Kalla drög ráðherra stríðsyfirlýsingu

Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni.
Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Umhverfissjóðurinn Icelandic Wildlife Fund (IWF) segir að drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lögum um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi, sem nú má finna í samráðsgátt stjórnvalda, séu „stríðsyfirlýsing á hendur þeim sem vilja vernda lífríkið og starfa á vísindalegum grundvelli“.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á Facebook-síðu IWF undir kvöld, en sjóðurinn hefur verið starfandi frá árinu 2017 og hefur verið nokkuð áberandi í umræðu um umhverfisáhrif laxeldis í opnum sjókvíum undanfarin misseri.

Ráðherra taki sér stöðu með hagsmunagæslumönnum

Sjóðurinn setur sérstaklega út á það að í frumvarpsdrögunum sé lagt til að það verði á valdi ráðherra að gefa út svokallað áhættumat erfðablöndunar, en samkvæmt fyrra frumvarpi hafi áhættumat Hafrannsóknastofnunar verið bindandi fyrir ráðherra.

„Það er algjörlega óásættanlegt að áhættumatið verði gert pólitískt með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu sjóðsins, en þar kemur einnig fram að ráðherra sé með þessum drögum að taka sér stöðu með „hagsmunagæslumönnum sjókvíaeldisfyrirtækjanna gegn vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar og náttúruverndarsamtökum“.

„Samkvæmt núverandi áhættumati Hafrannsóknarstofnunar [sic] er gert ráð fyrir að allt að 4 prósent fiska í ám landsins séu fiskar sem hafa sloppið úr eldi. Með öðrum orðum að 1 af hverjum 25 fiskum í íslenskum ám geta verið norskir eldislaxar. Það er óhugnanleg tala,“ segir í yfirlýsingu IWF og þar er einnig fjallað um að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi undanfarið reynt að fá þennan þröskuld hækkaðan.

„Hafrannsóknarstofnun [sic] hafnaði því en nú ætlar ráðherra að taka valdið til sín svo hægt verði að ganga fram hjá vísindalegum vinnubrögðum,“ segir í yfirlýsingunni, en þar er einnig ákvæði í drögunum um fyrirhugaðan samráðsvettvangur gagnrýnt harðlega.

„Afar sérstakt ákvæði“

„Samkvæmt frumvarpsdrögum Kristjáns Þórs, er gert ráð fyrir að ráðherra skipi „samráðsvettvang“ sem á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. Í frumvarpinu segir: „Hlutverk vettvangsins er að leggja mat á forsendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggir á.“

Þetta er afar sérstakt ákvæði. Ekki er gert ráð fyrir að í þessum sjö manna samráðsvettvangi taki sæti vísindafólk til að rýna fræðilegar niðurstöður og gögn Hafrannsóknarstofnunar [sic], heldur mun vettvangurinn vera skipaður þremur fulltrúum ráðherra, einum fulltrúa eldisfyrirtækjanna, einum frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og svo loks einum frá Hafrannsóknarstofnun [sic] og einum frá Landssambandi veiðifélaga,“ segir í yfirlýsingu sjóðsins.

IWF lítur svo á að þessi vettvangur eigi fyrst og fremst „að vera vettvangur fulltrúa ráðherra til að færa honum í hendur þá niðurstöðu sem hann vill“ og skjól til að fara gegn mati Hafrannsóknastofnunar.

„Þetta er fráleitt fyrirkomulag. Ef ráðherra telur nauðsyn á að hafa samráðsvettvang til rýningar á áhættumatinu á sá hópur að sjálfsögðu að vera skipaður hlutlausu vísindafólki. Norska Vísindaráðið um laxinn er til dæmis skipað þrettán vísindamönnum frá sjö mismundandi stofnunum og háskólum,“ segir í yfirlýsingu IWF, sem lesa má í heild sinni hér að neðan.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »