Fordæmir viðbrögð Fiskistofu

Kleifaberg RE-70, skip Útgerðarfélags Reykjavíkur.
Kleifaberg RE-70, skip Útgerðarfélags Reykjavíkur. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Stjórn Félags skipstjórnarmanna fordæmir viðbrögð Fiskistofu gagnvart áhöfn Kleifabergs en skipið hefur verið svipt leyfi til fiskiveiða í atvinnuskyni í tólf vikur vegna brottkasts.

Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt einróma á stjórnarfundi félagsins í dag.

Ítarlega var fjallað um brottkast af Kleifabergi í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í nóvember 2017 og myndskeið sem Trausti Gylfason, fyrrverandi skipverji á skipinu, sagðist hafa tekið um þar borð sköpuðu mikla umræðu um brottkast af fiskveiðiskipum.

„Á öllum þeim tíma sem liðinn er frá umfjöllun Kveiks hefur enginn af áhöfninni verið kallaður fyrir. Hvort sem um er að ræða skipstjóra sem koma við sögu, eða aðra áhafnarmeðlimi. Í Fréttablaðinu þann 5. jan. var viðtal við Fiskistofustjóra þar sem hann segir að niðurstaðan þ.e.a.s. 12 vikna veiðileyfissvipting liggi nú fyrir í framhaldi af rannsókn sem fór af stað í kjölfar upplýsinga sem komu meðal annars fram í fréttaskýringaþættinum Kveik. Spyrja má um hverskonar rannsókn sé að ræða þegar ekki er rætt við einn einasta mann úr áhöfninni nem[a] hugsanlega þann sem kemur málinu af stað?“ segir í ályktuninni.

Þar segir að jafnvel þótt umgengni um auðlindina hafi tekið miklum breytingum til batnaðar þá sé það og verði óhjákvæmilegur hluti af fiskveiðum á Íslandsmiðum að upp komi tilvik þar sem um brot er að ræða samkvæmt túlkun Fiskistofu.

„Staðreyndin er sú að ef í áhöfnum allra skipa væri einn skipverji sem væri af sömu hvötum og heimildarmaður Kveiks að safna gögnum um brottkast sem hann kæmi síðan til stjórnenda Kveiks til umfjöllunar þá liði ekki á löngu þar til fá skip, ef þá nokkurt, væri að veiðum.“

Þar segir einnig að um 200 manns eigi um sárt að binda vegna ákvörðunar Fiskistofu. 

Ályktunin í heild sinni: 

„Á stjórnarfundi Félags skipstjórnarmanna sem fram fór miðvikudaginn 9. janúar var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma.

Stjórn FS fordæmir þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið af hálfu Fiskistofu gagnvart áhöfn Kleifabergs RE 70. Á öllum þeim tíma sem liðinn er frá umfjöllun Kveiks hefur enginn af áhöfninni verið kallaður fyrir. Hvort sem um er að ræða skipstjóra sem koma við sögu, eða aðra áhafnarmeðlimi. Í Fréttablaðinu þann 5. jan. var viðtal við Fiskistofustjóra þar sem hann segir að niðurstaðan þ.e.a.s. 12 vikna veiðileyfissvipting liggi nú fyrir í framhaldi af rannsókn sem fór af stað í kjölfar upplýsinga sem komu meðal annars fram í fréttaskýringaþættinum Kveik. Spyrja má um hverskonar rannsókn sé að ræða þegar ekki er rætt við einn einasta mann úr áhöfninni nem[a] hugsanlega þann sem kemur málinu af stað?

Jafnvel þótt umgengni um auðlindina hafi tekið gríðarlegum breytingum til batnaðar með fullkomnari tækjum og búnaði þá er það og mun verða  óhjákvæmilegur hluti af fiskveiðum á Íslandsmiðum að upp komi tilvik  þar sem um brot er að ræða samhvæmt túlkun Fiskistofu. 

