Laxeldisfyrirtækin Arnarlax og Arctic Sea Farm hafa fengið ASC-umhverfisvottun á framleiðslu sína. Um er að ræða eina ströngustu umhverfisvottunina þegar kemur að fiskeldi og er hún þekkt um allan heim, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna.
Bent er á að allur lax sem framleiddur verði á Vestfjörðum á þessu ári verði vottaður með þessum hætti, en bæði Arnarlax og Arctic Sea Farm eru staðsett á Vestfjörðum.
„Við erum mjög ánægð með að vera komin með ASC-umhverfisvottun. Þetta undirstrikar markmið okkar um að stunda fiskeldi á sjálfbæran hátt í sátt við náttúru og samfélag,“ segir Kristian Mattiasson, framkvæmdastjóri Arnarlax, í tilkynningunni.
Fram kemur að ASC-vottunarstaðallinn hafi meðal annars verið þróaður af náttúruverndarsamtökunum World Wildlife Fund ásamt fiskeldisfyrirtækjum, en til að fá vottun þurfi fyrirtækin meðal annars að lágmarka umhverfisáhrif og starfa í sátt við samfélag og umhverfi.
ASC-vottun sé enn fremur hliðstæð MSC-staðlinum, sem sé þekktasti umhverfisstaðallinn fyrir sjávarafurðir, en ASC-staðallinn sé aðlagaður eldisafurðum. ASC-samtökin sem að baki staðlinum standa séu þá ekki rekin í hagnaðarskyni og séu óháð samtök.
„ASC-vottunin hefur mikla þýðingu fyrir okkur þar sem okkar viðskiptavinir horfa töluvert til umhverfisáhrifa og gera kröfur í þeim efnum. Við teljum að þessi áhersla á umhverfismál skili okkur ákveðnu samkeppnisforskoti til lengri tíma,“ segir Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm.
Fyrirtæki sem standast ASC-vottun skuldbinda sig að lágmarka áhrif á umhverfið á ýmsa vegu. Taka þarf tillit til villtra laxfiskstofna, fugla, sjávarspendýra og annarra lífvera sem búa í námunda við eldissvæðin.
Svissneska vottunarfyrirtækið Bio Inspecta sá um ASC-úttekt Arnarlax. „Það er ánægjulegt að búið sé að taka út eldissvæði Arnarlax við Haganes og Steinanes og að fiskur af þessum eldissvæðum sé vottaður. Núna getur Arnarlax boðið viðskiptavinum upp á lax sem er alinn á sjálfbæran og skynsamlegan hátt,“ segir Roger Benz, gæðastjóri Bio Inspecta.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,44 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
22.11.24 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 374 kg |
Ýsa | 24 kg |
Karfi | 20 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Ufsi | 4 kg |
Hlýri | 4 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 440 kg |
21.11.24 Kvika SH 23 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.107 kg |
Þorskur | 105 kg |
Steinbítur | 48 kg |
Langa | 31 kg |
Keila | 8 kg |
Sandkoli | 4 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 3.306 kg |
21.11.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 6.267 kg |
Ýsa | 4.110 kg |
Keila | 24 kg |
Samtals | 10.401 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,44 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
22.11.24 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 374 kg |
Ýsa | 24 kg |
Karfi | 20 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Ufsi | 4 kg |
Hlýri | 4 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 440 kg |
21.11.24 Kvika SH 23 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.107 kg |
Þorskur | 105 kg |
Steinbítur | 48 kg |
Langa | 31 kg |
Keila | 8 kg |
Sandkoli | 4 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 3.306 kg |
21.11.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 6.267 kg |
Ýsa | 4.110 kg |
Keila | 24 kg |
Samtals | 10.401 kg |