Auka þurfi þorskveiði vegna brests

„Þorskstofninn er sterkur og ekki er verið að taka neina …
„Þorskstofninn er sterkur og ekki er verið að taka neina áhættu með auknum veiðum,“ segir Örn Pálsson. mbl.is/Eggert

Slæm staða loðnustofnsins getur haft áhrif á þorskveiðar. Þegar hafa fundist merki um að eldri þorskar séu farnir að éta þá yngri í auknum mæli.

Allt útlit er fyrir að í hönd fari mögur ár hvað loðnuna varðar. Það veldur ekki einvörðungu áhyggjum af afkomu þeirra byggðarlaga sem reiða sig að einhverju leyti á loðnuveiðar, heldur af þjóðarbúinu í heild sinni, þar sem ekki er víst að þorskstofninn fái þá næga fæðu til að vaxa og dafna.

Þetta segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og bendir á að loðnan sé ein mikilvægasta fæða þorsksins. Helmingur útflutningsverðmæta sjávarafurða sé frá þorskinum kominn.

„Ef horft er til mælinga Hafrannsóknastofnunar þá þarf þessi staða ekki að koma á óvart,“ segir hann og vísar til skýrslu stofnunarinnar um ráðgjöf fyrir loðnu sem kom út í október á síðasta ári. Segir þar eftirfarandi:

„Samkvæmt bergmálsmælingunni haustið 2018 er hrygningarstofn loðnu metinn 238.000 tonn. Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150.000 tonnum. Samkvæmt framreikningum munu markmið aflareglu ekki nást, jafnvel þótt engar veiðar verði stundaðar á vertíðinni 2018/2019. Vísitala ungfisks var mjög lág, líkt og verið hefur undanfarin ár.“

Örn leggur áherslu á að þarna segi að markmið aflareglu muni ekki nást, þrátt fyrir að engar veiðar yrðu stundaðar á vertíðinni. „Myndin af vísitölu ungfisks er sláandi. Það eru aðeins þrjú ár á þessu sautján ára tímabili frá 2002 til 2018 þar sem vísitalan er viðunandi,“ segir hann.

Breytingar rétt fyrir aldamót

Áhugavert sé þá að minna á hvaða breytingar hafi orðið á loðnuveiðum árið 2000, þegar sjávarútvegsráðuneytið ákvað að heimila tilraunaveiðar á loðnu í flottroll að fengnu áliti Hafrannsóknastofnunar.

„Ákvörðunin var umdeild. Menn sögðu það ekki fara saman að stunda nótaveiðar og veiðar með flottrolli. Við flottrollsveiðar væri torfum splundrað, auk þess að togað væri á móti göngunni og henni gert erfiðara fyrir að fylgja hefðbundinni göngu,“ segir Örn.

„Fljótt fór að bera á breyttu hegðunarmynstri loðnunnar og menn lýstu áhyggjum yfir því að nægilegt magn skilaði sér ekki inn á hrygningar- og uppeldisstöðvar þorsksins. Þá sýndu rannsóknir að verulegur umframafli var vegna möskvasmugs, sem ekki var gert ráð fyrir í skráðri heildarveiði. Því var haldið fram að flotvörpurnar tækju aðeins stærsta fiskinn en sá smærri slyppi í gegnum möskvana og dræpist.“

Örn bendir á að aðeins þremur árum eftir að tilraunaveiðarnar voru leyfðar hafi Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur og þá helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar um loðnu verið farinn að hafa efasemdir, eins og sjá megi í þriðja tölublaði Ægis í mars 2003.

„Í Fréttablaðinu 31. janúar 2004 sagðist Hjálmar hafa efasemdir um veiðar á uppsjávarfiski í flotvörpu. Hann sagði ljóst að flotvarpan klyfi loðnutorfur og ylli usla,“ segir Örn og vísar einnig til umfjöllunar í Morgunblaðinu þann 4. janúar 2007. Þar segir eftirfarandi:

„Loks bendir Hjálmar á að notkun trollsins við veiðarnar hafi getað valdið einhverjum skaða og til dæmis komið í veg fyrir að loðnan gengi vestur með landinu. Sá siður manna að leita með trollið úti sé til dæmis einkennilegur og geti ábyggilega valdið töluverðum truflunum á göngurnar.“

Reyndi ekki að forða sér út

„Svo fór að Einar K. Guðfinnsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, greip inn í árið 2006 og bannaði notkun flottrolls við veiðar útlendinga, en heimilaði íslenskum skipum veiðar eftir 21. janúar á afmörkuðu svæði úti fyrir Austfjörðum,“ segir Örn.

Þann 2. nóvember 2007 hafi svo birst tímamótafrétt í Fiskifréttum. „Þar var greint frá niðurstöðum úr rannsóknum á flottrollsveiðum og rætt við Harald Arnar Einarsson veiðarfærasérfræðing á Hafró, sem ásamt fleirum stóð að rannsókninni,“ segir hann og vísar í viðtalið:

„Nýlegar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á loðnuveiðum í flotvörpu benda til þess að 60-80% til áttatíu prósent af loðnunni sem kemur í vörpuna leiti út úr henni í gegnum möskvana og aðeins 20-40% endi sem afli. [...] Neðansjávarmyndir úr loðnutrolli sýndu að loðnan reyndi ekki að forða sér til baka út úr trollinu heldur synti með togstefnu inni í því þar til stór hluti hennar réði ekki við hraðann sem trollið væri dregið á og síaðist út um möskvana.“

Örn tekur fram að af 287 þúsund tonna loðnuafla á síðasta ári hafi íslensk skip veitt 186 þúsund tonn, þar sem hlutur flottrolls hafi verið 103 þúsund tonn, eða 56% aflans.

Allt bendi því til þess að næstu ár verði loðnustofninn með lélegra móti, sem hafi ekki síst áhrif á þorskstofninn sem reiðir sig að miklu leyti á loðnuna sem fæðu.

„Í einkar áhugaverðum fyrirlestri dr. Björns Björnssonar á málstofu Hafrannsóknastofnunar á föstudag var komið inn á þætti sem stjórna vaxtarhraða þorsksins og hvernig hann bregst við þegar umhverfisskilyrði eru honum óhagstæð,“ segir Örn og bendir á að fram hafi komið að þorskurinn geti flutt sig í kaldari sjó til að hægja á vexti sínum, sem sé eina leiðin sem þorskurinn hafi til að bregðast við fæðuskorti.

Ekki áhætta við auknar veiðar

„Auk þess er hætt við að þorskur sem kominn er yfir miðjan aldur leggi sér til munns meðbræður sína sem yngri eru til að seðja hungrið. Nú þegar hafa sjómenn orðið varir við það þegar skoðað er í maga golþorsksins. Þá skal einnig litið til þess að samkvæmt því sem fram kemur í áfangaskýrslu nefndar um líffræðilega fiskveiðistjórnun sjávarútvegsráðherra frá árinu 2004 þá vex hlutfall loðnu af heildarfæðu þorsks eftir því sem hann eldist og stækkar,“ segir Örn.

Hafrannsóknastofnun þurfi að bregðast við þessari þróun með því að leggja nú þegar til að þorskveiði verði aukin.

„Breyta þarf viðmiðunarmörkum sem gilda um skyndilokanir, í stað 55 sentimetra verði miðað við 50 sentimetra og mörk fyrir undirmál skilgreind sem 45 sentimetrar. Einnig er brýnt að endurskoða reglur um friðun hrygningarþorsks á vetrarvertíð,“ segir hann.

„Þorskstofninn er sterkur og ekki er verið að taka neina áhættu með auknum veiðum. Aðeins er verið að rýma til vegna minnkandi fæðu auk þess sem dregið er úr álagi á þann loðnustofn sem enn mælist.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,26 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 381,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 250,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,26 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 381,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 250,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »