Kleifaberg RE-70 svipt veiðileyfi í 12 vikur

Fiskistofa hefur svipt Kleifaberg RE-70 veiðileyfi í tólf vikur vegna …
Fiskistofa hefur svipt Kleifaberg RE-70 veiðileyfi í tólf vikur vegna brottkasts. Ljósmynd/Bragi Ragnarsson

Fiskiskipið Kleifaberg, sem gert er út af Útgerðarfélagi Reykjavíkur (ÚR), hefur verið svipt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni í tólf vikur vegna brottkasts, samkvæmt ákvörðun Fiskistofu. Leyfissviptingin tekur gildi 4. febrúar. RÚV greindi fyrst frá þessu.

Ítarlega var fjallað um brottkast af Kleifabergi í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í nóvember 2017 og myndskeið sem Trausti Gylfason, fyrrverandi skipverji á skipinu, sagðist hafa tekið um þar borð sköpuðu mikla umræðu um brottkast af fiskveiðiskipum. Myndskeiðin sem Fiskistofa hefur undir höndum eru alls fimm talsins og voru tekin upp á átta ára tímabili, samkvæmt því sem fram kemur í ákvörðuninni.

„Fiskistofa telur að útgerð Kleifabergs ER-70 (1360) hafi haft fjárhagslegan ávinning af brotinu með því að kasta fyrir borð fiski sem annars yrði til að tefja vinnslu um borð eða sem fullnægði ekki kröfum útgerðar. Eins og atvikum er lýst verður að ganga út frá því að um ásetningsbrot hafi verið að ræða. Miklu magni af fiski var hent með vitund, og samkvæmt fyrirmælum skipstjóra,“ segir meðal annars í ákvörðun Fiskistofu.

Ætla að kæra úrskurðinn

Í fréttatilkynningu frá ÚR vegna ákvörðunarinnar, segir að úrskurðurinn verði kærður til auðlinda- og nýsköpunarráðuneytisins og að félagið telji sig ekki hafa notið sanngjarnrar málsmeðferðar.

„ÚR telur málatilbúnað Fiskistofu ekki standast en úrskurður hennar byggir á lýsingu eins manns og myndskeiðum  sem auðvelt er að eiga við og bjaga eins og ÚR benti á í andmælum sínum til Fiskistofu á síðasta ári. Þá hefur ÚR kært eitt umræddra myndskeiða til lögreglu en það er að mati félagsins og sérfærðinga [sic] þess falsað. Þá telur ÚR að þau meintu brot sem sögð hafa verið framin á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd samkvæmt lögum nr. 57/1996,“ segir í fréttatilkynningu útgerðarinnar.

„Dauðadómur yfir Kleifabergi“

Fram kemur að kæra ÚR til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins muni ekki fresta leyfissviptingunni, sem muni að mati útgerðarinnar „rýra tekjur félagsins um allt að einum milljarði króna og auk þess valda henni varanlegum skaða þar sem óvíst er hvort þetta farsæla veiðiskip haldi aftur til veiða.“

Runólfur Viðar Guðmundsson framkvæmdastjóri ÚR segir í tilkynningu að þetta séu „gríðarlega hörð viðurlög“ og „í raun dauðadómur yfir Kleifabergi RE-70“.

„Kleifaberg hefur verið meðal fengsælustu fiskiskipa íslenska flotans. Afli skipsins frá árinu 2007 hefur verið tæp 100.000 tonn og aflaverðmæti yfir 30 milljarðar króna á núvirði. Lang stærsti hluti þessa frábæra árangurs má þakka yfirburða áhöfn á skipinu. Ef skipið stoppar í 3 mánuði eru allar líkur á að sjómenn á Kleifabergi fái vinnu á öðrum skipum. Með þessari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað,“ er haft eftir Runólfi í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »