Tekur upp hanskann fyrir hvalveiðar

Hvalveiðiskipin við bryggju í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskipin við bryggju í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Margir hvalastofnar eru ekki lengur í hættu. Steypireyður er enn sorglega fáséð en bati til að mynda hrefnu-, langreyðar- og hnúfubaksstofna er ein af þeim fréttum sem of lítið hefur verið fjallað um undanfarna tvo áratugi,“ segir Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu í grein sem hann ritar á vefsíðu bandaríska dagblaðsins Washington Examiner þar sem hann tekur upp hanskann fyrir hvalveiðar.

Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, segir andstöðu við …
Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, segir andstöðu við hvalveiðar aðallega byggjast á tilfinningasemi. mbl.is/Árni Sæberg

Hannan bætir við að kannski sé ástæðan sú svartsýni sem nánast þykir skylda að tileinka sér í dag. Hvalveiðibannið, sem sett var á níunda áratug síðustu aldar, hafi að miklu leyti þjónað sínu hlutverki. Þingmaðurinn minnir hins vegar á að bannið hafi aðeins verið hugsað sem tímabundin ráðstöfun. Réttlæting þess hafi verið vernd dýra en ekki tilfinningasemi. Engu að síður væri sú fordæming, sem ákvörðun Japana um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á dögunum hefði mætt, nær eingöngu tilfinningalegs eðlis.

„Stjórnmálamenn sem fordæma Japan eru samviskusamlega að endurspegla afstöðu almennings í heimalöndum þeirra. Kjósendur þeirra eru andsnúnir þeirri hugmynd að í lagi sé að veiða hvali af prinsippástæðum. Dýravernd hefur lítið með það að gera. Sama hversu stórir hvalastofnar yrðu myndu flestir áfram leggjast gegn því að þeir væru drepnir og borðaðir,“ segir Hannan. Það sé ekki vegna þess að hvalir séu fallegir. 

Hins vegar telji margir hvali vera gáfaðri en önnur dýr. Þingmaðurinn segir hins vegar ekkert benda til þess í raun að hvalir séu gáfaðri dýr en til að mynda svín. Hins vegar sjái fólk upp til hópa ekkert að því að borða svínakjöt. Málið snúist um tilfinningar fyrst og síðast. Japanar hafi tekið fullkomlega rökrétta ákvörðun um að bregðast við stækkandi hvalastofnum með því að draga aðeins úr takmörkunum á hvalveiðum. Hvernig sem á málið sé litið sé líf og dauði hvals sem veiddur sé ekki eins slæmt hlutskipti og líf og dauði húsdýra.

Hins vegar segir Hannan, að líkt og Japanar séu að upplifa um þessar mundir í kjölfar ákvörðun sinnar, vegi tilfinningar gjarnan þyngra en skynsemin í heimsmálunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »