„Lifibrauð 50 til 60 manna í húfi“

Hafnarnes Ver er einn stærsti vinnuveitandinn í Þorlákshöfn.
Hafnarnes Ver er einn stærsti vinnuveitandinn í Þorlákshöfn.

„Það er erfitt að vita til þess að í ráðuneytinu sé verið að undirbúa tilraunastarfsemi þar sem lifibrauð fimmtíu til sextíu manna er í húfi, að því er virðist að ástæðulausu. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og það verður að segjast að það hefur töluvert minna verið sofið allt frá því okkur barst til eyrna að þessar breytingar væru í farvatninu.“

Þetta segir Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness Vers hf., útgerðar í Þorlákshöfn sem gerir meðal annars út báta til sæbjúgnaveiða. Tilefnið er reglugerð sem er í smíðum um þessar mundir í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem búist er við að muni hafa töluverð áhrif á þessa atvinnugrein.

Hafnarnes hefur stundað veiðar og vinnslu á sæbjúgum í meira en áratug og óttast framkvæmdastjórinn að með reglugerðinni verði rekstrargrundvellinum kippt undan fyrirtækinu; einum stærsta vinnuveitanda í Þorlákshöfn með um 60 manns í vinnu.

Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness Vers í Þorlákshöfn.
Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness Vers í Þorlákshöfn.

Nýjum hólfum verði bætt við

„Sæbjúgnaveiðunum er í dag skipt niður á þrjú svæði, það er Faxaflóann, Aðalvíkina á Vestfjörðunum og svo stórt svæði á Austfjörðunum, sem er hólfað niður,“ útskýrir Ólafur í samtali við 200 mílur.

„Þau hólf eru kvótasett að því leyti að það er heildaraflamark og svo veiða bátar í hólfunum þar til magninu er náð og þá er þeim lokað. Þegar það er frá fara menn út fyrir hólfin, þar sem veiði er frjáls,“ segir hann.

Hann bendir á að í nýju reglugerðinni sé gert ráð fyrir því að nýjum hólfum verði bætt við veiðisvæðin fyrir vestan land og austan.

„Samkvæmt reglugerðinni verða nokkur ný hólf búin til. Fyrir utan hólfin á svo að setja á svokallaða tilraunaveiði og takmarka frjálsu veiðarnar þannig umtalsvert. Þar með minnkar það magn sem við getum veitt,“ segir Ólafur.

Veiðileyfum verði fjölgað

„Við svo sem mótmælum því ekki, að skoða hvernig við getum viðhaldið tegundinni,“ segir Ólafur. Útgerðirnar sýni því skilning enda sé lítið vitað um tegundina enn sem komið er. Rétt sé þá að gæta ákveðinnar varfærni í veiðum svo engin áhætta sé tekin varðandi rányrkju úr stofninum.

„Alvarlegra finnst okkur hins vegar, að á sama tíma og verið er að skerða þetta magn sem veiða má, þá verður veiðileyfum fjölgað.“ Þannig eigi að fjölga leyfunum um tvö, úr níu í ellefu, en hvert leyfi er gefið út á tiltekinn bát.

Útgerðirnar sem veitt hafa sæbjúgun munu þó ekki geta sótt um leyfin nýju, fari svo að reglugerðin breytist ekki að því leyti frá því hún var opin til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda.

„Við erum með bát hjá okkur sem gæti farið að veiða sæbjúgu en samkvæmt þessu megum við ekki einu sinni sækja um leyfi fyrir hann.“

Gengið á ýmsu í sæbjúgnageiranum

Útgerðir í sæbjúgnaveiðum áttu fund með fulltrúum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrr í vikunni. Ólafur segir þann fund hvorki hafa varpað ljósi á tilgang þessara áætluðu breytinga né hvenær megi vænta þeirra, og þá ekki heldur hvernig reglugerðin muni að endingu líta út.

Hafnarnes Ver hefur starfað í sæbjúgnageiranum í rúman áratug og segir Ólafur að á ýmsu hafi gengið á þeim tíma enda sé geirinn afar erfiður. Ýmsir hafi reynt þessar veiðar en flestir gefist upp vegna erfiðleika og lítillar arðsemi. Mörg fyrstu árin hafi Hafnarnes Ver stundað þessar veiðar með tapi en á síðustu 2-3 árum hafi þær loks farið að standa undir sér. Á sama tíma þurfti Hafnarnes að selja bolfiskkvótann frá sér vegna skulda og eftir það hafi sæbjúgun ekki lengur verið aukabúgrein hjá fyrirtækinu heldur aðalstarfsemi sem allt velti á.

Á uppbyggingartímabili veiðanna hafi útgerðirnar varið stórfé í þróun veiðiaðferða og í leit að nýjum veiðisvæðum fyrir austan og vestan land með góðum árangri. Þetta hafi þær gert í trausti þess að stjórnvöld myndu láta þau njóta frumkvæðis síns eins og stjórnvöld hafi oft áður gert gagnvart frumkvöðlum, sem tekið hafi að veiða og markaðssetja áður vannýttar fisktegundir.

„Skýtur óneitanlega skökku við“

Ólafur segir að sér finnist því skrýtið að þessum tveimur nýju leyfum eigi að fylgja forgangsréttur til veiða í nýju hólfunum, fram að 1. október á hverju ári.  Upplýsingum um þau veiðisvæði hafi útgerðirnar að sjálfsögðu deilt með Hafró og ráðuneytinu. Nú eigi að draga úr afla en hleypa nýjum aðilum inn á þessi veiðisvæði á grundvelli upplýsinga sem útgerðirnar hafi aflað.

„Það skýtur óneitanlega skökku við að okkur, sem höfum verið að stunda veiðarnar, verður ekki heimilt að sækja um þau tvö nýju veiðileyfi sem gefa á út. Einkum og sér í lagi þar sem þeim á að fylgja forgangsréttur á ný veiðisvæði sem við fundum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg
11.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.070 kg
Ýsa 75 kg
Langa 68 kg
Keila 42 kg
Samtals 1.255 kg
11.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 80 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg
11.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.070 kg
Ýsa 75 kg
Langa 68 kg
Keila 42 kg
Samtals 1.255 kg
11.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 80 kg

Skoða allar landanir »