Niðurstaðan mikil vonbrigði

Makrílveiðar úti fyrir Vogum á Vatnleysisströnd.
Makrílveiðar úti fyrir Vogum á Vatnleysisströnd. mbl.is/Árni Sæberg

MSC-vottanir fyrir makrílveiðar í Norðaustur-Atlantshafi verða afturkallaðar laugardaginn 2. mars. Gísli Gíslason svæðisstjóri MSC í Norður-Atlantshafi segir að niðurstaðan sé mikil vonbrigði.

Fram kemur í tilkynningu frá MSC að makríll sem veiddur verður 2. mars eða síðar verði ekki hægt að selja sem MSC-vottaðan, né heldur geti hann borið umhverfismerki MSC.

Afturköllunin tekur til fjögurra fiskveiðivottorða fyrir útgerðir í átta löndum, og kemur í kjölfar þess að makrílstofninn í norðaustanverðu Atlantshafi fór niður fyrir aðgerðarmörk, en heildarveiði hefur verið umfram vísindalega ráðgjöf.

Hagsmunaaðilar leggi fram áætlun

Þessi minnkun stofnsins leiddi til aukúttektar hjá vottunarstofunum í nóvember 2018 og skýrslur þeirra um afturköllun vottunar voru birtar í gær.

„Þessi niðurstaða er mikil vonbrigði,“ segir Gísli. „En nokkrir þættir eins og minnkandi stofn, heildarveiðikvótar umfram vísindalega ráðgjöf og lítil nýliðun gera það að verkum að fiskveiðarnar standast ekki lengur kröfur MSC-staðlana um sjálfbærar veiðar,“ bætir hann við.

„Að því sögðu treysti ég því að hagsmunaaðilar leggi fram áætlun um úrbætur í þessum efnum. Það er stöðugt unnið að því að endurskoða hvernig makrílstofnarnir eru metnir. Nokkrir skirteinishafar hafa nú þegar staðfest að þeir ætli að vinna að viðeigandi aðgerðum til að flýta fyrir því að stofninn nái sér á ný. Gangi það eftir þá geta vottunarstofur hugsanlega gefið aftur út MSC-skírteini fyrir þessar veiðar í náinni framtíð.“

Fiskveiðar sem afturköllunin nær til:

  • ISF-veiðar á Íslendinga á makríl
  • Faroese Pelagic Organisation veiðar á makríl í Norðaustur-Atlantshafi
  • NIPSG (Northern Ireland Pelagic Sustainability Group), veiðar Norður Íra á makríl
  • MINSA sameiginlegt fiskveiðiskírteini á makríl í Norðaustur-Atlantshafi fyrir:
  1. Danmörk DPPO (Danish Pelagic Producers Organization)
  2. Írland IPSA (Irish Pelagic Sustainability Association)
  3. Írland IPSG (Irish Pelagic Sustainability Group)
  4. Holland PFA (Pelagic Freezer-trawler Association)
  5. Noregur NFA (Norges Fiskarlag/Norwegian Fishermen’s Association)
  6. Svíþjóð SPFPO (Swedish Pelagic Federation Producers Organisation)
  7. Bretland SPSG (Scottish Pelagic Sustainability Group)
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 548,15 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 372,67 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 354,69 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.11.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.036 kg
Ýsa 472 kg
Keila 357 kg
Hlýri 43 kg
Ufsi 12 kg
Karfi 6 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.930 kg
24.11.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 5.966 kg
Ýsa 4.268 kg
Steinbítur 36 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 10.277 kg
24.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.095 kg
Ýsa 4.115 kg
Langa 328 kg
Keila 210 kg
Hlýri 42 kg
Ufsi 30 kg
Steinbítur 26 kg
Karfi 22 kg
Samtals 11.868 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 548,15 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 372,67 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 354,69 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.11.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.036 kg
Ýsa 472 kg
Keila 357 kg
Hlýri 43 kg
Ufsi 12 kg
Karfi 6 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.930 kg
24.11.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 5.966 kg
Ýsa 4.268 kg
Steinbítur 36 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 10.277 kg
24.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.095 kg
Ýsa 4.115 kg
Langa 328 kg
Keila 210 kg
Hlýri 42 kg
Ufsi 30 kg
Steinbítur 26 kg
Karfi 22 kg
Samtals 11.868 kg

Skoða allar landanir »