Þarf að huga betur að velferð fiskanna?

Peter segir að með því að veiða og rækta fisk …
Peter segir að með því að veiða og rækta fisk á eins mannúðlegan hátt og unnt er mætti hugsanlega fá hærra verð fyrir vöruna.

Líkur eru á að bæði neytendur og stjórnvöld muni leggja aukna áherslu á að reynt verði að lágmarka þjáningu fisks við veiðar og slátrun. Fyrirmyndarvinnubrögð gætu skapað samkeppnisforskot og jafnvel skilað sér í hærra verði.

Fyrr í vetur birti breska dagblaðið Guardian grein sem ætti að vekja íslensk sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtæki til umhugsunar. Umfjöllunarefnið var átakanleg upptaka dýraverndarsamtaka af vinnubrögðum ítalskrar fiskeldisstöðvar sem stundar það að slátra fiskinum með því að láta hann kafna frekar en að rota fiskinn eða blóðga. Lesendur voru ekki par hrifnir og greininni var dreift víða.

Þó að vinnubrögðin séu allt önnur við veiðar og í fiskeldi á Íslandi þá minnir umfjöllun Guardian á að bæði dýravinir og almennir neytendur eru í auknum mæli farnir að láta sig varða velferð fiska. Ekki nóg með það heldur virðist Evrópusambandið vera að gera sig líklegt til að herða reglur um meðferð á fiski.

Ljóst er að hópur neytenda er fús að greiða hærra …
Ljóst er að hópur neytenda er fús að greiða hærra verð fyrir mannúðlega framleitt kjöt og egg. Kannski gæti það sama gilt um fiskinn. mbl.is/Sigurður Bogi

Fiskar finna til

Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun, segir elstu reglur um mannúðlega velferð dýra ná allt aftur til 18. aldar en það hafi ekki verið fyrr en á allra síðustu áratugum að var farið að gefa velferð fiska einhvern gaum. Villtir fiskar hafi alla jafna verið undanskildir í lögum sem fjalla um meðhöndlun dýra við veiðar og slátrun, en árið 2008 hafi Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OiE) gefið út tilmæli um almennar kröfur varðandi velferð eldisfiska og flutning og slátrun eldisfisks (e. Aquatic Code). Evrópuráðið hefur einnig lagt aukna áherslu á velferð eldisfisks í nýlegri stefnumótun sinni og gaf árið 2017 út skýrslu um stöðuna í Evrópu hvað varðar velferð eldisfisks út frá tilmælum OiE.

„Ný íslensk lög um velferð dýra tóku gildi árið 2014 og náðu einnig til eldisfisks, en hefðbundnar veiðar og föngun á villtum fiski var sérstaklega undanskilin. Við innleiddum einnig Evrópuráðsreglugerð um vernd dýra við aflífun 2013. En þar gildir það sama, að það á einungis við um eldisfisk og kröfurnar um meðferð fiska fyrst og fremst að þeim skuli hlíft við sársauka sem hægt er að komast hjá.“

Að sögn Þóru má hugsanlega skýra það að dýravelferðarlög hafa ekki gefið fiskum meiri gaum með því að sumir vísindamenn töldu lengi að fiskar gætu ekki fundið sársauka.

„Þessu var m.a. síðast haldið fram í grein sem kom út árið 2002, og var ályktað að þar sem fiskar hafa ekki heilabörk gætu þeir ekki skynjað sársauka, og að þau viðbrögð sem þeir sýna við ógn og áreiti séu ósjálfráð og meðfædd. Síðan þá hefur hins vegar fjöldi nýrra rannsókna sýnt fram á hið gagnstæða, og benda til að þó uppbygging heila fisksins sé öðruvísi en hjá spendýrum þá séu taugaboðin ekki svo ósvipuð og fiskheilinn að mörgu leyti sambærilegur við heilann í fuglum. Fiskar framleiða m.a. taugaboðefni tengd sársauka og ótta, og sýna breytta hegðun þegar þeim eru gefin verkjalyf,“ útskýrir Þóra.

„Ekki nóg með það heldur sýna tilraunir að sumar tegundir fiska geta lært, hafa gott minni, læra af því að fylgjast með öðrum og hafa meira að segja sjálfsmeðvitund upp að vissu marki. Ein nýleg rannsókn sýndi meira að segja að auðgun umhverfis eldisfisks getur haft jákvæð áhrif á vöxt fisksins og minnkað tíðni sjúkdóma.“

Betri samviska og hærra verð

Peter Singer, prófessor í lífsiðfræði við Princeton-háskóla, hefur fjallað um velferð fiska. Hann segir að við sárafáar rannsóknir sé að styðjast en þó virðist óhætt að fullyrða að fiskar geti þjáðst, og því vert að leita allra leiða til að fiskurinn þjáist sem minnst við veiðar og slátrun. Hann bendir einnig á að það geti skipt viðskiptahagsmuni sjávarútvegs- og eldisfyrirtækja miklu að huga að þessu málum, því líklegt er að neytendur muni sýna velferð fiska æ meiri áhuga.

„Við sjáum þá greinilegu viðhorfsbreytingu sem orðið hefur á skömmum tíma hvað snýr að velferð spendýra og fugla, og dýravelferðarsamtök eru í vaxandi mæli farin að beina sjónum sínum að fiskum.“

Peter segir að með því að veiða og rækta fisk á eins mannúðlegan hátt og unnt er mætti hugsanlega fá hærra verð fyrir vöruna.

„Við sjáum það til dæmis að ákveðinn hópur neytenda er reiðubúinn að greiða að því er virðist um 50% hærra verð fyrir egg úr hænum sem ekki er haldið í búrum, eða kjöt af nautgripum sem fá að lifa í haga frekar en í fóðurstíum,“ segir hann.

„Þá bendir flest til að mannúð og gæði haldist í hendur við fiskveiðar rétt eins og slátrun á búfénaði og fiðurfé og að ef rétt er að verki staðið verði útkoman fiskur sem er síður marinn og blæðir betur.“

Ítarlegri umfjöllun má lesa í ViðskiptaMogganum sem fylgdi Morgunblaðinu í gær, fimmtudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,44 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,44 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »