„Stjórnvöld þurfa að gyrða sig í brók“

Einn þeirra eldislaxa sem veiðst hafa í íslenskum ám fannst …
Einn þeirra eldislaxa sem veiðst hafa í íslenskum ám fannst í Vatnsdalsá. Uppruni hans var rakinn til Tálknafjarðar. mbl.is/Einar Falur

Níu laxar, sem veiddust í fyrra í íslenskum ám, komu frá tveimur kvíastæðum, annars vegar úr Laugardal í Tálknafirði og hins vegar frá Hringsdal í Arnarfirði, samkvæmt rannsókn Hafrannsóknastofnunar. Friðleifur Guðmundsson, formaður Verndarsjóðs villtra laxa, segir niðurstöðurnar ekki koma sér í opna skjöldu.

„Þetta staðfestir það sem við höfum haldið fram, alveg frá því að ljóst varð að menn væru að fara að stunda eldi í opnum í kvíum við Íslandsstrendur. Þessi lax syndir fleiri hundruð kílómetra ef honum þóknast svo, og getur farið upp í hvaða á sem er á landinu. Þetta kemur okkur því ekki á óvart.“

Friðleifur segir að ef fram haldi sem horfi, að fiskeldi verði aukið til muna hér við land, sé ljóst að sífellt fleiri eldislaxar muni leita upp í íslenskar ár. „Þetta er það sem koma skal ef iðnaðinum er leyft að vaxa í óbreyttri mynd. Og það bendir allt til að svo verði,“ segir hann og vísar til frumvarpsdraga til nýrra laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi, sem nýverið voru birt á samráðsgátt stjórnvalda.

Kylfa sem ræður kasti

„Þar sjáum við mjög takmarkaðar ráðstafanir gerðar til að gera starfsemina umhverfisvænni. Okkur finnst hvatar stjórnvalda ekki með þeim hætti að eldisfyrirtæki sjái sér hag í því að færa sig yfir í umhverfisvænni kosti, ef svo má að orði komast, eins og til dæmis eldi í lokuðum kvíum eða á landi.“

Allar ár landsins eru undir, segir Friðleifur. „Það er alveg ljóst. Þetta er ekki það stórt land,“ segir hann og bendir á að NASF hafi keypt neta- og veiðiréttindi í Grænlandi og í Færeyjum til að vernda laxastofninn.

„Við sjáum að villti laxinn syndir héðan og til þessara landa. Það er í eðli laxins. Það fer eftir straumum og ástandi hafsins hverju sinni hvert hann fer. Og ef hann er alinn í kví, eins og í fiskeldinu, er hann vitaskuld áttavilltur en það er samt sem áður í hans eðli að finna sér á til að hrygna. Þess vegna er það bara kylfa sem ræður kasti hvort hann endar í Vatnsdalsá, Selá eða hvar annars staðar. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta hrikaleg þróun sem er að eiga sér stað, og mikið áhyggjuefni.“

Mikill uppgangur hefur verið í sjókvíaeldi á Vestfjörðum.
Mikill uppgangur hefur verið í sjókvíaeldi á Vestfjörðum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mikilvægt að fá hagsbætur í lög

Fyrirtækið AkvaFuture hyggur á tuttugu þúsund tonna laxeldi í lokuðum sjókvíum í Eyjafirði, en systurfyrirtæki þess rekur eldi í slíkum kvíum í Brunneyjarsundi í Norðlandsfylki í Noregi. Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture, sagði í samtali við 200 mílur fyrr í vetur að í burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar væri ekki tekið tillit til þeirrar staðreyndar að eldið yrði í lokuðum kvíum.

„Sú er ekki raunin, því miður. Burðarþolið gerir ráð fyrir þeirri aðferð sem algengust er í fiskeldi. Með okkar tækni ættum við nefnilega að geta nýtt burðarþolið mun betur, það er framleitt meira en sem því nemur án þess að áhrifin á umhverfið verði í sama mæli,“ sagði Rögnvaldur í því viðtali.

Friðleifur bendir á að þetta sé dæmi um skort á hvötum af hálfu stjórnvalda til að stuðla að umhverfisvænna eldi.

„Vandinn er að þróun á lokuðum kvíum er tiltölulega nýhafin, en hún hefst í Noregi þar sem vandamál tengd laxeldi eru orðin svo mikil að menn eru farnir að leita annarra framleiðsluaðferða. AkvaFuture er nú búið að framleiða lax í lokuðum kvíum með mjög góðum árangri undanfarin ár, en ekki einn einasti fiskur hefur sloppið og aldrei hefur komið upp lús. Þá endurvinna þau megnið af úrganginum sem fellur til og nýta hann til að knýja lífdísilvagna á götum Þrándheims,“ segir hann.

„Þetta er virkilega flott framtak, en það segir sig sjálft að framleiðsluferlið er dýrara. Og þess vegna er svo mikilvægt að stjórnvöld setji í lög einhverjar hagsbætur fyrir fyrirtækin sem ákveða að fara þessa leið frekar.“

„Hví ekki núna?“

Hann segir hvataskortinn birtast skýrt í framleiðslu Arctic Fish hér á landi, en félagið er að stórum hluta í eigu norska fiskeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon.

„Móðurfélagið er að gera tilraunir með framleiðslu í lokuðum kvíum í Noregi en þegar hingað er komið sleppa þeir því því þeir sjá að þeir þurfa þess ekki. Hefðbundnar opnar kvíar eru ódýr búnaður. Um leið og fyrstu slátruninni er lokið hafa menn greitt upp opnu kvína. En frá markaðssjónarmiðum, ef menn eru á annað borð lítið að spá í umhverfið, þá er skiljanlegt að þeir fari þessa ódýrari leið,“ segir Friðleifur.

„Stjórnvöld þurfa bara að gyrða sig í brók og reyna að koma fiskeldisiðnaðinum í umhverfisvæna framleiðslu sem við getum verið stolt af. Tíminn mun leiða í ljós að þetta eru rangar aðferðir sem eru við lýði núna, og þetta mun allt enda í lokuðum kvíum eða uppi á landi. Það er bara spurning hvort það verður eftir fimm eða tíu ár þannig að hví ekki núna, í stað þess að gera sömu mistök og allar þjóðir sem stunda fiskeldi að einhverju marki í kringum okkur eru búnar að gera? Það er okkur með öllu óskiljanlegt.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,19 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,19 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »