grásleppa 958 kg
Skarkoli 293 kg
Þorskur 285 kg
Samtals 1.536 kg
16.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 6.024 kg
Skarkoli 1.229 kg
Þorskur 581 kg
Sandkoli 168 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 8.030 kg
16.4.25 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 666 kg
Þorskur 13 kg
Samtals 679 kg

Skoða allar landanir »