„Fráleitt að halda þessu fram“

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.
Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, segir að fullyrðingar sem settar séu fram í stefnu á hendur fyrirtækinu séu alrangar.

Greint var frá því fyrr í dag að útgáfa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á bráðabirgðarekstrarleyfi til Arctic Sea Farm, systurfyrirtækis Arctic Fish, hefði verið kærð. Leyfið var gefið út í nóvember eftir að Alþingi samþykkti lög til að koma í veg fyrir að starfsemi fyrirtækisins legðist af.

Mat­væla­stofn­un hafði veitt Arctic Sea Farm og Arnarlaxi rekstr­ar­leyfi í lok árs 2017 en úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála felldi þau úr gildi 27. sept­em­ber. Með gildis­töku lag­anna í nóv­em­ber var ráðherra veitt heim­ild, að feng­inni um­sögn Mat­væla­stofn­un­ar, til að gefa út tíma­bundið rekstr­ar­leyfi til allt að 10 mánaða.

Sóknaraðilar í stefnunni, sem kynnt var Arctic Sea Farm í síðustu viku, eru félagasamtökin Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtök Íslands, Akurholt ehf., Geiteyri ehf., Ari Pétur Wendel, Víðir Hólm Guðbjartsson, Atli Árdal Ólafsson, Varpland hf. og Veiðifélag Laxár á Ásum.

Í stefnunni er það fullyrt að fyrirtækin hafi ekkert aðhafst til að uppfylla þau skilyrði laganna sem uppfylla þarf að loknu hinu tímabundna rekstrarleyfi. Segir Sigurður í samtali við 200 mílur að stefnan eigi ekki við rök að styðjast.

„Við höfum frá fyrsta degi sett í þetta meiri mannskap innan fyrirtækisins, og meira að segja ráðið til okkar lögfræðing sem er að vinna að þessum málum. Þá höfum við fengið til liðs við okkur verkfræðiskrifstofu með sérfræðingum í þessum málefnum, utanaðkomandi aðila til að sinna rannsóknum fyrir okkur, lögfræðiþjónustu frá LEX og sérfræðiaðstoð frá Háskólanum á Hólum,“ segir Sigurður og bætir við að enn fremur hafi átt sér stað mikil samskipti á milli fyrirtækisins og þeirra stofnana sem komi að umhverfismati og leyfisveitingum, þ.e. Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun.

„Svolítið dæmigert“

„Þetta er því alveg fráleitt að halda þessu fram, að við séum ekki að bregðast með neinum hætti við úrskurðinum í málinu. Umhverfismatsferli tekur yfirleitt nokkur ár en til þess að laga þá annmarka sem úrskurður ÚUA sneri að þá höfum við nokkra mánuði,“ segir hann.

„Þetta er því miður svolítið dæmigert. Maður veltir því fyrir sér af hverju þessir aðilar hafi ekki einfaldlega samband og reyni að kynna sér aðstæður og málavexti, en það er aldrei gert. Þeir hafa hreinlega hvorki kynnt sér starfsemi okkar né þau viðbrögð sem við höfum unnið að undanfarna mánuði.“

Hann bendir á að málið megi rekja til ágalla í meðferð ríkisstofnana á veitingu rekstrarleyfisins. „En það fellur á okkar hendur að leysa úr þessu, sem við með góðri samvinnu við sérfræðinga og starfsmenn viðeigandi stofnana munum ná.“

Málið verður tekið fyrir klukkan 14 í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, en dómstóllinn hefur fallist á að málið hljóti flýtimeðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.738 kg
Þorskur 873 kg
Steinbítur 217 kg
Skarkoli 101 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 7.932 kg
22.7.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Skarkoli 1.132 kg
Þorskur 769 kg
Steinbítur 685 kg
Ýsa 240 kg
Sandkoli 230 kg
Samtals 3.056 kg
22.7.24 Gaffallinn EA 0 Sjóstöng
Þorskur 8.086 kg
Ýsa 50 kg
Ufsi 11 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 8.150 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.738 kg
Þorskur 873 kg
Steinbítur 217 kg
Skarkoli 101 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 7.932 kg
22.7.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Skarkoli 1.132 kg
Þorskur 769 kg
Steinbítur 685 kg
Ýsa 240 kg
Sandkoli 230 kg
Samtals 3.056 kg
22.7.24 Gaffallinn EA 0 Sjóstöng
Þorskur 8.086 kg
Ýsa 50 kg
Ufsi 11 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 8.150 kg

Skoða allar landanir »