Laxeldið opni leiðir fyrir aðra

Horft yfir kvíarnar. „Við þurfum skýran og sanngjarnan ramma sem …
Horft yfir kvíarnar. „Við þurfum skýran og sanngjarnan ramma sem hjálpar okkur að skapa þetta samkeppnisforskot,“ segir Þorsteinn í samtali við 200 mílur.

Árið 2022 gæti lax­eldi staðið und­ir 27% af heild­ar­út­flutn­ings­verðmæt­um ís­lensks sjáv­ar­út­vegs. Þetta seg­ir Þor­steinn Más­son, svæðis­stjóri fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax í Bol­ung­ar­vík.

„Þetta er ef til vill frek­ar djarft áætlað hjá mér, en þessi framtíðar­sýn miðast við þessi rúmu sjö­tíu þúsund tonn sem Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur sagt að verði óhætt að ala sam­kvæmt áhættumat­inu.“

Þor­steinn hélt er­indi um ein­mitt þessa framtíðar­sýn á sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unni ár­legu, sem hald­in var í Hörpu í nóv­em­ber. Hann bend­ir á að ýms­ir óvissuþætt­ir komi þó inn í reikn­ing­inn áður en vænta megi að þetta verði raun­in.

„Leyf­is­veit­ing­arn­ar eru til að mynda ekki full­frá­gengn­ar. Þá á eft­ir að byggja upp seiðaeld­is­stöðvarn­ar og ann­ars kon­ar innviði. En ég ákvað að miða við þetta ár­tal, árið 2022, til að sýna að til mik­ils er að vinna og að við get­um náð tölu­verðum ár­angri ef við stefn­um öll að sama marki.“

„Þarna eru tæki­færi til vaxt­ar“

Þorsteinn Másson, svæðisstjóri Arnarlax í Bolungarvík.
Þor­steinn Más­son, svæðis­stjóri Arn­ar­lax í Bol­ung­ar­vík.

Við mót­un framtíðar­sýn­ar­inn­ar miðaði Þor­steinn við verð á laxi á síðasta ári og út­flutn­ings­verðmæti í sjáv­ar­út­vegi á sama tíma­bili. Að þeim for­send­um gefn­um, og ef lax­eldi næði 71 þúsund tonna fram­leiðslu á ári, myndi lax sem teg­und standa und­ir 27% af út­flutn­ings­verðmæt­um í sjáv­ar­út­vegi, eins og áður sagði. Til sam­an­b­urðar stæði þorsk­ur, okk­ar verðmæt­asta teg­und, und­ir 46 pró­sent­um.

„Við sjá­um að þetta eru spenn­andi tæki­færi sem við Íslend­ing­ar stönd­um frammi fyr­ir. Auðvitað vilj­um við ganga áfram um villtu auðlind­irn­ar með sjálf­bær­um hætti og það er ekki út­lit fyr­ir að við mun­um auka hvít­fisk­veiðarn­ar mikið á kom­andi árum. En þarna eru tæki­færi til vaxt­ar.“

Þor­steinn tek­ur fram að þótt um yrði að ræða 71 þúsund tonna fram­leiðslu, og þar með full­nýtt­ar heim­ild­ir sam­kvæmd nú­gild­andi áhættumati Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, yrði Ísland áfram lít­ill fisk­ur í stórri tjörn miðað við ná­granna­lönd­in.

„Það helg­ast fyrst og fremst af þess­ari áherslu á að vernda villtu laxa­stofn­ana, en í raun höf­um við byggt upp eldið á þeim for­send­um sem eru tak­mark­andi þátt­ur fram­leiðslunn­ar. Við lokuðum stærst­um hluta af strand­lengj­unni og not­umst við áhættumat til að verja og passa villta laxa­stofna.“

Lang­flest­ir sátt­ir við nálg­un­ina

Bend­ir Þor­steinn á að Fær­ey­ing­ar séu í þeirri aðstöðu að þurfa lítið sem ekk­ert að hugsa um villta laxa­stofna þegar þeir ákveði hvar setja skuli niður eldisk­ví­ar. „Þeir hafa ekki þessa villtu og merki­legu laxa­stofna, þannig að mögu­leik­ar þeirra til vaxt­ar tak­mark­ast í raun og veru meira af heppi­leg­um aðstæðum til eld­is,“ seg­ir hann.