Staðreyndin er sú að ef í áhöfnum allra skipa væri einn skipverji sem væri af sömu hvötum og heimildarmaður Kveiks að safna gögnum um brottkast sem hann kæmi síðan til stjórnenda Kveiks til að umfjöllunar þá liði ekki á löngu þar til fá skip ef, þá nokkurt væri að veiðum.

Í margumræddu þætti Kveiks var bent á að miklu magni af makríl hefði verið hent um borð í Kleifaberginu. Meginástæðan fyrir  brottkasti á makríl á sínum tíma var sú að þáverandi sjávarútvegsráðherra breytti reglugerð um makrílveiða á eftirfarandi hátt: Öllum fiskiskipum, sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni í fiskveiðilandhelgi Íslands, er heimilt að stunda veiðar á makríl í fiskveiðilandhelgi Íslands og á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar NEAFC, utan lögsögu ríkja, að fengnu sérstöku leyfi Fiskistofu.
Þessi gjörningur leiddi til þess að allir sem vettlingi gátu valdið þ.e.a.s. nánast allur flotinn fór á makrílveiðar. Þorri þessa flota var fjarri því að vera hæfur til veiðanna þar sem afköst, kæling afla og möguleikar á að innbyrða áfallalaust eitthvert magn sem heitið getur og gera úr aflanun verðmæti, var einfaldlega ekki til staðar. Afleiðingin var  almennt brottkast vanhæfs flota sem klárlega hefði verið sviptur veiðileyfi sé horft til refsiramma Fiskistofu samkvæmt lögum um umgengni um auðlindir sjávar.

Sú ákvörðun að refsa með þessum hætti  fyrir brottkast sem var bein afleiðing af galinni reglugerð stjórnvalda, er óverjandi. Fullyrðingum sem fram hafa komið um langvarandi skipulagt brottkast er vísa til föðurhúsanna sem rökleysu. Kleifabergið hefur skilað að landi gríðarlegum afla og verið í og við toppinn um langa hríð. Sérstaklega má benda á einstakan árangur í svokölluðum aukategundum þar sem skipið hefur verið í fararbroddi árum saman. Sem dæmi má nefna að skipið veiddi sl. fimm ár 17170 tonn af ufsa en sá sem næstur kemur yfir sama tímabil skilar að landi 11035 tonnum. Svipuð hlutföll má sjá í steinbít og hlýra svo dæmi séu tekin. Að halda því fram að þessum frábæra árangri sé náð með skipulegu brottkasti er forkastanlegt. 

Þær tvær áhafnir, samtals 52 sjómenn sem eru ráðnir á skipið eru væntanlega flestir hverjir  fjölskyldumenn sem varlega áætlað þýðir að yfir 200 manns eiga um sárt að binda í kjölfar ákvörðunar Fiskistofu. Allt að helmingur þeirra sem nú eru skipverjar voru ekki starfandi á skipinu á umræddum tíma. Spyrja má á hvaða forsendum er verið að refsa þessum einstaklingum? Við blasir að afleiðingar þessa gjörnings hafa gríðarleg áhrif á alla er málið varðar og verða fortakslaust sýnu alvarlegastar gagnvart áhöfnunum skipsins. Kvótinn verður að sjálfsögðu nýttur áfram af eigendum hans.

P.S. Fyrir mörgum árum svaraði Ólafur heitinn Jóhannesson f.v. forsætisráherra og einn af þekktari lögspekingum landsins óánægðum fyrirspyrjanda í útvarpi allra landsmanna hvernig standa ætti að framkvæmd og túlkun laga, en svarið var eitthvað á þessa leið. Lögin eru almennt þannig vaxin að ekki dugir fyrir þann sem kveður upp dóma og ætlað er að túlka þau, að rýna beint í lagabókstafinn, heldur verður sá sem dómsvaldið hefur að hafa brjóstvit.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 209,66 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »