Þurfa allt að 12% minna plast

Í Evrópu er unnið að því að auka endurvinnslu frauðplasts.
Í Evrópu er unnið að því að auka endurvinnslu frauðplasts. mbl.is/Árni Sæberg

Frauðplastkassar eru þær umbúðir sem mest eru notaðar við útflutning á ferskum fiski. Er betra efni ekki í boði, enn sem komið er, og því mikilvægt að hanna kassana þannig að þeir noti ekki meira frauðplast en þarf svo lágmarka megi umhverfisáhrif sjávarútvegsins.

Innan skamms eru væntanlegir nýir frauðplastkassar frá Tempra og búið að betrumbæta eldri hönnun svo að nota má allt að 12% minna plast við framleiðsluna. Björn Margeirsson, rannsóknastjóri Tempra og lektor í vélaverkfræði við HÍ, leiddi verkefnið og fékk til liðs við sig meistaranemana Helgu Lilju Jónsdóttur og Sigurð Jakob Helgason: „Sem hluta af meistaraverkefni sem snérist um hönnun léttari laxakassa gerði Sigurður burðarþolslíkan af núverandi kassa og hóf í framhaldinu tilraunir til að skoða hvar mætti þynna kassann og breyta lögun hans til að spara frauðplast en þó viðhalda nægilegum styrk. Helga Lilja þróaði á sama tíma varmaflutningslíkan sem gerði henni fært að spá fyrir um breytingar á hitastigi inni í kassanum ef t.d. fiskurinn þyrfti að bíða á flugvelli í hálfan sólarhring á heitum degi.“

Útkoman er ný gerð laxakassa, sem taka á bilinu 20-22 kg af slægðum laxi, og fara um 670-80 gr af frauðplasti í hvern kassa í stað 750 gr áður. Einnig tókst að betrumbæta flakakassana svokölluðu, sem geta geymt 3-5 kíló af fiski, og minnka frauðplastið í hverjum kassa um 5% eða þar um bil.

Notum milljónir kassa

Björn segir muna mikið um hvert prósentustig og að hjá fyrirtæki eins og Tempra, sem framleiði milljónir frauðplastkassa árlega, hafi 5 eða 10% minni plastnotkun mjög jákvæð áhrif. „Við munum í framhaldinu gera frekari tilraunir með að minnka rúmþyngdina á plastinu, með því að leyfa því að þenjast meira í framleiðslunni, en þurfum sem endranær að gæta þess að ganga ekki of langt svo að kassinn verði ekki of veikbyggður.“

Að sögn Björns þurfa útflytjendur að vega og meta hvaða kassar henta þeim best og verða eldri og þyngri gerðir frauðplastkassa áfram í boði hjá Tempra. Reiknar Björn ekki með að léttari kassarnir verði notaðir í flutninga með flugi enda geti það haft veruleg vandræði í för með sér ef gat kemur á kassa með sjávarafurðum um borð í flugvél. Hins vegar ættu efnisminni kassarnir að henta fyrir flutninga á sjó og landi og munu létta kaupendum lífið enda eru það þeir sem hafa þrýst á umbúðaframleiðendur að finna lausnir til að minnka það magn af frauðplasti sem fellur til í viðskiptum með sjávarafurðir. „Samkvæmt nýlegum skýrslum eru um 25% af frauðplastkössum sem fara til Evrópu endurunnin, í kringum 30% þeirra nýtt til orkuvinnslu en afgangurinn – á bilinu 45-50% – endar í landfyllingum,“ útskýrir Björn og bætir við að sjávarútvegurinn sé meðvitaður um mikilvægi þess að auka hlut endurvinnslu. „Núna standa yfir tvö stór Evrópuverkefni þar sem leitað er leiða til að bæta endurvinnsluaðferðir og breyta notuðum frauðplastkössum aftur í pólísterín svo að gera megi nýja kassa úr þeim gömlu, frekar en að nýta í aðrar plastvörur eins og hurðakarma og bekki líkt og gert hefur verið til þessa. Er markmið EUMEPS, Samtaka frauðplastframleiðenda í Evrópu að árið 2025 verði helmingur frauðplastkassa í álfunni endurunninn.“

Ítarlegri umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu á fimmtudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg
22.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.738 kg
Þorskur 873 kg
Steinbítur 217 kg
Skarkoli 101 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 7.932 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg
22.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.738 kg
Þorskur 873 kg
Steinbítur 217 kg
Skarkoli 101 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 7.932 kg

Skoða allar landanir »