„Og ef við lít­um á Nor­eg, Skot­land og Fær­eyj­ar þá höf­um við gengið hvað lengst í að loka svæðum fyr­ir mögu­legu lax­eldi. Ég held að það sé lít­ill ágrein­ing­ur um það. Ég finn það að lang­flest­ir sem ég ræði við inn­an geir­ans eru sátt­ir við þessa nálg­un sem við höf­um haft hér á landi.“

Útsýnið við vinnuna. Þorsteinn telur að tækifæri séu fyrir íslenska …
Útsýnið við vinn­una. Þor­steinn tel­ur að tæki­færi séu fyr­ir ís­lenska laxa- og hvít­fisk­fram­leiðend­ur til að styðja hver við ann­an.

Íslenski lax­inn hafi sér­stöðu

Fram­leidd voru í Fær­eyj­um á síðasta ári alls 77 þúsund tonn af laxi. Í Kan­ada nam fram­leiðslan 143 þúsund tonn­um, á Írlandi var hún 16 þúsund tonn og í Bretlandi 157 þúsund tonn. Norðmenn gnæfa loks hátt yfir hinar þjóðirn­ar með 1.300 þúsund tonn. Á sama tíma voru fram­leidd tíu þúsund tonn hér á landi.

Ljóst má því vera að Ísland mun ekki keppa við ná­grannaþjóðir sín­ar í magni, þegar kem­ur að því að selja lax­inn á alþjóðleg­um mörkuðum. Þor­steinn seg­ir að þeim mun mik­il­væg­ara sé að skapa ís­lenska lax­in­um ákveðna sér­stöðu.

„Við mun­um ekki geta keppt í magni og við mun­um held­ur ekki geta keppt í lág­um fram­leiðslu- eða flutn­ings­kostnaði. Ég held að tæki­fær­in okk­ar fel­ist þar af leiðandi í því að leggja áherslu á upp­runa fisks­ins, þá virðingu sem við sýn­um nátt­úr­unni, alþjóðleg­ar vott­an­ir og sjálf­bærni fisk­eld­is­ins, svo dæmi séu tek­in. Það gæti verið leiðin fyr­ir okk­ur að taka.“

Hægt að læra af út­gerðunum

Spurður hvað læra megi af Norðmönn­um í lax­eldi seg­ir Þor­steinn að Íslend­ing­ar hafi gert vel í að læra af eld­inu sjálfu, varðandi áhættumat og að tryggja að sem minnst áhrif verði á villta laxa­stofna.

„Við höf­um getað horft á þeirra aðferðir, það sem þau hafa gert vel og það sem þau hafa kannski brennt sig á í gegn­um tíðina. En ekki síður þurf­um við að líta til þess hvernig Norðmenn hafa nýtt lax­inn til að koma hvít­fiskn­um sín­um dýpra inn á markaðinn þannig að hann öðlist þar betri sess.“

Hann seg­ist vita til þess að hér á landi sé horft til vöruþró­un­ar sem átt hafi sér stað í Nor­egi, þar sem reykt­ur og graf­inn lax hafi verið kynnt­ur á er­lend­um mörkuðum.

„Ég held að tæki­fær­in okk­ar liggi í auk­inni vöruþróun og í að toga hvít­fisk­inn dýpra inn á bet­ur borg­andi markaði með lax­in­um. Að sama skapi get­um við í lax­eld­is­geir­an­um lært af ís­lensku sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um, sem hafa að mörgu leyti verið að vinna gott starf hvað varðar til dæm­is upp­run­ann og sjálf­bærni. Þau hafa reynt að staðsetja sig á þeim hluta markaðar­ins og ég held að við í lax­in­um ætt­um að horfa til þess að gera það sömu­leiðis.“

Að lesa sömu fræðibók­ina

Þor­steinn seg­ist þannig telja að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in hér­lend­is og hinar hefðbundnu út­gerðir séu að horfa til sömu styrk­leika við mót­un markaðsstarfs á er­lendri grundu. „Það er þessi ímynd sjáv­arþorp­anna, fólkið á bak við vör­urn­ar, sem við erum stolt af, og ég held að við séum svo­lítið að lesa sömu fræðibók­ina þegar kem­ur að þess­um styrk­leik­um.“

Tel­ur hann þess vegna að tæki­færi séu fyr­ir ís­lenska laxa- og hvít­fisk­fram­leiðend­ur til að styðja hver við ann­an.

„Ef okk­ur tæk­ist að búa til Ísland sem nokk­urs kon­ar „one-stop shop“, þannig að kaup­end­ur geti keypt bleik­an og hvít­an fisk frá Íslandi á sömu grund­vallar­for­send­un­um, þá held ég að það myndi efla mögu­leika ís­lenskra fyr­ir­tækja á mörkuðum úti. Með þessu gæt­um við boðið viðskipta­vin­um hand­an hafs­ins upp á breiðara úr­val og þannig styrkt stöðu okk­ar gagn­vart öðrum.“

Akki­les­ar­hæll Vest­f­irðinga

Sam­skip og Arn­ar­lax skrifuðu í haust und­ir sam­starfs­samn­ing um að Sam­skip ann­ist út­flutn­ing afurða fyr­ir­tæk­is­ins frá Bíldu­dal og sömu­leiðis inn­flutn­ing á aðföng­um. Sigl­ing­arn­ar hóf­ust í lok októ­ber, þegar Skála­fell kom í sína fyrstu ferð til Bíldu­dals. Óhætt er að segja að langt sé um liðið síðan þaðan hafa verið bein­ar milli­landa­sigl­ing­ar.

Aðspurður seg­ir Þor­steinn að hvít­fisk­fram­leiðend­ur fyr­ir vest­an geti nýtt sér þá flutn­inga. „Mér skilst að þeir séu farn­ir að nýta kom­ur skips­ins í ein­hverj­um mæli. Ég vona að í framtíðinni, bæði fyr­ir vest­an og aust­an, að eft­ir því sem fram­leiðslan í lax­in­um auk­ist þá muni skap­ast meiri spurn eft­ir fjöl­breytt­ari flutn­ings­leiðum, sem muni þá einnig standa hvít­fisk­fram­leiðend­um opn­ar,“ seg­ir hann.

„Við Vest­f­irðing­ar höf­um í gegn­um tíðina þurft að glíma við háan flutn­ings­kostnað, sem hef­ur nokk­urn veg­inn verið okk­ar akki­les­ar­hæll. Hugs­an­lega get­ur lax­inn hjálpað til við að gera okk­ur sam­keppn­is­hæf­ari í flutn­ing­um frá fram­leiðslu til neyt­and­ans.“

Áhersla á um­hverf­is­vernd

Loks seg­ir Þor­steinn að brýnt sé fyr­ir stjórn­völd að setja skýr­an ramma utan um grein­ina.

„Þannig að fyr­ir­tæk­in viti inni í hvaða ramma þau eiga að starfa, hvar mörk­in eru og við hverju megi bú­ast. Þessi óvissa varðandi leyf­in og fram­leiðslu­heim­ild­ir – henni þarf að eyða. Með þeim hætti get­um við kannski byrjað að byggja upp ímynd­ina út á við og farið um leið að horfa meira til framtíðar­inn­ar.

Við þurf­um skýr­an og sann­gjarn­an ramma sem hjálp­ar okk­ur að skapa þetta sam­keppn­is­for­skot. Þar þarf að leggja áherslu á um­hverf­is­vernd og virðingu fyr­ir nátt­úr­unni, en líka á að við hér á landi get­um haldið áfram að keppa við stóru fram­leiðend­urna úti.“

Viðtalið birt­ist fyrst í sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna, sem síðast fylgdi Morg­un­blaðinu þann 14. des­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.4.25 527,02 kr/kg
Þorskur, slægður 4.4.25 635,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.4.25 357,47 kr/kg
Ýsa, slægð 4.4.25 324,29 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.4.25 130,71 kr/kg
Ufsi, slægður 4.4.25 244,03 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 4.4.25 243,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Keila 1.206 kg
Hlýri 248 kg
Þorskur 113 kg
Karfi 68 kg
Ýsa 27 kg
Steinbítur 21 kg
Samtals 1.683 kg
4.4.25 Jökla ST 200 Grásleppunet
Grásleppa 2.376 kg
Þorskur 239 kg
Skarkoli 15 kg
Samtals 2.630 kg
4.4.25 Hafbjörg ST 77 Grásleppunet
Þorskur 1.222 kg
Grásleppa 943 kg
Rauðmagi 18 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 2.201 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.4.25 527,02 kr/kg
Þorskur, slægður 4.4.25 635,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.4.25 357,47 kr/kg
Ýsa, slægð 4.4.25 324,29 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.4.25 130,71 kr/kg
Ufsi, slægður 4.4.25 244,03 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 4.4.25 243,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Keila 1.206 kg
Hlýri 248 kg
Þorskur 113 kg
Karfi 68 kg
Ýsa 27 kg
Steinbítur 21 kg
Samtals 1.683 kg
4.4.25 Jökla ST 200 Grásleppunet
Grásleppa 2.376 kg
Þorskur 239 kg
Skarkoli 15 kg
Samtals 2.630 kg
4.4.25 Hafbjörg ST 77 Grásleppunet
Þorskur 1.222 kg
Grásleppa 943 kg
Rauðmagi 18 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 2.201 kg

Skoða allar landanir »