Fallegri vara og með lengra hillulíf

Birgir Sævar Jóhannsson hjá Ópal Seafood með vörur úr reyktum …
Birgir Sævar Jóhannsson hjá Ópal Seafood með vörur úr reyktum laxi, tilbúnar fyrir skinnpökkun í nýju vélinni. mbl.is/Hari

Jafnt og þétt fjölgar þeim sjávarútvegsfyrirtækjum sem hafa tekið skinnpakkningatækni (e. Skin Pack) í sína þjónustu. Blámar var með þeim fyrstu til að bjóða upp á skinnpakkaða fiskbita en í dag selur fyrirtækið íslenskan fisk í neytendapakkningum í fjölda verslana í Hong Kong, og í vor verða vörur Blámars komnar í 200 matvöruverslanir á meginlandi Kína.

Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri Blámars, segir skinnpakkningarnar m.a. hafa þann kost að halda óæskilegum efnum vel frá fiskinum. „Það kemst ekkert inn í pakkninguna og eykur það bæði ferskleika og lengir hillulíf fisksins um allt að 2-4 daga,“ útskýrir hún og bætir við að frá því Blámar hóf að nota skinnpakkningar árið 2015 hafi þessi tegund umbúða breitt hratt úr sér um matvælageirann. „Ég man að þegar fyrirtækið var nýstofnað og ég heimsótti sjávarútvegssýninguna í Brussel þá sá maður þetta varla, en í dag er allt morandi í skinnpökkuðum vörum. Þróunin er ekki bara bundin við sjávarútveginn og núna er hægt að finna mikið af skinnpakkaðri kjötvöru í kælum íslenskra matvöruverslana.“

Lengra hillulíf kemur sér vel þegar flytja þarf fiskinn hinum megin á hnöttinn en Valdís bendir á að viðskiptavinurinn geti líka handfjatlað vöruna með öðrum hætti og fengið betri tilfinningu fyrir ferskleikanum á meðan hann velur hvaða matvöru á að raða í innkaupakörfuna. „Þá er skinnpakkningin notendavæn og verndar t.d. fiskbitann í afþíðingu, og allt annað en við áttum að venjast í gamla daga þegar mamma geymdi 5 kg poka af frosinni ýsu í frystinum og tók út eitt flak á morgnana til að láta þiðna yfir daginn ópakkað og óvarið.“

Kaupandinn sér fiskinn betur

Ópal Seafood er einn af nýjustu viðskiptavinum Multivac. Þar er uppistaðan í framleiðslunni reyktur lax og bleikja, bæði í bitum og sneiðum. Birgir Sævar Jóhannsson er einn af eigendum þessa smáa fjölskyldufyrirtækis og segir hann ástæðuna fyrir því að skipt var yfir í skinnpakningar vera æ strangari kröfur um innihaldsefni umbúða.

„Í nærri hálfa öld hefur tíðkast að pakka reyktum laxi í vakúmpoka með spjaldi, en alltaf verið deilt um hvaða efni eru notuð í spjöldin. Eru spjöldin sem framleidd eru í sumum löndum ekki leyfð í öðrum og gera t.d. Bandaríkin mjög stífar kröfur um hvers konar vottanir þurfa að fylgja laxaspjöldunum. Með því að nota skinnpakkningu erum við laus við þennan vanda enda engar deilur um plastefnin sem notuð eru í umbúðirnar: þær innhalda engin efni sem ekki mega komast í snertingu við matvæli og hægt að eyða þeim eða endurvinna á öruggan hátt.“

Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu 31. janúar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg
22.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.738 kg
Þorskur 873 kg
Steinbítur 217 kg
Skarkoli 101 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 7.932 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg
22.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.738 kg
Þorskur 873 kg
Steinbítur 217 kg
Skarkoli 101 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 7.932 kg

Skoða allar landanir »