Þurfa 3.000 bretti á dag á álagstímum

Einar segir að með vandlegri skráningu verði hægt að rekja …
Einar segir að með vandlegri skráningu verði hægt að rekja galla í brettum til þess sem skaffaði hráefnið.

Fyrir leikmenn líta flest vörubretti eins út, en raunin er að bretti er ekki bara bretti. Einar Birgir Kristjánsson hjá Tandrabrettum ehf. segir kaupendur hafa mismunandi þarfir, bæði hvað varðar stærðir og styrkleika bretta. „Við reynum að mæta þeim kröfum og framleiða bretti fyrir hvern og einn sem hentar hverjum kaupanda með tilliti til verðs og gæða, en beint samhengi er þar á milli,“ segir Einar.

Einar er framkvæmdastjóri Tandrabretta sem framleiða vörubretti bæði í Reykjanesbæ og í Neskaupstað og notar til þess tvær öflugar vélar frá ítalska vélaframleiðandum Storti. Fyrri vélina keypti Einar árið 2014 inn í skipaþjónustufyrirtækið Tandraberg en úr varð að gera sérstakt félag utan um brettasmíðina árið 2016 samhliða kaupum á SAH brettum ehf. Eldri Storti vélin getur framleitt 100 bretti á klukkustund eða 1,6 bretti á mínútu en sú nýrri nær að afkasta 250 brettum, eða um 4 brettum á mínútu.

„Fimm menn þarf til að manna pallettuvélarnar en timbrið kemur til okkar frá Rússlandi og hefur þegar verið skorið niður í rétta stærð svo að því má hlaða beint í magasínin á vélunum,“ útskýrir Einar.

Fimm starfsmenn þarf til að manna ítölsku vörubrettavélarnar.
Fimm starfsmenn þarf til að manna ítölsku vörubrettavélarnar.

Þarf mikil afköst á háannatíma

Tandrabretti eru eina fyrirtækið á landinu sem hefur vélvætt pallettuframleiðsluna með þessum hætti en finna má nokkur fyrirtæki og einyrkja sem handsmíða brettin. Segir Einar að með pallettuvélunum fáist meiri nákvæmni og mun meiri afköst svo að auðveldara er að anna eftirspurn á álagstímum án þess að þurfa að eiga risastóran lager. „Þegar mest er að gera hjá uppsjávarfrystihúsunum á Austfjörðum erum við kannski að afhenda um og yfir 3.000 bretti á dag og miklu hagkvæmara að geta framleitt brettin jafnóðum en að þurfa að geyma á lager tugi þúsunda bretta,“ útskýrir Einar.

Fyrirtækið annast sjálft dreifingu á brettunum en þess var þó gætt að koma stærri pallettuvélinni fyrir í næsta húsi við stærsta kaupandann; Síldarvinnsluna í Neskaupstað, svo að lítill vandi er að afhenda brettin þangað.

Nánari umfjöllun birtist í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu á fimmtudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.5.24 414,06 kr/kg
Þorskur, slægður 5.5.24 531,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.5.24 211,34 kr/kg
Ýsa, slægð 5.5.24 145,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.5.24 155,83 kr/kg
Ufsi, slægður 5.5.24 192,07 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 5.5.24 158,92 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.939 kg
Samtals 2.939 kg
4.5.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 8.773 kg
Skarkoli 851 kg
Ýsa 444 kg
Þorskur 156 kg
Samtals 10.224 kg
4.5.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Samtals 2.877 kg
4.5.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.166 kg
Steinbítur 137 kg
Þorskur 77 kg
Ýsa 69 kg
Sandkoli 48 kg
Þykkvalúra 17 kg
Samtals 4.514 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.5.24 414,06 kr/kg
Þorskur, slægður 5.5.24 531,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.5.24 211,34 kr/kg
Ýsa, slægð 5.5.24 145,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.5.24 155,83 kr/kg
Ufsi, slægður 5.5.24 192,07 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 5.5.24 158,92 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.939 kg
Samtals 2.939 kg
4.5.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 8.773 kg
Skarkoli 851 kg
Ýsa 444 kg
Þorskur 156 kg
Samtals 10.224 kg
4.5.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Samtals 2.877 kg
4.5.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.166 kg
Steinbítur 137 kg
Þorskur 77 kg
Ýsa 69 kg
Sandkoli 48 kg
Þykkvalúra 17 kg
Samtals 4.514 kg

Skoða allar landanir »